Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 13:04 Forsíðan þykir áhrifarík. Vísir/Times Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. Á því má sjá stúlku sem aðskilin var frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó, ásamt Donald Trump, starandi á hvort annað undir fyrirsögninni „Velkomin til Bandaríkjanna.“Myndirnar eru klipptar saman en upprunalega myndin sem stúlkan var á hefur vakið mikla athygli. Stúlkan á myndbandinu er tveggja ára gömul og er frá Hondúras og var ljósmyndin tekin þegar verið var að handtaka móður hennar fyrir að hafa komið ólöglega inn í Bandaríkin.Stúlkan er ein af um 2.300 börnum sem aðskilin var frá fjölskyldu sinni vegna umdeildrar stefnu Bandaríkastjórnar, stefnu sem Donald Trump tilkynnti að látið yrði af í gær,þótt enn sé alls óvíst hvað verðium þau börn sem þegar hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum, líkt og stúlkan á myndinni.Ljósmyndarinn sem tók ljósmyndina af stúlkunni heitir John Moore, sem meðal annars hefur unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir ljósmyndir sínar. Á vefsíðu Time segir hann söguna á bak við myndina sem notuð var á forsíðu Time.„Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Um leið og þessu var lokið voru þau keyrð í burtu. Ég þurfti að ná andanum. Það eina sem ég vildi gera var að taka hana upp. En ég gat það ekki,“ segir Moore um þær aðstæður sem voru fyrir hendi þegar ljósmyndin var tekin.Time fékk Moore til þess að útbúa forsíðuna sem sjá má hér að ofan. Ein af þeim myndum sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.Vísir/GettyHarðorður leiðari fylgir forsíðunniÍ leiðara sem fylgir forsíðunni og birtur er á vef Time er Trump borinn saman við forvera sína í starfi. Þar segir meðal annars að ljóst sé að Trump eigi erfitt með hugsjónir og háleitnar hugmyndir. Er tekið saman að frá því að Trump tók við embætti fyrir 18 mánuðum hafi hann notað orðið lýðræðið í færri en 100 skipti, orðið jafnrétti í tólf skipti og orðið mannréttindi aðeins tíu sinnum. Á sama tíma hafi Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1980-1988 hafi notað orðið mannréttindi 48 sinnum í opinberum ræðum. Þá segir einnig í leiðara Times að með hverjum mánuði sem líður sé Trump að athuga hversu langt hann geti fært bandarísku þjóðina frá þeim grunnhugmyndum sem stofnendur ríkisins lögðu til grundvallar. Niðurstaða þeirra tilraunar Trump sé að sjá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Leiðarann má lesa hér.TIME's new cover: A reckoning after Trump's border separation policy: What kind of country are we? https://t.co/U4Uf8bffoR pic.twitter.com/sBCMdHuPGc— TIME (@TIME) June 21, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33