Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:24 Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson fréttablaðið/heiða Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna. Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna.
Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00