„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir Fréttablaðið/Anton Brink Einar Darri Óskarsson fæddist 10. febrúar 2000 og lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja. Andlátið kom öllum aðstandendum hans í opna skjöldu. Og það sem kom í ljós nokkrum dögum síðar um aðgang hans að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið var þeim áfall. Hann hafði aðeins fiktað við notkun lyfjanna í skamman tíma áður en hann dó. Móðir Einars Darra, Bára Tómasdóttir, og systir hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir, ásamt föður Einars, Óskari Vídalín Kristjánssyni, og systur, Anítu Rún Óskarsdóttur, hafa síðustu daga unnið að undirbúningi forvarnarverkefnis sem miðar að fræðslu til ungmenna um hætturnar sem fylgja notkun róandi og ávanabindandi lyfja. Verkefnið kynna þau von bráðar en mæðgurnar segjast finna styrk í því að deila sögu Einars Darra í fræðsluskyni, þrátt fyrir að þeim þykir það einnig verulega erfitt. „Krakkar vita að fiktinu fylgir áhætta en þau gera sér enga grein fyrir því hversu mikil hún er. Notkun þessara lyfja er líka tískubylgja, ekki síst vegna áhrifa frá trapp-tónlist,“ segir Bára. „Þau halda líka að þetta sé örugga leiðin. Að þessi lyf séu ekki jafn hættuleg og kókaín og örvandi efni. Þau vita miklu meira um hættulegar afleiðingar notkunar eiturlyfja en af rangri notkun á lyfjum sem er hægt að fá ávísað hjá lækni,“ bætir hún við. „Við fjölskyldan ákváðum í sameiningu að fara í gegnum símann hans Einars Darra og leiddi það ýmislegt í ljós varðandi misnotkunina á lyfjunum,“ segir Andrea. „Það var áfall að sjá hvað hann var með í símanum. Öpp til að kaupa þessi lyf sem dældu inn tilboðum og auglýsingum á róandi lyfjum og verkjalyfjum. Gríðarlega sterkar Xanax-töflur, tvær fyrir eina, endalaus tilboð á OxyContin. Þetta var eins og nammibar! Það voru ekki bara öppin heldur var hann líka með endalaus skilaboð á símanum frá sölumönnum,“ segir Bára. „Og þetta eru bara krakkar. Strákurinn sem var mest í að selja honum er bara ári eldri en Einar Darri. Bara krakki sjálfur,“ bætir hún við.Einar Darri heitinn.Gat ekki vakið Einar Darra „Hann dó þann 25. maí. Þetta átti að vera mikill gleðidagur í fjölskyldunni því að eldri systir Einars Dara, Aníta Rún, var að útskrifast sem stúdent. Ég var heima með alla krakkana. Nema Andreu sem var úti í Danmörku þá og ekki komin heim. Við vöknuðum óvenju seint. Ég var ekki að fara í vinnu eða neitt slíkt vegna útskriftarinnar og Einar Darri ekki á leið í skólann þennan dag. Vinkona hans var hjá honum og kallaði á mig að hún gæti ekki vakið Einar Darra. Ég hleyp inn og það er eins og hann sé sofandi. Hann var heitur viðkomu en ég sé strax að hann andar ekki og er blár á vörunum. Ég kallaði á hana strax að hringja á Neyðarlínuna og við þurftum að flytja hann úr rúminu og reyna endurlífgun. Sjúkrabíllinn kom ellefu mínútum seinna og þeir héldu áfram að reyna endurlífgun. Heillengi,“ segir hún. „Þetta var eins hræðilegt og hægt er að ímynda sér. Ég er leikskólastjóri og fer reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ég gerði allt sem ég gat. Samt er ég endalaust að hugsa til baka, hélt ég höfðinu rétt, gerði ég þetta rétt? Og ég sé drenginn minn endalaust fyrir mér lífvana. Húsið fylltist af sjúkraflutningsfólki og lögreglu. Þetta er eins og í móðu en ég var ótrúlega róleg, hálf vélræn. Ég mátti ekki fara með sjúkrabílnum og þurfti að bíða í svolitla stund heima þar sem rannsóknarlögreglan þurfti að mæta þar sem þetta var andlát í heimahúsi. Í öllu þessu kemur pabbi hans og mamma mín heim til mín vegna stúdentsveislunnar. Þau mæta sjúkrabílnum. Ég þarf auðvitað að segja þeim hvað hafi gerst og pabbi hans keyrir á eftir sjúkrabílnum. Litli bróðir Einars Darra sem er níu ára og sá ekki sólina fyrir stóra bróðir sínum varð vitni að þessu öllu. Einar Darri var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á spítalann,“ segir Bára. Sölumenn eins og lyfjafræðingar „Maður er algjörlega sleginn yfir hversu algengt þetta fikt er með þessi lyf, við erum að heyra sögur niður í grunnskóla þar sem þau eru notuð í partíum og boðin á skólalóðum. Einar Darri minn sagði sjálfur við vini sína skömmu áður en hann dó að þetta væri fáránleg tíska en hann var sjálfur í tónlist og að rappa um þessi lyf. Ég var á móti þessum textum, spurði hann oft út í þá. Hann sagði bara: Mamma, ég er ekkert að nota þessi efni, fyrirmyndir mínar eru að syngja um þetta og þetta er bara tískan núna. Ég tók af og til af honum þvagprufu þar sem við vissum að hann hafði einhvern tímann prófað gras, kókaín og Xanax þegar hann var að skemmta sér en það kom ekkert úr þeim prufum. Einar Darri sagði sjálfur að það hefði verið kjánalegt fikt og hann ætlaði ekki að gera það aftur. Vegna þessa reyndi ég að fylgjast mjög vel með honum, ræða mikið við hann og systur hans gerðu það sama þar sem þau systkinin eru mjög náin. En við sáum bara ekkert á honum, hann var alltaf sami ljúfi Einar Darri,“ segir Bára. Einar Darri fékk lyfjunum sem hann misnotaði aldrei ávísað af lækni. Hann keypti þau á svörtum markaði með slík lyf á netinu. „Hann fékk ítarlegar ráðleggingar um hvað hann ætti að taka og hvernig. Til að fara í vinnuna þá tekurðu bara þetta, stóð í einum skilaboðunum. Sölumennirnir haga sér eins og lyfjafræðingar gagnvart börnunum. Einar Darri fór í skólann, hann fór í vinnuna. Hann funkeraði og það sást ekkert á honum. Ég upplifði hann svo dásamlegan. Við vorum miklir vinir. Hann var oft heima með mér að horfa á sjónvarpið og ræddi mikið um sína framtíðardrauma og hvað hann ætlaði að mennta sig. Hann var opinn og hlýr, átti marga trúnaðarvini. Hann sagði mér nánast á hverjum degi að hann elskaði mig,“ segir Bára.Upplifði lyfin örugg Einar Darri glímdi við kvíða. „Ég held að hann hafi verið meira tilbúinn að fara yfir strikið með þessi lyf vegna þess. Hann var á uppáskrifuðum kvíðalyfjum, var greindur með ADHD og var sjálfur að tala um að fara á lyf við athyglisbrestinum. Ég var efins um það. Hafði heyrt svo margar sögur um misnotkun á lyfjunum. Núna hugsa ég um hvort ég hefði átt að styðja hann meira í því,“ segir Bára. „En það fást aldrei svör við því.“ „Einar Darri var mjög heppinn þar sem hann fékk góða aðstoð frá geðhjúkrunarfræðingi á Akranesi. Umræðan og það sem ég hef þó heyrt um í kringum mig er að það er enginn grunnur í geðheilbrigðiskerfinu fyrir börn með kvíða. Það er ekki tekið á þessu með eðlilegum og réttum hætti,“ segir hún. „Það þarf meiri þjónustu til barna og ungmenna með kvíða og þunglyndi. Þau eru bara sett á lyf. Þau eru orðin vön öllum þessum lyfjaávísunum. Auðvitað hjálpa lyfin í mörgum tilfellum en þau duga ekki ein og sér og það þarf virkilega að opna umræðuna um áhættu og afleiðingar rangrar notkunar á þeim,“ segir Bára. Andrea, systir Einars Darra heitins, segir mikilvægt að það komi fram að það hafi verið mjög stutt tímabil þar sem hann jók neysluna áður en hann dó. „Við teljum að síðustu tvær vikurnar í lífi hans hafi hann neytt meira af lyfjunum en áður. Þegar ungt fólk misnotar önnur efni, örvandi efni, áfengi, kókaín eða slíkt, þá er oft langur aðdragandi. Ferli sem oft gefst færi á að grípa inn í. En þegar það kemur að þessum lyfjum hafa þessir krakkar ekkert svigrúm til að gera mistök. Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið. Andlát hans birtist okkur fjölskyldunni eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Andrea. „Þetta vandamál er bara miklu stærra en við bjuggumst við þegar við byrjuðum að vinna í forvarnarverkefninu og það er bara ekki í boði annað en að við Íslendingar tökum höndum saman gegn þessari misnotkun á lyfjum á landinu okkar,“ segir Andrea og Bára tekur undir. Fanney með dóttur sinni Guðrúnu.Lítið talað um dauða ungs fólks Fanney Halldóra Kristjánsdóttir missti dóttur sína, Guðrúnu Andrésdóttur, í nóvember á síðasta ári. Hún var 28 ára gömul og skildi eftir sig þriggja ára gamlan son. Guðrún glímdi við kvíða frá barnæsku og þróaði með sér fíkn í róandi lyf. Hún lést vegna ofeitrunar á róandi lyfjum. Fanney segir lækna hafa ávísað miklu magni bensólyfja til dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hún hefði sjálf beðið um hjálp vegna fíknar í lyfin. „Ég missti dóttur mína vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum og vil leggja mitt af mörkum til forvarna og fræðslu,“ segir Fanney. Ég hef haft samband við aðra foreldra í sömu sporum. Það er skelfilegt hversu mörg ungmenni eru að fara núna vegna neyslu þessara lyfja. Bæði rangrar neyslu og ofneyslu,“ segir hún. Guðrún fannst látin á heimili sínu þann 10. nóvember síðastliðinn. „Ég var í nánast daglegum samskiptum við hana þótt við byggjum hvor á sínu landshorninu. Þarna hafði ég ekki heyrt í henni í á annan sólarhring og sá að það var engin hreyfing á Facebook-síðu hennar. Ég vissi að hún var ein heima og fékk ónotatilfinningu. Ég hringdi í bróður hennar og bað hann að athuga með hana en rétt á eftir kom maðurinn minn til mín og segir mér frá því að Guðrún hefði fundist látin í rúminu heima hjá sér. Barnsfaðir hennar kom að henni og hélt fyrst að hún væri sofandi og kallaði í lækni sem úrskurðaði hana látna á staðnum. „Guðrún dóttir mín var frekar hlédræg þegar hún var lítil. Hún óð ekkert í hlutina og þróaði svo með sér kvíða í kjölfar skilnaðar. Síðustu árin sem hún lifði leitaði hún læknis og fékk þá ávísað þessum róandi bensólyfjum. Hún þróaði með sér fíkn í lyfin og lést svo þann 10. nóvember síðastliðinn af eitrunarskammti af Imovan og Tramadol. Þegar ég fer og kíki í lyfjagagnagrunninn þá blöskrar mér hversu miklu af þessum lyfjum var búið að ávísa á hana,“ segir Fanney sem segir umræðu um lyfin óábyrga. „Nú fjölgar ungmennum sem deyja vegna notkunar á þessum lyfjum en það er lítið sem ekkert talað um það. Ég vil ábyrga umræðu og ég vil betri geðheilbrigðisþjónustu til ungmenna. Ég hafði samband við landlækni og tilkynnti mál dóttur minnar. Ég fékk símhringingu í kjölfarið og mér var sagt að hennar mál yrði skoðað. Í leiðinni fékk ég að vita að ég fengi ekki að vita niðurstöður þeirrar skoðunar. Það fannst mér skrýtið,“ segir Fanney og segir þörf á vitundarvakningu. „Ástandinu má líkja við að það verði endurtekin banaslys trekk í trekk á sama veginum. Þá hljótum við að skoða hvað er að. Hvað sé hægt að gera? Það sem mér finnst erfiðast í þessu öllu saman er að hún lét vita að hún væri með fíkn í þessi lyf. Hún fær þeim samt ávísað í heilmiklu magni. Ég trúi því að það hefði verið hægt að leysa hennar mál og annarra með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Það þarf meiri eftirfylgni,“ segir Fanney sem segir að hún og aðrir foreldrar í sömu sporum hafi velt fyrir sér ábyrgð lækna í þessum efnum.Hringdi í lækni dóttur sinnar „Ég hringdi í einn af læknum hennar. Hún var með marga. Ég spurði hvernig stæði á því að hún hefði fengið svona miklu ávísað þrátt fyrir fíkn. Þá fékk ég það svar að hún hefði væntanlega verið mjög aðgangshörð. Það finnst mér lýsa vel þeim þekkingarskorti sem ríkir um varasamar afleiðingar notkunar þessara lyfja og á eðli fíknisjúkdóma. Lyfin halda sjúkdóminum við. Ég held að geðheilbrigðiskerfið okkar sé því miður á mjög skrýtnum stað. Við foreldrar og aðstandendur erum hreinlega í einhverri þeytivindu, þegar kemur að þessu kerfi,“ segir Fanney um brotalamir kerfisins sem hún upplifir að taki hvorki heildstætt á vandanum né hafi burði til að veita þá þjónustu sem þarf. „Þetta var alltaf mín versta martröð. Að vera foreldri í þessum sporum. En svo vaknaði ég upp við það einn daginn að martröðin var orðin að veruleika. Við gátum ekkert leitað, fundum engar lausnir,“ segir Fanney. „Dóttir mín var ung móðir í námi. Hún ætlaði sér að verða félagsliði og vann lengi við aðhlynningu. Ég tel að hún hefði átt góða möguleika með réttri hjálp. Ég vona bara að saga hennar og saga allra þessara ungmenna sem hafa látið lífið verði til þess að það verði gerðar þarfar breytingar á geðheilbrigðisþjónustu og að það verði rætt opinskátt og af ábyrgð um hættur af þessum lyfjum,“ segir Fanney. Lyf Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Einar Darri Óskarsson fæddist 10. febrúar 2000 og lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja. Andlátið kom öllum aðstandendum hans í opna skjöldu. Og það sem kom í ljós nokkrum dögum síðar um aðgang hans að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið var þeim áfall. Hann hafði aðeins fiktað við notkun lyfjanna í skamman tíma áður en hann dó. Móðir Einars Darra, Bára Tómasdóttir, og systir hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir, ásamt föður Einars, Óskari Vídalín Kristjánssyni, og systur, Anítu Rún Óskarsdóttur, hafa síðustu daga unnið að undirbúningi forvarnarverkefnis sem miðar að fræðslu til ungmenna um hætturnar sem fylgja notkun róandi og ávanabindandi lyfja. Verkefnið kynna þau von bráðar en mæðgurnar segjast finna styrk í því að deila sögu Einars Darra í fræðsluskyni, þrátt fyrir að þeim þykir það einnig verulega erfitt. „Krakkar vita að fiktinu fylgir áhætta en þau gera sér enga grein fyrir því hversu mikil hún er. Notkun þessara lyfja er líka tískubylgja, ekki síst vegna áhrifa frá trapp-tónlist,“ segir Bára. „Þau halda líka að þetta sé örugga leiðin. Að þessi lyf séu ekki jafn hættuleg og kókaín og örvandi efni. Þau vita miklu meira um hættulegar afleiðingar notkunar eiturlyfja en af rangri notkun á lyfjum sem er hægt að fá ávísað hjá lækni,“ bætir hún við. „Við fjölskyldan ákváðum í sameiningu að fara í gegnum símann hans Einars Darra og leiddi það ýmislegt í ljós varðandi misnotkunina á lyfjunum,“ segir Andrea. „Það var áfall að sjá hvað hann var með í símanum. Öpp til að kaupa þessi lyf sem dældu inn tilboðum og auglýsingum á róandi lyfjum og verkjalyfjum. Gríðarlega sterkar Xanax-töflur, tvær fyrir eina, endalaus tilboð á OxyContin. Þetta var eins og nammibar! Það voru ekki bara öppin heldur var hann líka með endalaus skilaboð á símanum frá sölumönnum,“ segir Bára. „Og þetta eru bara krakkar. Strákurinn sem var mest í að selja honum er bara ári eldri en Einar Darri. Bara krakki sjálfur,“ bætir hún við.Einar Darri heitinn.Gat ekki vakið Einar Darra „Hann dó þann 25. maí. Þetta átti að vera mikill gleðidagur í fjölskyldunni því að eldri systir Einars Dara, Aníta Rún, var að útskrifast sem stúdent. Ég var heima með alla krakkana. Nema Andreu sem var úti í Danmörku þá og ekki komin heim. Við vöknuðum óvenju seint. Ég var ekki að fara í vinnu eða neitt slíkt vegna útskriftarinnar og Einar Darri ekki á leið í skólann þennan dag. Vinkona hans var hjá honum og kallaði á mig að hún gæti ekki vakið Einar Darra. Ég hleyp inn og það er eins og hann sé sofandi. Hann var heitur viðkomu en ég sé strax að hann andar ekki og er blár á vörunum. Ég kallaði á hana strax að hringja á Neyðarlínuna og við þurftum að flytja hann úr rúminu og reyna endurlífgun. Sjúkrabíllinn kom ellefu mínútum seinna og þeir héldu áfram að reyna endurlífgun. Heillengi,“ segir hún. „Þetta var eins hræðilegt og hægt er að ímynda sér. Ég er leikskólastjóri og fer reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ég gerði allt sem ég gat. Samt er ég endalaust að hugsa til baka, hélt ég höfðinu rétt, gerði ég þetta rétt? Og ég sé drenginn minn endalaust fyrir mér lífvana. Húsið fylltist af sjúkraflutningsfólki og lögreglu. Þetta er eins og í móðu en ég var ótrúlega róleg, hálf vélræn. Ég mátti ekki fara með sjúkrabílnum og þurfti að bíða í svolitla stund heima þar sem rannsóknarlögreglan þurfti að mæta þar sem þetta var andlát í heimahúsi. Í öllu þessu kemur pabbi hans og mamma mín heim til mín vegna stúdentsveislunnar. Þau mæta sjúkrabílnum. Ég þarf auðvitað að segja þeim hvað hafi gerst og pabbi hans keyrir á eftir sjúkrabílnum. Litli bróðir Einars Darra sem er níu ára og sá ekki sólina fyrir stóra bróðir sínum varð vitni að þessu öllu. Einar Darri var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á spítalann,“ segir Bára. Sölumenn eins og lyfjafræðingar „Maður er algjörlega sleginn yfir hversu algengt þetta fikt er með þessi lyf, við erum að heyra sögur niður í grunnskóla þar sem þau eru notuð í partíum og boðin á skólalóðum. Einar Darri minn sagði sjálfur við vini sína skömmu áður en hann dó að þetta væri fáránleg tíska en hann var sjálfur í tónlist og að rappa um þessi lyf. Ég var á móti þessum textum, spurði hann oft út í þá. Hann sagði bara: Mamma, ég er ekkert að nota þessi efni, fyrirmyndir mínar eru að syngja um þetta og þetta er bara tískan núna. Ég tók af og til af honum þvagprufu þar sem við vissum að hann hafði einhvern tímann prófað gras, kókaín og Xanax þegar hann var að skemmta sér en það kom ekkert úr þeim prufum. Einar Darri sagði sjálfur að það hefði verið kjánalegt fikt og hann ætlaði ekki að gera það aftur. Vegna þessa reyndi ég að fylgjast mjög vel með honum, ræða mikið við hann og systur hans gerðu það sama þar sem þau systkinin eru mjög náin. En við sáum bara ekkert á honum, hann var alltaf sami ljúfi Einar Darri,“ segir Bára. Einar Darri fékk lyfjunum sem hann misnotaði aldrei ávísað af lækni. Hann keypti þau á svörtum markaði með slík lyf á netinu. „Hann fékk ítarlegar ráðleggingar um hvað hann ætti að taka og hvernig. Til að fara í vinnuna þá tekurðu bara þetta, stóð í einum skilaboðunum. Sölumennirnir haga sér eins og lyfjafræðingar gagnvart börnunum. Einar Darri fór í skólann, hann fór í vinnuna. Hann funkeraði og það sást ekkert á honum. Ég upplifði hann svo dásamlegan. Við vorum miklir vinir. Hann var oft heima með mér að horfa á sjónvarpið og ræddi mikið um sína framtíðardrauma og hvað hann ætlaði að mennta sig. Hann var opinn og hlýr, átti marga trúnaðarvini. Hann sagði mér nánast á hverjum degi að hann elskaði mig,“ segir Bára.Upplifði lyfin örugg Einar Darri glímdi við kvíða. „Ég held að hann hafi verið meira tilbúinn að fara yfir strikið með þessi lyf vegna þess. Hann var á uppáskrifuðum kvíðalyfjum, var greindur með ADHD og var sjálfur að tala um að fara á lyf við athyglisbrestinum. Ég var efins um það. Hafði heyrt svo margar sögur um misnotkun á lyfjunum. Núna hugsa ég um hvort ég hefði átt að styðja hann meira í því,“ segir Bára. „En það fást aldrei svör við því.“ „Einar Darri var mjög heppinn þar sem hann fékk góða aðstoð frá geðhjúkrunarfræðingi á Akranesi. Umræðan og það sem ég hef þó heyrt um í kringum mig er að það er enginn grunnur í geðheilbrigðiskerfinu fyrir börn með kvíða. Það er ekki tekið á þessu með eðlilegum og réttum hætti,“ segir hún. „Það þarf meiri þjónustu til barna og ungmenna með kvíða og þunglyndi. Þau eru bara sett á lyf. Þau eru orðin vön öllum þessum lyfjaávísunum. Auðvitað hjálpa lyfin í mörgum tilfellum en þau duga ekki ein og sér og það þarf virkilega að opna umræðuna um áhættu og afleiðingar rangrar notkunar á þeim,“ segir Bára. Andrea, systir Einars Darra heitins, segir mikilvægt að það komi fram að það hafi verið mjög stutt tímabil þar sem hann jók neysluna áður en hann dó. „Við teljum að síðustu tvær vikurnar í lífi hans hafi hann neytt meira af lyfjunum en áður. Þegar ungt fólk misnotar önnur efni, örvandi efni, áfengi, kókaín eða slíkt, þá er oft langur aðdragandi. Ferli sem oft gefst færi á að grípa inn í. En þegar það kemur að þessum lyfjum hafa þessir krakkar ekkert svigrúm til að gera mistök. Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið. Andlát hans birtist okkur fjölskyldunni eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Andrea. „Þetta vandamál er bara miklu stærra en við bjuggumst við þegar við byrjuðum að vinna í forvarnarverkefninu og það er bara ekki í boði annað en að við Íslendingar tökum höndum saman gegn þessari misnotkun á lyfjum á landinu okkar,“ segir Andrea og Bára tekur undir. Fanney með dóttur sinni Guðrúnu.Lítið talað um dauða ungs fólks Fanney Halldóra Kristjánsdóttir missti dóttur sína, Guðrúnu Andrésdóttur, í nóvember á síðasta ári. Hún var 28 ára gömul og skildi eftir sig þriggja ára gamlan son. Guðrún glímdi við kvíða frá barnæsku og þróaði með sér fíkn í róandi lyf. Hún lést vegna ofeitrunar á róandi lyfjum. Fanney segir lækna hafa ávísað miklu magni bensólyfja til dóttur sinnar. Þrátt fyrir að hún hefði sjálf beðið um hjálp vegna fíknar í lyfin. „Ég missti dóttur mína vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum og vil leggja mitt af mörkum til forvarna og fræðslu,“ segir Fanney. Ég hef haft samband við aðra foreldra í sömu sporum. Það er skelfilegt hversu mörg ungmenni eru að fara núna vegna neyslu þessara lyfja. Bæði rangrar neyslu og ofneyslu,“ segir hún. Guðrún fannst látin á heimili sínu þann 10. nóvember síðastliðinn. „Ég var í nánast daglegum samskiptum við hana þótt við byggjum hvor á sínu landshorninu. Þarna hafði ég ekki heyrt í henni í á annan sólarhring og sá að það var engin hreyfing á Facebook-síðu hennar. Ég vissi að hún var ein heima og fékk ónotatilfinningu. Ég hringdi í bróður hennar og bað hann að athuga með hana en rétt á eftir kom maðurinn minn til mín og segir mér frá því að Guðrún hefði fundist látin í rúminu heima hjá sér. Barnsfaðir hennar kom að henni og hélt fyrst að hún væri sofandi og kallaði í lækni sem úrskurðaði hana látna á staðnum. „Guðrún dóttir mín var frekar hlédræg þegar hún var lítil. Hún óð ekkert í hlutina og þróaði svo með sér kvíða í kjölfar skilnaðar. Síðustu árin sem hún lifði leitaði hún læknis og fékk þá ávísað þessum róandi bensólyfjum. Hún þróaði með sér fíkn í lyfin og lést svo þann 10. nóvember síðastliðinn af eitrunarskammti af Imovan og Tramadol. Þegar ég fer og kíki í lyfjagagnagrunninn þá blöskrar mér hversu miklu af þessum lyfjum var búið að ávísa á hana,“ segir Fanney sem segir umræðu um lyfin óábyrga. „Nú fjölgar ungmennum sem deyja vegna notkunar á þessum lyfjum en það er lítið sem ekkert talað um það. Ég vil ábyrga umræðu og ég vil betri geðheilbrigðisþjónustu til ungmenna. Ég hafði samband við landlækni og tilkynnti mál dóttur minnar. Ég fékk símhringingu í kjölfarið og mér var sagt að hennar mál yrði skoðað. Í leiðinni fékk ég að vita að ég fengi ekki að vita niðurstöður þeirrar skoðunar. Það fannst mér skrýtið,“ segir Fanney og segir þörf á vitundarvakningu. „Ástandinu má líkja við að það verði endurtekin banaslys trekk í trekk á sama veginum. Þá hljótum við að skoða hvað er að. Hvað sé hægt að gera? Það sem mér finnst erfiðast í þessu öllu saman er að hún lét vita að hún væri með fíkn í þessi lyf. Hún fær þeim samt ávísað í heilmiklu magni. Ég trúi því að það hefði verið hægt að leysa hennar mál og annarra með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Það þarf meiri eftirfylgni,“ segir Fanney sem segir að hún og aðrir foreldrar í sömu sporum hafi velt fyrir sér ábyrgð lækna í þessum efnum.Hringdi í lækni dóttur sinnar „Ég hringdi í einn af læknum hennar. Hún var með marga. Ég spurði hvernig stæði á því að hún hefði fengið svona miklu ávísað þrátt fyrir fíkn. Þá fékk ég það svar að hún hefði væntanlega verið mjög aðgangshörð. Það finnst mér lýsa vel þeim þekkingarskorti sem ríkir um varasamar afleiðingar notkunar þessara lyfja og á eðli fíknisjúkdóma. Lyfin halda sjúkdóminum við. Ég held að geðheilbrigðiskerfið okkar sé því miður á mjög skrýtnum stað. Við foreldrar og aðstandendur erum hreinlega í einhverri þeytivindu, þegar kemur að þessu kerfi,“ segir Fanney um brotalamir kerfisins sem hún upplifir að taki hvorki heildstætt á vandanum né hafi burði til að veita þá þjónustu sem þarf. „Þetta var alltaf mín versta martröð. Að vera foreldri í þessum sporum. En svo vaknaði ég upp við það einn daginn að martröðin var orðin að veruleika. Við gátum ekkert leitað, fundum engar lausnir,“ segir Fanney. „Dóttir mín var ung móðir í námi. Hún ætlaði sér að verða félagsliði og vann lengi við aðhlynningu. Ég tel að hún hefði átt góða möguleika með réttri hjálp. Ég vona bara að saga hennar og saga allra þessara ungmenna sem hafa látið lífið verði til þess að það verði gerðar þarfar breytingar á geðheilbrigðisþjónustu og að það verði rætt opinskátt og af ábyrgð um hættur af þessum lyfjum,“ segir Fanney.
Lyf Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent