Fangelsisdómur fyrir klám, ærumeiðingar og blygðunarsemisbrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira