Innlent

Nýr fríverslunarsamningur undirritaður við Ekvador

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hinum nýja samningi er ætlað að létta hindrunum, auðvelda viðskipti og fjárfestingar á milli Ekvador og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu.
Hinum nýja samningi er ætlað að létta hindrunum, auðvelda viðskipti og fjárfestingar á milli Ekvador og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu. Andri Marinó
Nýr fríverslunarsamningur á milli EFTA-ríkjanna og Ekvador var í morgun undirritaður á Hólum í Hjaltadal.

Hinum nýja samningi er ætlað að létta hindrunum, auðvelda viðskipti og fjárfestingar á milli Ekvador og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Helstu útflutningsvörur Ekvador eru ávextir og grænmeti, en auk þess gull, kakóvörur, rósir, fiskiolíur, rækjur og önnur sjávarföng að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneyti utanríkisviðskipta Ekvador.

Í samningnum er kveðið á um markaðsaðgengi fyrir vörur og þjónustu, upprunamerkingar, hollustuhætti og afnám tæknilegra hindrana í milliríkjaviðskiptum.

Pablo Campana, ráðherra utanríkisviðskipta í Ekvador, segir að samningurinn sé  mikilvægur fyrir alla þá sem eigi í hlut. Með undirrituninni hafi orðið til viðskiptasamband til framtíðar.

„Samningurinn við EFTA opnar nýtt markaðssvæði fyrir nær allar útflutningsvörur Ekvador, markaðssvæði sem telur um 14. milljónir íbúa.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×