Rússi fékk miða og landsliðstreyju að gjöf frá íslenskum vinum Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 09:15 Dmitry, lengst til hægri, ásamt íslensku vinum sínum Atla Birni, Ásdísi Jónu og Birni Víkingi. Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira