Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 10:30 Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. Þá styttist í að byggja þurfi önnur göng undir Hvalfjörð vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda. Þúsundir bíla fara um Hvalfjarðargöngin á hverjum degi. En það var árið 1991 sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi samgönguráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjármálaráðherra skrifuðu undir fyrsta samninginn við Spöl um byggingu Hvalfjarðarganga. Á vígsludeginum árið 1998 var það síðan Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sem ók fyrstur manna í gegnum göngin. Eftir tæpa þrjá mánuði verður þetta mikla mannvirki afhent ríkissjóði til eignar. En eftir að göngin verða full greidd og afhent ríkinu í september verða þau gjaldfrjáls. Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar segir göngin hafa haft mikil áhrif á tuttugu árum meðal annars fyrir Akranes þaðan sem fjöldi fólks sæki vinnu eða nám utan bæjarins. „Snæfellsnesið kom sterkt inn sem ferðaþjónustustaður. Miklu sterkari en hafði verið. Starfsemin á Grundartanga hefur vaxið og í rauninni hefur þetta búið til sameiginlegt atvinnusvæði við höfuðborgarsvæðið.“ Nú er mikið rætt um einkaframkvæmd á stórum og aðkallandi verkefnum í vegakerfinu og segir Gísli hugmyndafræði Hvalfjarðarganga geta nýst þar sem fyrirmynd. „Ef menn ætla að nýta svona verkefni þarf markmiðið að vera skýrt. Ávinningurinn augljós og tíminn afmarkaður. Ég held að Hvalfjarðargöngin standi undir því. En vafalaust önnur verkefni líka sem menn gætu horft til í þessu efni.“ Þá sé líka lykilatriði að ríkið eignist mannvirkin að lokum. Og ekki skortir verkefnin að mati Gísla sem nefnir Sundabraut, brú yfir Ölfusá sem dæmi.Hér erum við við Kjalarnesveg sem mikið er talað um og liggur að gangamunanum? „Já, hér er vegur í ruslflokki sem bíður verulegra endurbóta. Það eru víða verkefni sem fara verður í hjá ríkinu,“ segir Gísli. Þá hafi verið augljóst lengi að nausynlegt verði að leggja ný göng undir Hvalfjörð. Nú fari um sjö þúsund bílar á dag að meðaltali um Hvalfjarðargöng og fleiri á annamestu dögunum en öryggismörkin liggi við átta þúsund bíla. „Og það er lykilatriði núna þegar við afhendum göngin að ríkið tryggi að öryggi vegfarenda verði eins og best verði á kosið. Þannig að ný göng eru eina lausnin í því samhengi,“ segir Gísli Gíslason.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira