Rekstur Mannvits reyndist erfiður vegna hærri launa og gengisþróunar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. júní 2018 07:00 Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira