Sex mánaða fangelsi eftir fjölskylduerjur á Hressó Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:47 Héraðsdómur Reykjavíkur stendur andspænis Hressingarskálanum við Lækjartorg. Vísir/valli Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Var honum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með því að slá og sparka ítrekað í líkama hans þannig að hann féll í jörðina. Því næst hafi hann sparkað ítrekað í andlit hans, höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að „brotaþoli hlaut skurð á enni og á hægra eyra, mar yfir enni, brot á jaxli hægra megin í efri góm, rifbrot og eymsli framanvert á hægra læri.“ Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir hafi lent upp á kant við hvorn annan á skemmtistaðnum Hressingarskálanum þann 15. september árið 2015. Árásarmaður er sagður hafa gengið upp að þolandanum og hótað honum vegna færslu sem sá síðarnefndi setti á netið, en unnusta hans er systir árásarmannsins. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að systir hans hafi hringt grátandi í sig fyrr um nóttina, hvers vegna kemur þó ekki fram í dómnum. Unnustan minntist að sama skapi ekkert á umrætt símtal í vitnisburði sínum. Orðaskipti mannanna eiga að hafa verið nokkuð illskeytt og á árásarmaðurinn meðal annars að hafa sakað þolandann um að vera „lélegur faðir.“ Þegar farið var að hitna verulega í kolunum vísuðu dyraverðir mönnunum á dyr, sem slógust eftir að út af Hressó var komið. Nákvæmur aðdragandi átakanna er óljós. Árásarmaðurinn segir að upptökin megi rekja til hráku frá þolandanum - sem segir á móti að árásarmaðurinn hafi ýtt unnustu sinni. Engu að síður játaði árásarmaðurinn fyrir dómi að til átakanna hafi komið. Að sama skapi sagðist hann hafa slegið þolandann með krepptum hnefa og sparkað hann niður. Eftir að þolandinn var kominn í jörðina hafi hann bæði kýlt og sparkað í líkama hans. Höggin og spörkin hafi hins vegar öll ratað í líkama þolandans, en ekki höfuð. Sem fyrr segir hlaut árásarmaðurinn 6 mánaða fangelsisdóm, sem allur er skilorðsbundinn. Honum var jafnframt gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent