15 þúsund krónur urðu að 650 þúsund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Deila um öryggishliðið og gjaldið sem tengist því hefur staðið í fjögur ár. Vísir Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira