Landspítalinn hefur slæma upplifun foreldra af sængurlegudeild til skoðunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2018 11:45 Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. MYND/LANDSPÍTALI Landspítalinn hefur mál nýbakaðra foreldra, sem lýstu ömurlegri upplifun sinni af sængurlegudeild Landspítalans í viðtali við Vísi í vikunni, til skoðunar. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs segir erfitt að segja almennt til um það hvað geti valdið því að sjúklingum sé ekki sinnt á deildinni en ítrekar að spítalinn taki öll slík mál alvarlega. Vísir greindi frá máli Andra Freys Sverrissonar og Guðrúnar Arndísar Aradóttur, sem eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí, í vikunni. Fæðingin gekk erfiðlega fyrir sig og var móður og barni flogið með sjúkraflugi frá Akureyri á Landspítala. Drengurinn var lagður inn á vökudeild og Guðrún inn á sængurlegudeild.Sjá einnig: Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri og Guðrún sögðu kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar hafa einkennt legu þeirra á deildinni. Þau hafi mætt hroka og leiðindum auk þess sem Guðrúnu hafi ekki verið sinnt á fullnægjandi hátt.Taka málinu ekki af léttúð Í svörum frá Landspítala vegna málsins kemur fram að lögum samkvæmt tjái spítalinn sig ekki um einstök mál. Þannig er forsvarsmönnum spítalans ekki unnt að gefa skýringar á upplifun foreldranna og ekki heldur með hvaða hætti verði brugðist við málinu.Ásgeir Karl sést hér til vinstri á vökudeild Landspítalans. Til hægri má sjá Ásgeir Karl ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Arndísi og Andra Frey.Mynd/SamsettLinda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, staðfestir þó í samtali við Vísi að spítalinn hafi mál Andra og Guðrúnar til skoðunar. Þá ítrekar hún að Landspítali taki kvörtunum af þessu tagi ekki af léttúð. „Við tökum alltaf svona umfjöllun alvarlega og skoðum hana, athugum hvað það er sem við hefðum getað gert betur og reynum að breyta og bæta. Það er ekki þannig að við tökum þessu léttvægt, alls ekki,“ segir Linda. „Við viljum virkilega að fólk upplifi þjónustuna hjá okkur á jákvæðum nótum, sérstaklega á viðkvæmum tímum.“Undirmönnun á deildinni staðreynd Í frásögn Andra og Guðrúnar kom fram að þeim þyki hæpið að skrifa meint afskiptaleysi starfsfólks á manneklu. Andri sagði kaffistofuna nær alltaf hafa verið fulla af starfsfólki auk þess sem fáar konur hafi legið á deildinni með Guðrúnu. Aðspurð segir Linda að töluvert hafi þó borið á undirmönnun á sængurlegudeild, líkt og á öðrum deildum spítalans. Þá stendur spítalinn frammi fyrir fjöldauppsögnum ljósmæðra sem standa nú í kjaradeilu við ríkið. „Já, ég get staðfest að það sé undirmönnun. Okkur vantar í fjórar heilar stöður ljósmæðra á deildinni nú þegar, fyrir uppsagnir. Og við höfum verið að leysa það með yfirvinnu,“ segir Linda. Sjúkraflug frá Akureyri á ekki að hafa áhrif Þá sé almennt erfitt að segja til um ástæður þess að sjúklingum sé ekki sinnt á sængurlegudeild eða þeim jafnvel gleymt. „Ég get eiginlega ekki sagt neitt um það vegna þess að það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Það eru svo margar breytur sem gætu haft áhrif á það.“Ljósmæður standa nú í kjaradeilu við ríkið og hafa fjölmargar sagt upp störfum hjá Landspítalanum.Vísir/VilhelmEins og áður sagði var fjölskyldan flutt með sjúkraflugi frá Akureyri á Landspítala eftir erfiða fæðingu. Linda segir að það að sjúklingar komi á spítalann annars staðar frá eigi ekki að hafa nein áhrif á umönnun þeirra. „Nei, það á aldrei að hafa nein áhrif. Við erum náttúrulega akút spítali, við tökum við fólki einn, tveir og þrír, alls staðar þannig að það er eitthvað annað sem við þurfum að skoða.“Að meðaltali 20 konur á hverjum tíma Þá er ljóst að mikill fjöldi kvenna er lagður inn á deildina árlega, og oft er mjög mikið að gera. Árið 2017 var heildarfjöldi lega á sængurlegudeild 3739 og það sem af er þessu ári er fjöldinn 1553. Inni í þessum tölum eru þó dæmi um konur sem lagðar hafa verið oftar en einu sinni inn á deildina þó að slíkt sé sjaldgæft, að sögn Lindu. Þá lágu að meðaltali 20 konur inni á sængurlegudeild á hverjum tíma árið 2017. Upplifun Andra og Guðrúnar virðist þannig heyra til undantekninga. Ekki hafa þó verið gerðar úttektir á viðhorfi sjúklinga á sængurlegudeild til þjónustunnar, að sögn Lindu, og því er erfitt að segja nokkuð til um almenna upplifun kvenna af deildinni. „Nei, við vitum það því miður ekki en það er alveg klárlega eitthvað sem við þurfum að bæta úr og hafa reglulegri þjónustukannanir,“ segir Linda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Nokkrar uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum taka gildi um mánaðamót og fleiri sögðu upp í síðustu viku. 24. júní 2018 13:19 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Ljósmæður bjartsýnar Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Landspítalinn hefur mál nýbakaðra foreldra, sem lýstu ömurlegri upplifun sinni af sængurlegudeild Landspítalans í viðtali við Vísi í vikunni, til skoðunar. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs segir erfitt að segja almennt til um það hvað geti valdið því að sjúklingum sé ekki sinnt á deildinni en ítrekar að spítalinn taki öll slík mál alvarlega. Vísir greindi frá máli Andra Freys Sverrissonar og Guðrúnar Arndísar Aradóttur, sem eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí, í vikunni. Fæðingin gekk erfiðlega fyrir sig og var móður og barni flogið með sjúkraflugi frá Akureyri á Landspítala. Drengurinn var lagður inn á vökudeild og Guðrún inn á sængurlegudeild.Sjá einnig: Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri og Guðrún sögðu kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar hafa einkennt legu þeirra á deildinni. Þau hafi mætt hroka og leiðindum auk þess sem Guðrúnu hafi ekki verið sinnt á fullnægjandi hátt.Taka málinu ekki af léttúð Í svörum frá Landspítala vegna málsins kemur fram að lögum samkvæmt tjái spítalinn sig ekki um einstök mál. Þannig er forsvarsmönnum spítalans ekki unnt að gefa skýringar á upplifun foreldranna og ekki heldur með hvaða hætti verði brugðist við málinu.Ásgeir Karl sést hér til vinstri á vökudeild Landspítalans. Til hægri má sjá Ásgeir Karl ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Arndísi og Andra Frey.Mynd/SamsettLinda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, staðfestir þó í samtali við Vísi að spítalinn hafi mál Andra og Guðrúnar til skoðunar. Þá ítrekar hún að Landspítali taki kvörtunum af þessu tagi ekki af léttúð. „Við tökum alltaf svona umfjöllun alvarlega og skoðum hana, athugum hvað það er sem við hefðum getað gert betur og reynum að breyta og bæta. Það er ekki þannig að við tökum þessu léttvægt, alls ekki,“ segir Linda. „Við viljum virkilega að fólk upplifi þjónustuna hjá okkur á jákvæðum nótum, sérstaklega á viðkvæmum tímum.“Undirmönnun á deildinni staðreynd Í frásögn Andra og Guðrúnar kom fram að þeim þyki hæpið að skrifa meint afskiptaleysi starfsfólks á manneklu. Andri sagði kaffistofuna nær alltaf hafa verið fulla af starfsfólki auk þess sem fáar konur hafi legið á deildinni með Guðrúnu. Aðspurð segir Linda að töluvert hafi þó borið á undirmönnun á sængurlegudeild, líkt og á öðrum deildum spítalans. Þá stendur spítalinn frammi fyrir fjöldauppsögnum ljósmæðra sem standa nú í kjaradeilu við ríkið. „Já, ég get staðfest að það sé undirmönnun. Okkur vantar í fjórar heilar stöður ljósmæðra á deildinni nú þegar, fyrir uppsagnir. Og við höfum verið að leysa það með yfirvinnu,“ segir Linda. Sjúkraflug frá Akureyri á ekki að hafa áhrif Þá sé almennt erfitt að segja til um ástæður þess að sjúklingum sé ekki sinnt á sængurlegudeild eða þeim jafnvel gleymt. „Ég get eiginlega ekki sagt neitt um það vegna þess að það fer eftir aðstæðum hverju sinni. Það eru svo margar breytur sem gætu haft áhrif á það.“Ljósmæður standa nú í kjaradeilu við ríkið og hafa fjölmargar sagt upp störfum hjá Landspítalanum.Vísir/VilhelmEins og áður sagði var fjölskyldan flutt með sjúkraflugi frá Akureyri á Landspítala eftir erfiða fæðingu. Linda segir að það að sjúklingar komi á spítalann annars staðar frá eigi ekki að hafa nein áhrif á umönnun þeirra. „Nei, það á aldrei að hafa nein áhrif. Við erum náttúrulega akút spítali, við tökum við fólki einn, tveir og þrír, alls staðar þannig að það er eitthvað annað sem við þurfum að skoða.“Að meðaltali 20 konur á hverjum tíma Þá er ljóst að mikill fjöldi kvenna er lagður inn á deildina árlega, og oft er mjög mikið að gera. Árið 2017 var heildarfjöldi lega á sængurlegudeild 3739 og það sem af er þessu ári er fjöldinn 1553. Inni í þessum tölum eru þó dæmi um konur sem lagðar hafa verið oftar en einu sinni inn á deildina þó að slíkt sé sjaldgæft, að sögn Lindu. Þá lágu að meðaltali 20 konur inni á sængurlegudeild á hverjum tíma árið 2017. Upplifun Andra og Guðrúnar virðist þannig heyra til undantekninga. Ekki hafa þó verið gerðar úttektir á viðhorfi sjúklinga á sængurlegudeild til þjónustunnar, að sögn Lindu, og því er erfitt að segja nokkuð til um almenna upplifun kvenna af deildinni. „Nei, við vitum það því miður ekki en það er alveg klárlega eitthvað sem við þurfum að bæta úr og hafa reglulegri þjónustukannanir,“ segir Linda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Nokkrar uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum taka gildi um mánaðamót og fleiri sögðu upp í síðustu viku. 24. júní 2018 13:19 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Ljósmæður bjartsýnar Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Nokkrar uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum taka gildi um mánaðamót og fleiri sögðu upp í síðustu viku. 24. júní 2018 13:19
Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30
Ljósmæður bjartsýnar Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30. 28. júní 2018 06:00