Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar Elísabet Inga skrifar 28. júní 2018 19:15 Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða.
Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00