Allt undir Hörður Ægisson skrifar 29. júní 2018 10:00 Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun