Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 1-0 | Valskonur áfram í undanúrslit Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. júní 2018 22:45 vísir/anton Valur vann öruggan 1-0 sigur á Grindavík í átta liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Með sigrinum kemst Valur í undanúrslit bikarsins á meðan Grindavík dettur út. Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru ekki lengi að komast yfir með marki frá Stefaníu Ragnarsdóttur eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðný Gísladóttur. Fyrsta hálftíman var Crystal Thomas með knattrakssýningu á vinstri kantinum og náði hún oft að koma boltanum inn á teiginn fyrir Elín Mettu Jensen og Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur en varnarmenn Grindavíkur voru duglegar að gera skotin þeirra erfið og náðu þær engum mjög hættulegum færum. Grindavík náði tvemur ágætis sóknum á þessum fyrsta hálftíma en Rio Hardy skaut framhjá í einni þeirra en hin endaði í horni sem ekkert kom uppúr. Eftir fyrsta hálftímann fór boltinn meira að vera hægra megin þar sem Hlín Eiríksdóttir var dugleg að koma sér inn í teig og skapa fleiri færi en eina dauðafærið seinasta korterið í fyrri hálfleik kom þegar Elín Metta náði að koma sér upp vinstri kantinn og átti hörkuskot sem fór í slánna og yfir, 1-0 fyrir Val í hálfleik. Grindavík kom betur inn í seinni hálfleikinn og náðu að skapa sér færi strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Valskonur fengu sitt fyrsta færi í seinni hálfleik þegar Elín Metta skýtur framhjá markinu á 53. mínútu. Eiginlega strax eftir skotið hjá Elín Mettu komst Grindavík í sókn sem endar í skalla hjá Rio Hardy sem fer þó framhjá markinu. Eftir þetta náði Valur tíu mínútna kafla með nokkrum góðum færum en ekkert sem komst fram hjá Viviane í marki Grindavíkur. Síðasta korterið var lítið um færi en Rio Hardy heimtaði einu sinni víti eftir frábæra tæklingu frá Malfríði Ernu sem var á réttum stað hér eins og oftast í leiknum. Á 89. mínútu sparkaði Málfríður Erna Sigurðardóttir boltanum í mark Grindavíkur eftir fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju en hún var rangstæð.Hverjar stóðu upp úr? Markmaður Grindavíkur Viviane Holzel Domingues átti leik og var bæði góð í að verja skot og fyrirbyggja þau með að staðsetja sig vel. Kantmenn Vals Hlín og Crystal voru báðar gríðarlega góðar með boltann í kvöld og áttu bakverðir Grindavíkur erfitt með að halda þeim frá teignum. Hvað gekk illa? Skotin hjá Val voru ekki frábær í þessum leik enda skora þær bara eitt mark þrátt fyrir að taka gríðarlegt magn af skotum. Grindavík náði sjaldan að halda boltanum lengi og áttu þær oft dálítið erfitt með að senda hann á milli sín.Hvað gerist næst? Valur verður í pottinum þegar það er dregið í undanúrslit bikarsins á meðan Grindavík einbeitir sér að deildinni og já svo er toppslagur Valur-Þór/Ka á þriðjudaginn sem er auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport.Pétur Pétursson: Mjög ánægður með þennan leik „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og sköpuðum fullt af færum og boltinn gekk vel hjá okkur, ég var mjög ánægður með þennan leik,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir sigurinn á Grindavík um leikinn. „Það var kannski eina sem vantaði uppá að loka þessum leik, almennilega en þær fengu ekkert færi allan leikinn,” sagði Pétur um hvernig Valur náðu að nýta færin sín í þessum leik. „Nei, þetta eru allt erfiðir leikir, það er bara að spila næsta leik,” sagði Pétur um draumaandstæðing í undanúrslitum, Fylkir vann ÍBV fyrr í kvöld og Stjarnan sló Selfoss út í vítaspyrnu keppni einnig í kvöld. Á morgun fer Breiðablik í Breiðholtið og spilar seinasta leikinn í átta liða úrslitunum. „Þetta hafa verið skemmtilegir leikir og þetta verður spennandi leikur á þriðjudaginn,” sagði Pétur um toppslaginn Valur-Þór/KA sem fer fram á Origo-vellinum næsta þriðjudag klukkan 18:00. Ray Anthony: Svekkjandi að fá mark á sig bara í fyrstu sókn „Svekkjandi að fá mark á sig bara í fyrstu sókn, mér fannst við verri aðilinn kannski í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn fannst mér, allavega þar sem ég stóð vera nálægt því að vera 50/50 leikur. Á meðan staðan er ennþá 1-0 er alltaf möguleiki á að jafna og mér fannst svona á köflum eins og við höfðum getað gert það. Þar af leiðandi er mjög svekkjandi að tapa bara 1-0,” sagði Ray um leikinn hér í kvöld. „Bara frábær, hún er frábær markmaður og svo er líka hafsentarnir Linda og Steffi náttúrulega þær loka á ákveðnar stöður sem gerir það auðveldara fyrir markmanninn ég veit það ekki ég er ekki markmaður en þær voru líka mjög góðar, en í heildina var ég bara mjög ánægður með stelpurnar í seinni hálfleik,” sagði Ray þegar hann var spurður um frammistöðu Viviane Holzel í marki Grindavíkur hér í kvöld. „Við reynum alltaf að ná í þessi þrjú stig á heimavelli og markmiðið er nátturulega að halda sér uppi þannig að við þurfum að hala inn stigum sérstaklega á heimavelli,” sagði Ray um leikinn gegn KR næstkomandi miðvikudag. „Ég hugsa að spilamennskan og þær eru orðnar mjög skipulagðar og þær eru ekkert að rjúka úr stöðum kannski í fyrri hálfleik vorum við aðeins að fara úr stöðum en ekki í seinni hálfleik, en bætingin er kannski spilamennskan fyrst og fremst og meira skipulag, varnarlega líka,” sagði Ray um hvernig liðið hans er búið að bæta sig síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Val á heimavelli í upphafi móts.Steffi Hardy: Ég er mjög svekkt „Ég er mjög svekkt, ég held að við hefðum getað fengið eitthvað úr leiknum hér í kvöld, mér fannst við spila nógu vel til þess,” sagði Steffi Hardy miðvörður Grindavíkur um leikinn hér í kvöld. „Við komið saman sem hópur, við höfum bætt við okkur nokkrum leikmönnum og erum byrjaðir að spila meira eins og lið núna” sagði Steffi um framfarir síðan í síðasta leik gegn Val. „Mér fannst við verjast vel í seinni hálfleik, við náðum að verja skot og neita skotum og loka alveg á færin þeirra,” sagði Steffi um þau skot sem Valur tók í seinni hálfleik hér í kvöld. „Þetta var fyrirgjöf á fjærstöngina og það kom seint hlaup inn í teiginn, mér fannst við óheppnar að fá á okkur mark svona snemma í leiknum, því það breytti gang leiksins töluvert,” sagði Steffi um markið frá Stefaníu Ragnarsdóttur í byrjun leiks. Pepsi Max-deild kvenna
Valur vann öruggan 1-0 sigur á Grindavík í átta liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Með sigrinum kemst Valur í undanúrslit bikarsins á meðan Grindavík dettur út. Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru ekki lengi að komast yfir með marki frá Stefaníu Ragnarsdóttur eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðný Gísladóttur. Fyrsta hálftíman var Crystal Thomas með knattrakssýningu á vinstri kantinum og náði hún oft að koma boltanum inn á teiginn fyrir Elín Mettu Jensen og Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur en varnarmenn Grindavíkur voru duglegar að gera skotin þeirra erfið og náðu þær engum mjög hættulegum færum. Grindavík náði tvemur ágætis sóknum á þessum fyrsta hálftíma en Rio Hardy skaut framhjá í einni þeirra en hin endaði í horni sem ekkert kom uppúr. Eftir fyrsta hálftímann fór boltinn meira að vera hægra megin þar sem Hlín Eiríksdóttir var dugleg að koma sér inn í teig og skapa fleiri færi en eina dauðafærið seinasta korterið í fyrri hálfleik kom þegar Elín Metta náði að koma sér upp vinstri kantinn og átti hörkuskot sem fór í slánna og yfir, 1-0 fyrir Val í hálfleik. Grindavík kom betur inn í seinni hálfleikinn og náðu að skapa sér færi strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Valskonur fengu sitt fyrsta færi í seinni hálfleik þegar Elín Metta skýtur framhjá markinu á 53. mínútu. Eiginlega strax eftir skotið hjá Elín Mettu komst Grindavík í sókn sem endar í skalla hjá Rio Hardy sem fer þó framhjá markinu. Eftir þetta náði Valur tíu mínútna kafla með nokkrum góðum færum en ekkert sem komst fram hjá Viviane í marki Grindavíkur. Síðasta korterið var lítið um færi en Rio Hardy heimtaði einu sinni víti eftir frábæra tæklingu frá Malfríði Ernu sem var á réttum stað hér eins og oftast í leiknum. Á 89. mínútu sparkaði Málfríður Erna Sigurðardóttir boltanum í mark Grindavíkur eftir fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju en hún var rangstæð.Hverjar stóðu upp úr? Markmaður Grindavíkur Viviane Holzel Domingues átti leik og var bæði góð í að verja skot og fyrirbyggja þau með að staðsetja sig vel. Kantmenn Vals Hlín og Crystal voru báðar gríðarlega góðar með boltann í kvöld og áttu bakverðir Grindavíkur erfitt með að halda þeim frá teignum. Hvað gekk illa? Skotin hjá Val voru ekki frábær í þessum leik enda skora þær bara eitt mark þrátt fyrir að taka gríðarlegt magn af skotum. Grindavík náði sjaldan að halda boltanum lengi og áttu þær oft dálítið erfitt með að senda hann á milli sín.Hvað gerist næst? Valur verður í pottinum þegar það er dregið í undanúrslit bikarsins á meðan Grindavík einbeitir sér að deildinni og já svo er toppslagur Valur-Þór/Ka á þriðjudaginn sem er auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport.Pétur Pétursson: Mjög ánægður með þennan leik „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og sköpuðum fullt af færum og boltinn gekk vel hjá okkur, ég var mjög ánægður með þennan leik,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir sigurinn á Grindavík um leikinn. „Það var kannski eina sem vantaði uppá að loka þessum leik, almennilega en þær fengu ekkert færi allan leikinn,” sagði Pétur um hvernig Valur náðu að nýta færin sín í þessum leik. „Nei, þetta eru allt erfiðir leikir, það er bara að spila næsta leik,” sagði Pétur um draumaandstæðing í undanúrslitum, Fylkir vann ÍBV fyrr í kvöld og Stjarnan sló Selfoss út í vítaspyrnu keppni einnig í kvöld. Á morgun fer Breiðablik í Breiðholtið og spilar seinasta leikinn í átta liða úrslitunum. „Þetta hafa verið skemmtilegir leikir og þetta verður spennandi leikur á þriðjudaginn,” sagði Pétur um toppslaginn Valur-Þór/KA sem fer fram á Origo-vellinum næsta þriðjudag klukkan 18:00. Ray Anthony: Svekkjandi að fá mark á sig bara í fyrstu sókn „Svekkjandi að fá mark á sig bara í fyrstu sókn, mér fannst við verri aðilinn kannski í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn fannst mér, allavega þar sem ég stóð vera nálægt því að vera 50/50 leikur. Á meðan staðan er ennþá 1-0 er alltaf möguleiki á að jafna og mér fannst svona á köflum eins og við höfðum getað gert það. Þar af leiðandi er mjög svekkjandi að tapa bara 1-0,” sagði Ray um leikinn hér í kvöld. „Bara frábær, hún er frábær markmaður og svo er líka hafsentarnir Linda og Steffi náttúrulega þær loka á ákveðnar stöður sem gerir það auðveldara fyrir markmanninn ég veit það ekki ég er ekki markmaður en þær voru líka mjög góðar, en í heildina var ég bara mjög ánægður með stelpurnar í seinni hálfleik,” sagði Ray þegar hann var spurður um frammistöðu Viviane Holzel í marki Grindavíkur hér í kvöld. „Við reynum alltaf að ná í þessi þrjú stig á heimavelli og markmiðið er nátturulega að halda sér uppi þannig að við þurfum að hala inn stigum sérstaklega á heimavelli,” sagði Ray um leikinn gegn KR næstkomandi miðvikudag. „Ég hugsa að spilamennskan og þær eru orðnar mjög skipulagðar og þær eru ekkert að rjúka úr stöðum kannski í fyrri hálfleik vorum við aðeins að fara úr stöðum en ekki í seinni hálfleik, en bætingin er kannski spilamennskan fyrst og fremst og meira skipulag, varnarlega líka,” sagði Ray um hvernig liðið hans er búið að bæta sig síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Val á heimavelli í upphafi móts.Steffi Hardy: Ég er mjög svekkt „Ég er mjög svekkt, ég held að við hefðum getað fengið eitthvað úr leiknum hér í kvöld, mér fannst við spila nógu vel til þess,” sagði Steffi Hardy miðvörður Grindavíkur um leikinn hér í kvöld. „Við komið saman sem hópur, við höfum bætt við okkur nokkrum leikmönnum og erum byrjaðir að spila meira eins og lið núna” sagði Steffi um framfarir síðan í síðasta leik gegn Val. „Mér fannst við verjast vel í seinni hálfleik, við náðum að verja skot og neita skotum og loka alveg á færin þeirra,” sagði Steffi um þau skot sem Valur tók í seinni hálfleik hér í kvöld. „Þetta var fyrirgjöf á fjærstöngina og það kom seint hlaup inn í teiginn, mér fannst við óheppnar að fá á okkur mark svona snemma í leiknum, því það breytti gang leiksins töluvert,” sagði Steffi um markið frá Stefaníu Ragnarsdóttur í byrjun leiks.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti