Ólafía höggi frá því að komast áfram Ísak Jasonarson skrifar 30. júní 2018 01:15 Ólafía á mótinu vestanhafs. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á KPMG PGA meistaramótinu, þriðja risamóti ársins, sem fer fram í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slæman endasprett. Ólafía hóf leik á 10. teig á hring dagsins og byrjaði ekki nógu vel en hún var komin tvö högg yfir par eftir fjórar holur. Hún svaraði því hins vegar frábærlega með fuglum á 14. og 15. holu og var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu fór svo að halla undan fæti hjá Ólafíu sem fékk skolla á 2., 4. og 6. holu og var þá komin á 4 yfir í heildina. Á þeim tímapunkti var í fyrsta skiptið útlit fyrir að hún væri úr leik í mótinu. Skolli á 8. holu gerði svo endanlega út um vonir hennar þar sem hún var þá komin á 5 högg yfir par. Fugl á 9. holu dugði ekki til að komast áfram en hún endaði að lokum höggi frá niðurskurðarlínunni. Ólafía Þórunn var að leika í annað skiptið í þessu risamóti en hún lék einnig í því í fyrra. Þá komst hún ekki heldur í gegnum niðurskurðinn.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á KPMG PGA meistaramótinu, þriðja risamóti ársins, sem fer fram í Illinois fylki í Bandaríkjunum. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir slæman endasprett. Ólafía hóf leik á 10. teig á hring dagsins og byrjaði ekki nógu vel en hún var komin tvö högg yfir par eftir fjórar holur. Hún svaraði því hins vegar frábærlega með fuglum á 14. og 15. holu og var á parinu eftir fyrri níu holurnar. Á seinni níu fór svo að halla undan fæti hjá Ólafíu sem fékk skolla á 2., 4. og 6. holu og var þá komin á 4 yfir í heildina. Á þeim tímapunkti var í fyrsta skiptið útlit fyrir að hún væri úr leik í mótinu. Skolli á 8. holu gerði svo endanlega út um vonir hennar þar sem hún var þá komin á 5 högg yfir par. Fugl á 9. holu dugði ekki til að komast áfram en hún endaði að lokum höggi frá niðurskurðarlínunni. Ólafía Þórunn var að leika í annað skiptið í þessu risamóti en hún lék einnig í því í fyrra. Þá komst hún ekki heldur í gegnum niðurskurðinn.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira