Aukin áhersla á forvarnastarf og samskipti við ferðamenn á hálendisvaktinni Gissur Sigurðsson skrifar 29. júní 2018 15:30 Aukin áhersla verður lögð á samskipti og forvarnastarf við ferðamenn á hálendinu, af hálfu hálendisvaktar Landsbjargar, sem hefst í dag, 13. árið í röð. Um tvö þúsund tilvik koma að jafnaði til kasta vaktarinnar á hverju sumri. Þessi störf eru unnin í sjálfboðavinnu eins og verið hefur en vaktin verður á þremur stöðum á hálendinu. „Við verðum staðsett á þremur stöðum á hálendinu, að Fjallabaki í Landmannalaugum, á Sprengisandi í Nýjadal og norðan Vatnajökuls við Drekagil. Svo verðum við með svona viðbót í sumar, það er að segja við verðum í Skaftafelli í fjórar vikur sem við köllum svona viðbragðsvakt sem er angi af hálendisvaktinni,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörg, en hálendisvaktin er nú annað röð í Skaftafelli.Hversu mörg mál koma til kasta vaktarinnar á hverju sumri? „Síðustu ár hafa þetta verið um 2000 atvik og af þeim eru kannski svona 15 til 20 prósent, 200 til 300 atvik, sem eru það sem við köllum F1, 2 eða 3 sem eru alvarlegri atvik. Hitt er minniháttar og svona atvik sem við leysum af því að við erum á staðnum.“Eru þið að breyta eitthvað áherslum, vera meira fyrirbyggjandi en áður? „Já, við erum aðeins að því. Hálendisvaktin er auðvitað fyrst og fremst viðvera á hálendinu og vera til staðar ef það koma upp óhöpp en við höfum verið að leggja meiri áherslu á slysavarnirnar og erum að fræða ferðamenn um veður, færð og aðstæður. Í samvinnu við breska sendiráðið erum við að prófa að spjaldtölvuvæða hópana þannig að við verðum með spjaldtölvur til að geta sýnt mönnum veðurspár, færðarkort og láta þá fylla inn ferðaáætlanir og þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24 Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56 Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Aukin áhersla verður lögð á samskipti og forvarnastarf við ferðamenn á hálendinu, af hálfu hálendisvaktar Landsbjargar, sem hefst í dag, 13. árið í röð. Um tvö þúsund tilvik koma að jafnaði til kasta vaktarinnar á hverju sumri. Þessi störf eru unnin í sjálfboðavinnu eins og verið hefur en vaktin verður á þremur stöðum á hálendinu. „Við verðum staðsett á þremur stöðum á hálendinu, að Fjallabaki í Landmannalaugum, á Sprengisandi í Nýjadal og norðan Vatnajökuls við Drekagil. Svo verðum við með svona viðbót í sumar, það er að segja við verðum í Skaftafelli í fjórar vikur sem við köllum svona viðbragðsvakt sem er angi af hálendisvaktinni,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörg, en hálendisvaktin er nú annað röð í Skaftafelli.Hversu mörg mál koma til kasta vaktarinnar á hverju sumri? „Síðustu ár hafa þetta verið um 2000 atvik og af þeim eru kannski svona 15 til 20 prósent, 200 til 300 atvik, sem eru það sem við köllum F1, 2 eða 3 sem eru alvarlegri atvik. Hitt er minniháttar og svona atvik sem við leysum af því að við erum á staðnum.“Eru þið að breyta eitthvað áherslum, vera meira fyrirbyggjandi en áður? „Já, við erum aðeins að því. Hálendisvaktin er auðvitað fyrst og fremst viðvera á hálendinu og vera til staðar ef það koma upp óhöpp en við höfum verið að leggja meiri áherslu á slysavarnirnar og erum að fræða ferðamenn um veður, færð og aðstæður. Í samvinnu við breska sendiráðið erum við að prófa að spjaldtölvuvæða hópana þannig að við verðum með spjaldtölvur til að geta sýnt mönnum veðurspár, færðarkort og láta þá fylla inn ferðaáætlanir og þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24 Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56 Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24
Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56
Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02