Erlent

Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Arron Banks og Nigel Farage.
Arron Banks og Nigel Farage. Vísir/EPA
Auðjöfurinn Arron Banks, sem stofnaði samtökin Leave.EU, segist vera fórnarlamb „pólitískra nornaveiða“ eftir að í ljós kom að hann var í samskiptum við starfsmenn sendiráðs Rússlands í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu.

Banks, sem gef minnst tólf milljónir punda til samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu, mun svara spurningum þingmanna um málið í vikunni.

Hann hefur ítrekað neitað fyrir aðkomu Rússa að hreyfingunni og sömuleiðis hefur hann neitað því að peningar frá Rússlandi hafi verið notaðir. Í yfirlýsingu í fyrra sagðist hann hafa átt einn hádegisverð í sendiráði Rússlands.

Á vef Guardian er farið yfir um 40 þúsund tölvupósta sem varpa ljósi á ítrekaða fundi Banks með rússneskum embættismönnum. Þar á meðal eru tveir fundir í sömu vikunni og Leave.EU var stofnað, ferð til Moskvu og að fundirnir hafi haldið áfram í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna. Banks, Farage og Andy Wigmore, viðskiptafélagi Banks og talsmaður Leave, tóku þátt í kosningabaráttu Donald Trump.



Banks birti í fyrstu bréf þar sem hann sagðist ekki ætla að svara spurningum þingmanna og sakaði þá, ásamt fjölmiðlum og þeim sem börðust fyrir því að Bretland yrði áfram í ESB, um samsæri gegn sér.

Haft er eftir Banks á vef BBC að hann hafi farið í „tvo hádegisverði með sendiherra Rússland og einu sinni drukkið te með honum. Bíttu mig. Þetta eru hefðbundnar pólitískar nornaveiðar, bæði vegna Brexit og Trump.“



Sendiráð Rússlands segist ekki hafa haft afskipti af stjórnmálum Bretlands. Það sé hlutverk allra sendiráða að vera í samskiptum við öll stjórnmálaöfl

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×