Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 13:45 Framferði Trump í kringum G7-fundinn vakti upp spurningar um hvort hann hefði snúið baki við vestrænni samvinnu. Macron Frakklandsforseti horfir á bandaríska starfsbróður sinn sposkur á svip. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna hefur undanfarið höggvið sprungur í áratugalangt bandalag vestrænna ríkja með hótunum og gífuryrðum í tengslum við G7-fundinn um liðna helgi. Stjórnmálafræðingur segir Evrópuríki og Kanada þurfa að taka af skarið um stefnu heimsins í ríkari mæli. Formaður Varðbergs segir vestrænt samstarf hafa staðið af sér djúpstæðari ágreining en þann sem nú er uppi. Fundar G7-ríkjanna svonefndu um helgina verður helst minnst fyrir spennu á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og leiðtoga hinna ríkjanna sex vegna viðskipta og tolla. Í aðdraganda fundarins hafði Trump skellt verndartollum á innflutt stál og ál frá þeim. Trump hótaði síðan þessum elstu bandalagsþjóðum Bandaríkjanna meðal annars að hætta öllum viðskiptum við þau ef þau felldu ekki niður alla tolla á bandarískar vörur. Auk Bandaríkjanna mynda Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland G7-hópinn. Eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á blaðamannafundi eftir að Trump var farinn að kanadísk stjórnvöld myndu mæta tollum Bandaríkjanna brugðust Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans illir við. Trump sakaði Trudeau um „óheiðarleika“ og rangfærslur. Orð Trudeau voru jafnvel sögð grafa undan Trump fyrir fyrirhugaðan fund hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, á morgun. Ráðgjafar Trump gengu enn lengra. Einn sagði Trudeau hafa stungið Bandaríkin í bakið. Annar sagði að „sérstakur staður í helvíti“ væri fyrir kanadíska forsætisráðherrann.Erfitt fyrir Evrópu að fylla í skarð Bandaríkjanna Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, segir stöðuna eftir G7-fundinn óvenjulega. Þótt ríkin hafi oft tekist hart á hafi þessum fundum ætíð lokið með sameiginlegri niðurstöðu. Trump skipaði fulltrúum sínum hins vegar að leggja nafn sitt ekki við yfirlýsingu fundarins að þessu sinni. G7-ríkin hafi litið á sig sem bandamenn og helstu málsvara frelsis í viðskiptum, lýðræðis og mannréttinda. Athyglisvert sé að Bandaríkin, sem hafi leitt hópinn, skuli brjóta samstarfið upp með þessum hætti. „Það sem þetta kallar á og hefur legið fyrir frá því að Trump var kjörinn er að önnur ríki í þessum hópi, og jafnvel ríki fyrir utan þennan hóp, verða í meira mæli að taka af skarið hvert þau vilja að heimurinn stefni. Þá á ég við að taka af skarið hvað varðar aukið frelsi í viðskiptum, afvopnun eða frekari vígvæðingu ef þau telja öryggi sínu ógnað,“ segir Baldur. Þannig hefur Evrópusambandið undir forystu Þjóðverja og Frakka og Kínverjar tekið við forystu á tilteknum sviðum eins og í loftslagsmálum og málefnum Írans. Trump hefur dregið Bandaríkin út úr bæði Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum og kjarnorkusamningnum við Íran. „Núna reynir fyrst á þau af alvöru,“ segir Baldur um Evrópuríkin.Baldur segir framferði Trump nú ekki koma á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga hans í kosningabaráttunni og sem forseti.VísirÞrátt fyrir að Evrópa hafi í reynd þegar tekið við siðferðislegu leiðtogahlutverki í heiminum af Bandaríkjunum að mati Baldurs telur hann erfitt fyrir leiðtoga álfunnar að fylla skarð Bandaríkjanna í heimsmálunum að öllu leyti. Til þess séu ríkin of háð Bandaríkjunum í bæði efnahagslegu og hernaðarlegu tilliti. „Í vaxandi mæli er það að gerast að ríki heims eru að reyna að koma skikki á heimsmálin með Bandaríkin fyrir utan en þau eru samt með þetta gríðarlega vægi sitt,“ segir Baldur. Stöðu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, telur Baldur ívið sterkari nú en fyrir nokkrum misserum. Bæði hafi nokkuð skýrt umboð heima fyrir til að taka af skarið. „Það sem veikir hins vegar Evrópu er gríðarlega veik staða bresku ríkisstjórnarinnar út af Brexit. Það er allt einfaldlega í kaos í breskum stjórnmálum vegna Brexit og ágreinings innan Íhaldsflokksins,“ segir Baldur.Hafa staðið af sér djúpstæðari ágreining áður Samskipti vestrænna ríkja hafa verið með allt öðrum hætti en áður í tíð Trump Bandaríkjaforseta að sögn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Hver niðurstaðan verður, hvort þetta er meira í orði en á borði kemur í ljós,“ segir hann. Menn hafi oft talið að fleygur væri að myndast í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu á undanförnum áratugum en sú hafi aldrei orðið raunin. Birni finnst ólíklegt að breyting verði þar á að þessu sinni. Tónninn í samskiptunum sé hins vegar óvenjuharður. „Þetta er náttúrulega ótrúlega hörð orðaskipti sem menn eiga um þessi mál,“ segir Björn sem telur sérkennilegt af ráðgjöfum Trump að velja Trudeau þau orð að hans bíði sérstakur staður í helvíti miðað við það sem kanadíski forsætisráðherrann sagði. „Að telja það að menn séu ósammála Trump leiði til þess að hann eigi undir högg að sækja í samskiptum sínum við Kim Jong-un, þetta er allt sett í eitthvað samhengi sem er mjög óvanalegt,“ segir Björn. Trump hefur einnig hamast gegn Evrópuþjóðum sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og krafið þær um að verja meira fé til eigin varna. Þá vakti athygli þegar Trump lét hjá líða að ítreka skuldbindingu Bandaríkjanna um að þau kæmu NATO-ríkjunum til varnar ef ráðist yrði á þau þegar hann ávarpaði þing þess í fyrra. Hvað varðar NATO segir Björn að engir brestir hafi komið í það samstarf þrátt fyrir að aðildarríki þessi hafi skipst á skoðunum um einstök mál í gegnum tíðina. „Ég held að við séum ekki á neinum þeim tímamótum að það sé slík sprunga komin að menn fari að draga ályktanir um að þetta sé eitthvað að springa,“ segir Björn sem telur mun alvarlegri og djúpstæðari ágreiningsmál hafa komið upp í öryggismálum á milli Evrópu og Bandaríkjanna en nú er.Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið.Vísir/GVAViðhorf Trump komin til að vera í Bandaríkjunum Hvaða hag sér Bandaríkjaforseti sér í því að efna til illinda við nánustu bandalagsríki Bandaríkjanna til margra áratuga og grafa undan alþjóðakerfi sem Bandaríkin hafa umfram önnur ríki átt þátt í að koma á? Bæði Björn og Baldur segja framferði Trump nú í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar hans sem forseta og í kosningabaráttunni. Þar talaði hann um að Evrópuríki verði að greiða fyrir eigin hernaðarvarnir í ríkari mæli og að þau þurfi að fella niður viðskiptahindranir og niðurgreiðslur til iðngreina sem eiga í samkeppni við Bandaríkin. „Honum finnst ekki rétt skipt og þeim sem standa honum næst í Bandaríkjunum og í Repúblikanaflokknum. Hann hefur í vaxandi mæli hópað í kringum sig harðlínumönnum. Þeim finnst bara ekki rétt gefið í þessum samskiptum við vinaþjóðir. Þeir ætla bara núna að láta sverfa til stáls, bæði hvað viðskipti varðar og útgjöld til hermála,“ segir Baldur. ESB og Kanada hafa lýst því yfir að þau ætli að svara verndartollum Trump í sömu mynt. Baldur spyr sig hins vegar hvort gagnaðgerðir og að munnhöggvast við Trump í fjölmiðlum séu rétta leiðin til að bregðast við. Það geri Trump aðeins harðari í afstöðu sinni gagnvart þeim. „Það er gott til heimabrúks. Það getur aukið vinsældir manna að vera á móti Trump í Kanada og Evrópu en hvort að það sé til þess að bæta samskiptin og koma þeim á einhvern grundvöll þar sem þessi lýðræðisríki geta unnið saman veit ég ekki,“ segir hann. Þá telur Baldur að viðhorf Trump séu komin til að vera í Bandaríkjunum, að minnsta kosti um hríð. Þau viðhorf hafi verið til staðar en ekki náð yfirhöndinni fyrr en nú. Þau verði áberandi í bandarískum stjórnmálum hvort sem Trump fer frá völdum eftir þrjú ár eða sjö. „Það er bara sá veruleiki sem þessi lýðræðisríki, samstarfsríki Bandaríkjanna standa frammi fyrir. Þau verða einfaldlega að búa sig undir það að bæði hann og aðrir forseta Bandaríkjanna geti verið með þessa stefnu,“ segir Baldur. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur undanfarið höggvið sprungur í áratugalangt bandalag vestrænna ríkja með hótunum og gífuryrðum í tengslum við G7-fundinn um liðna helgi. Stjórnmálafræðingur segir Evrópuríki og Kanada þurfa að taka af skarið um stefnu heimsins í ríkari mæli. Formaður Varðbergs segir vestrænt samstarf hafa staðið af sér djúpstæðari ágreining en þann sem nú er uppi. Fundar G7-ríkjanna svonefndu um helgina verður helst minnst fyrir spennu á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og leiðtoga hinna ríkjanna sex vegna viðskipta og tolla. Í aðdraganda fundarins hafði Trump skellt verndartollum á innflutt stál og ál frá þeim. Trump hótaði síðan þessum elstu bandalagsþjóðum Bandaríkjanna meðal annars að hætta öllum viðskiptum við þau ef þau felldu ekki niður alla tolla á bandarískar vörur. Auk Bandaríkjanna mynda Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland G7-hópinn. Eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á blaðamannafundi eftir að Trump var farinn að kanadísk stjórnvöld myndu mæta tollum Bandaríkjanna brugðust Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans illir við. Trump sakaði Trudeau um „óheiðarleika“ og rangfærslur. Orð Trudeau voru jafnvel sögð grafa undan Trump fyrir fyrirhugaðan fund hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, á morgun. Ráðgjafar Trump gengu enn lengra. Einn sagði Trudeau hafa stungið Bandaríkin í bakið. Annar sagði að „sérstakur staður í helvíti“ væri fyrir kanadíska forsætisráðherrann.Erfitt fyrir Evrópu að fylla í skarð Bandaríkjanna Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, segir stöðuna eftir G7-fundinn óvenjulega. Þótt ríkin hafi oft tekist hart á hafi þessum fundum ætíð lokið með sameiginlegri niðurstöðu. Trump skipaði fulltrúum sínum hins vegar að leggja nafn sitt ekki við yfirlýsingu fundarins að þessu sinni. G7-ríkin hafi litið á sig sem bandamenn og helstu málsvara frelsis í viðskiptum, lýðræðis og mannréttinda. Athyglisvert sé að Bandaríkin, sem hafi leitt hópinn, skuli brjóta samstarfið upp með þessum hætti. „Það sem þetta kallar á og hefur legið fyrir frá því að Trump var kjörinn er að önnur ríki í þessum hópi, og jafnvel ríki fyrir utan þennan hóp, verða í meira mæli að taka af skarið hvert þau vilja að heimurinn stefni. Þá á ég við að taka af skarið hvað varðar aukið frelsi í viðskiptum, afvopnun eða frekari vígvæðingu ef þau telja öryggi sínu ógnað,“ segir Baldur. Þannig hefur Evrópusambandið undir forystu Þjóðverja og Frakka og Kínverjar tekið við forystu á tilteknum sviðum eins og í loftslagsmálum og málefnum Írans. Trump hefur dregið Bandaríkin út úr bæði Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum og kjarnorkusamningnum við Íran. „Núna reynir fyrst á þau af alvöru,“ segir Baldur um Evrópuríkin.Baldur segir framferði Trump nú ekki koma á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga hans í kosningabaráttunni og sem forseti.VísirÞrátt fyrir að Evrópa hafi í reynd þegar tekið við siðferðislegu leiðtogahlutverki í heiminum af Bandaríkjunum að mati Baldurs telur hann erfitt fyrir leiðtoga álfunnar að fylla skarð Bandaríkjanna í heimsmálunum að öllu leyti. Til þess séu ríkin of háð Bandaríkjunum í bæði efnahagslegu og hernaðarlegu tilliti. „Í vaxandi mæli er það að gerast að ríki heims eru að reyna að koma skikki á heimsmálin með Bandaríkin fyrir utan en þau eru samt með þetta gríðarlega vægi sitt,“ segir Baldur. Stöðu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, telur Baldur ívið sterkari nú en fyrir nokkrum misserum. Bæði hafi nokkuð skýrt umboð heima fyrir til að taka af skarið. „Það sem veikir hins vegar Evrópu er gríðarlega veik staða bresku ríkisstjórnarinnar út af Brexit. Það er allt einfaldlega í kaos í breskum stjórnmálum vegna Brexit og ágreinings innan Íhaldsflokksins,“ segir Baldur.Hafa staðið af sér djúpstæðari ágreining áður Samskipti vestrænna ríkja hafa verið með allt öðrum hætti en áður í tíð Trump Bandaríkjaforseta að sögn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi dómsmálaráðherra. „Hver niðurstaðan verður, hvort þetta er meira í orði en á borði kemur í ljós,“ segir hann. Menn hafi oft talið að fleygur væri að myndast í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu á undanförnum áratugum en sú hafi aldrei orðið raunin. Birni finnst ólíklegt að breyting verði þar á að þessu sinni. Tónninn í samskiptunum sé hins vegar óvenjuharður. „Þetta er náttúrulega ótrúlega hörð orðaskipti sem menn eiga um þessi mál,“ segir Björn sem telur sérkennilegt af ráðgjöfum Trump að velja Trudeau þau orð að hans bíði sérstakur staður í helvíti miðað við það sem kanadíski forsætisráðherrann sagði. „Að telja það að menn séu ósammála Trump leiði til þess að hann eigi undir högg að sækja í samskiptum sínum við Kim Jong-un, þetta er allt sett í eitthvað samhengi sem er mjög óvanalegt,“ segir Björn. Trump hefur einnig hamast gegn Evrópuþjóðum sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og krafið þær um að verja meira fé til eigin varna. Þá vakti athygli þegar Trump lét hjá líða að ítreka skuldbindingu Bandaríkjanna um að þau kæmu NATO-ríkjunum til varnar ef ráðist yrði á þau þegar hann ávarpaði þing þess í fyrra. Hvað varðar NATO segir Björn að engir brestir hafi komið í það samstarf þrátt fyrir að aðildarríki þessi hafi skipst á skoðunum um einstök mál í gegnum tíðina. „Ég held að við séum ekki á neinum þeim tímamótum að það sé slík sprunga komin að menn fari að draga ályktanir um að þetta sé eitthvað að springa,“ segir Björn sem telur mun alvarlegri og djúpstæðari ágreiningsmál hafa komið upp í öryggismálum á milli Evrópu og Bandaríkjanna en nú er.Björn Bjarnason hefur fylgst náið með vestrænni samvinnu um áratugaskeið.Vísir/GVAViðhorf Trump komin til að vera í Bandaríkjunum Hvaða hag sér Bandaríkjaforseti sér í því að efna til illinda við nánustu bandalagsríki Bandaríkjanna til margra áratuga og grafa undan alþjóðakerfi sem Bandaríkin hafa umfram önnur ríki átt þátt í að koma á? Bæði Björn og Baldur segja framferði Trump nú í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar hans sem forseta og í kosningabaráttunni. Þar talaði hann um að Evrópuríki verði að greiða fyrir eigin hernaðarvarnir í ríkari mæli og að þau þurfi að fella niður viðskiptahindranir og niðurgreiðslur til iðngreina sem eiga í samkeppni við Bandaríkin. „Honum finnst ekki rétt skipt og þeim sem standa honum næst í Bandaríkjunum og í Repúblikanaflokknum. Hann hefur í vaxandi mæli hópað í kringum sig harðlínumönnum. Þeim finnst bara ekki rétt gefið í þessum samskiptum við vinaþjóðir. Þeir ætla bara núna að láta sverfa til stáls, bæði hvað viðskipti varðar og útgjöld til hermála,“ segir Baldur. ESB og Kanada hafa lýst því yfir að þau ætli að svara verndartollum Trump í sömu mynt. Baldur spyr sig hins vegar hvort gagnaðgerðir og að munnhöggvast við Trump í fjölmiðlum séu rétta leiðin til að bregðast við. Það geri Trump aðeins harðari í afstöðu sinni gagnvart þeim. „Það er gott til heimabrúks. Það getur aukið vinsældir manna að vera á móti Trump í Kanada og Evrópu en hvort að það sé til þess að bæta samskiptin og koma þeim á einhvern grundvöll þar sem þessi lýðræðisríki geta unnið saman veit ég ekki,“ segir hann. Þá telur Baldur að viðhorf Trump séu komin til að vera í Bandaríkjunum, að minnsta kosti um hríð. Þau viðhorf hafi verið til staðar en ekki náð yfirhöndinni fyrr en nú. Þau verði áberandi í bandarískum stjórnmálum hvort sem Trump fer frá völdum eftir þrjú ár eða sjö. „Það er bara sá veruleiki sem þessi lýðræðisríki, samstarfsríki Bandaríkjanna standa frammi fyrir. Þau verða einfaldlega að búa sig undir það að bæði hann og aðrir forseta Bandaríkjanna geti verið með þessa stefnu,“ segir Baldur.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06