Borgarstjórinn í Moskvu gefur grænt ljós á Íslendingapartý Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 20:45 Upphitunin fer fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Wiki Commons Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira