Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2018 22:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15