Einræðisherra í ímyndarherferð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2018 10:00 Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun