Erlent ferðaþjónustufyrirtæki þrýsti á breytingar á lagafrumvarpi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Vísir/vilhelm Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06