Bestu stiklurnar frá E3 Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2018 12:30 Af nógu er að taka. Stærstu leikjaframleiðendur heimsins hafa um helgina kynnt nýja leiki og birt birt stiklur í massavís á E3 ráðstefnunni í Los Angeles. Eins og undanfarin ár var mikið um framhaldsleiki og hefur þeirra jafnvel verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hér að neðan má sjá stiklað á stóru yfir bestu stiklur helgarinnar. Stiklurnar eru lauslega flokkaðar eftir fyrirtækjum en kynning Nintendo mun fara fram í dag.HALO Infinite Microsoft tilkynnti framleiðslu nýs leiks um Master Chief.Sekiro: Shadows Die Twice From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Dark Souls leikina kynntu nýjan leik.Crackdown 3 Terry Crews sló í gegn í stiklunni fyrir Crackdown 3, eins og hann gerir alltaf.Metro Exodus Metro serían hefur vakið mikla lukku í gegnum tíðina. Artyom og félagar búa í neðanjarðarlestakerfi Moskvu eftir að heimurinn fórst i kjarnorkueldi og nú er komið að því að fara upp á yfirborðið.Dying Light 2 Fimmtán ár eru liðin frá því að hinir dauðu risu á fætur. Þeir sem lifðu af þurfa að byggja upp nýtt samfélag.Gears of War 5 Fimmti leikurinn í Gears of War seríunni var kynntur á E3 og mun hann koma út á næsta ári.Cyberpunk 2077 Það eru rúm fimm ár liðin frá því að CD Projekt Red opinberaði Cyberpunk 2077. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá þeim um leikinn. Nú fengum við meðal annars að sjá stiklu.The Last of Us 2 Ellie er mætt aftur. Sony sýndi í gær langa stiklu sem sýndi spilun leiksins og ýmislegt annað.Ghost of Tsushima Sucker Punch birti nýja stiklu fyrir leikinn Ghost of Tsushima, sem mun setja spilara í skó samúrai stríðsmanns sem lifði árás Mongóla á eyjuna Tsushima árið 1274. Leikurinn gerist í opnum heimi og sem síðasti samúrai-inn munu spilarar þurfa að beita öllum brögðum til að berjast gegn innrás Mongóla. Það er óhætt að segja að leikurinn líti mjög vel út.Death Stranding Við fengum loksins að sjá meira frá nýjasta leik Hideo Kojima, Death Stranding. Stiklan staðfestir í raun að umhverfi leiksins byggir á Íslandi en líkindin eru gífurleg. Hinsvegar útskýrir stiklan þó ekki enn út á hvað leikurinn gengur.Spiderman Peter Parker er kominn aftur í Spiderman búninginn og hann er í vandræðum.Resident Evil 2 Sony Sýndi mjög svo ógnvekjandi stiklu fyrir Resident Evil 2.Skull and Bones Það er búið að reka alla sjóræningjana frá karabíuhafinu og því sneru þeir sé að Indlandshafi. Skull and Bones er fjölspilunarleikur sem byggir að miklu leyti á Assassins Creed: Black Flag. Ubisoft sýndi í gær bæði stiklu og spilun leiksins sem sjá má í myndbandinu hér að neðan.Assassins Creed Odyssey Nýjasti Assassins Creed leikurinn gerist rúmum fjögur hundrað árum fyrir Krist í Grikklandi. Hér má sjá stikluna og frekari upplýsingar um leikinn.Fallout 76 Bethesda kynnti nýjan leik í Fallout seríunni sem gerist í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er fjölspilunarleikur sem mun gerast á stærðarinnar korti.Elder Scrolls 6 Bethesda kynnti einnig leik sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju. Sjötta leikinn í Elder Scrolls seríunni. Við fengum þó ekki mikið út úr þessari kynningu annað en að framleiðendurnir virðast vera búnir að ákveða hvar í Tamriel leikurinn gerist að þessu sinni.Doom Eternal Nýr Doom leikur var einnig kynntur. Svo virðist sem að helvíti sé komið til jarðarinnar.Rage 2 Bethesda sýndi einnig úr leiknum Rage 2.Anthem Nýjasti leikur Bioware, Anthem, var kynntur rækilega á E3. Spilarar munu geta tekið höndum saman, skellt sér í nokkurs konar „Iron-Man“ búninga og barist við geimverur í stórum opnum heimi.FIFA 2019 Nýtt ár, nýr FIFA.Madden NFL 19 Auðvitað kynnti EA einnig nýjan Madden.Battlefield 5 EA sýndi einnig stiklu fyrir fjölspilunina í Battlefield 5, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrir neðan stikluna má svo sjá spilun leiksins.Just Cause 4 Þeir eru fáir sem geta valdið jafn miklum usla og Rico Rodriguez. Square Enix kynnti nýjan leik um þá ofurhetju.Shadow of the Tomb Raider Lara Croft hefur notið mikillar hylli í gegnum tíðina og er enn einn leikurinn á leiðinni.The Quiet Man Ein af undarlegri stiklum E3 þetta árið var án efa stikla leiksins The Quiet Man. Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Stærstu leikjaframleiðendur heimsins hafa um helgina kynnt nýja leiki og birt birt stiklur í massavís á E3 ráðstefnunni í Los Angeles. Eins og undanfarin ár var mikið um framhaldsleiki og hefur þeirra jafnvel verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hér að neðan má sjá stiklað á stóru yfir bestu stiklur helgarinnar. Stiklurnar eru lauslega flokkaðar eftir fyrirtækjum en kynning Nintendo mun fara fram í dag.HALO Infinite Microsoft tilkynnti framleiðslu nýs leiks um Master Chief.Sekiro: Shadows Die Twice From Software, sem eru hvað þekktastir fyrir Dark Souls leikina kynntu nýjan leik.Crackdown 3 Terry Crews sló í gegn í stiklunni fyrir Crackdown 3, eins og hann gerir alltaf.Metro Exodus Metro serían hefur vakið mikla lukku í gegnum tíðina. Artyom og félagar búa í neðanjarðarlestakerfi Moskvu eftir að heimurinn fórst i kjarnorkueldi og nú er komið að því að fara upp á yfirborðið.Dying Light 2 Fimmtán ár eru liðin frá því að hinir dauðu risu á fætur. Þeir sem lifðu af þurfa að byggja upp nýtt samfélag.Gears of War 5 Fimmti leikurinn í Gears of War seríunni var kynntur á E3 og mun hann koma út á næsta ári.Cyberpunk 2077 Það eru rúm fimm ár liðin frá því að CD Projekt Red opinberaði Cyberpunk 2077. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá þeim um leikinn. Nú fengum við meðal annars að sjá stiklu.The Last of Us 2 Ellie er mætt aftur. Sony sýndi í gær langa stiklu sem sýndi spilun leiksins og ýmislegt annað.Ghost of Tsushima Sucker Punch birti nýja stiklu fyrir leikinn Ghost of Tsushima, sem mun setja spilara í skó samúrai stríðsmanns sem lifði árás Mongóla á eyjuna Tsushima árið 1274. Leikurinn gerist í opnum heimi og sem síðasti samúrai-inn munu spilarar þurfa að beita öllum brögðum til að berjast gegn innrás Mongóla. Það er óhætt að segja að leikurinn líti mjög vel út.Death Stranding Við fengum loksins að sjá meira frá nýjasta leik Hideo Kojima, Death Stranding. Stiklan staðfestir í raun að umhverfi leiksins byggir á Íslandi en líkindin eru gífurleg. Hinsvegar útskýrir stiklan þó ekki enn út á hvað leikurinn gengur.Spiderman Peter Parker er kominn aftur í Spiderman búninginn og hann er í vandræðum.Resident Evil 2 Sony Sýndi mjög svo ógnvekjandi stiklu fyrir Resident Evil 2.Skull and Bones Það er búið að reka alla sjóræningjana frá karabíuhafinu og því sneru þeir sé að Indlandshafi. Skull and Bones er fjölspilunarleikur sem byggir að miklu leyti á Assassins Creed: Black Flag. Ubisoft sýndi í gær bæði stiklu og spilun leiksins sem sjá má í myndbandinu hér að neðan.Assassins Creed Odyssey Nýjasti Assassins Creed leikurinn gerist rúmum fjögur hundrað árum fyrir Krist í Grikklandi. Hér má sjá stikluna og frekari upplýsingar um leikinn.Fallout 76 Bethesda kynnti nýjan leik í Fallout seríunni sem gerist í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er fjölspilunarleikur sem mun gerast á stærðarinnar korti.Elder Scrolls 6 Bethesda kynnti einnig leik sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju. Sjötta leikinn í Elder Scrolls seríunni. Við fengum þó ekki mikið út úr þessari kynningu annað en að framleiðendurnir virðast vera búnir að ákveða hvar í Tamriel leikurinn gerist að þessu sinni.Doom Eternal Nýr Doom leikur var einnig kynntur. Svo virðist sem að helvíti sé komið til jarðarinnar.Rage 2 Bethesda sýndi einnig úr leiknum Rage 2.Anthem Nýjasti leikur Bioware, Anthem, var kynntur rækilega á E3. Spilarar munu geta tekið höndum saman, skellt sér í nokkurs konar „Iron-Man“ búninga og barist við geimverur í stórum opnum heimi.FIFA 2019 Nýtt ár, nýr FIFA.Madden NFL 19 Auðvitað kynnti EA einnig nýjan Madden.Battlefield 5 EA sýndi einnig stiklu fyrir fjölspilunina í Battlefield 5, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrir neðan stikluna má svo sjá spilun leiksins.Just Cause 4 Þeir eru fáir sem geta valdið jafn miklum usla og Rico Rodriguez. Square Enix kynnti nýjan leik um þá ofurhetju.Shadow of the Tomb Raider Lara Croft hefur notið mikillar hylli í gegnum tíðina og er enn einn leikurinn á leiðinni.The Quiet Man Ein af undarlegri stiklum E3 þetta árið var án efa stikla leiksins The Quiet Man.
Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira