Sigur gegn Arion banka Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:45 Hver er raunveruleg staða bankans? Í vikunni unnum við hjónin sigur í héraðsdómi á Arion banka. Í dómnum var Arion banki dæmdur til að lækka kröfu sína á okkur um 19 milljónir eða nær því 1/3 af henni og greiða okkur 800 þúsund í málskostnað. Þetta er sætur sigur. Barátta okkar hefur staðið í nær 10 ár og fátt um fína drætti enda lög hönnuð með þarfir kröfuhafa í huga og þau lög sem eru það ekki, brýtur bankinn einfaldlega í krafti gífurlegs aflsmunar. Traust okkar á kerfinu og dómstólum, sem hafa því miður oft tekið sér stöðu með bönkunum í málum sem snúast um réttindi neytenda, er í algjöru lágmarki og því mikill léttir að dómari málsins hafi dæmt að lögum og tekið hagsmuni okkar, neytenda, fram yfir hagsmuni bankans.Hverju breytir þessi sigur? Þrátt fyrir léttinn og ánægjuna með sigurinn, þá er þetta eingöngu áfangasigur. Á þessu stigi breytir hann engu. Væntanlega áfrýjar bankinn til Landsréttar og vinnist málið þar mun hann væntanlega áfrýja aftur til Hæstaréttar auk þess sem við áskiljum okkur að sjálfsögðu rétt til áfrýjunar tapist málið í Landsrétti. Það er því væntanlega löng og kostnaðarsöm ganga framundan og, því miður, óvíst um niðurstöðu þó ÖLL lög séu okkar megin í málinu. Dómarar Hæstaréttar hafa nefnilega ekki alltaf dæmt samkvæmt lögum í málum sem snúa að réttindum neytenda og hreinlega látið eins og neytendarétturinn, sem allir aðrir dómstólar í Evrópu setja á stall ofar öðrum lögum, sé ekki til á Íslandi. Það hvernig Hæstiréttur hefur leyft sér að að taka sér stöðu með fjármálafyrirtækjum í dómum sínum er ein af ástæðum þess að þúsundir hafa misst heimili sín að ósekju og að fólk eins og við, séum enn þá að berjast fyrir því að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi okkar séu virt, tíu árum eftir hrun. Svo má ekki gleyma því að lögin um nauðungarsölur og aðfarir eru skrifuð af Markúsi Sigurbjörnssyni, sem svo situr í Hæstarétti og dæmir eftir þeim, með hagsmuni kröfuhafa í huga. Þannig að þrátt fyrir að málið sé fyrir dómstólum og þrátt fyrir að jafn mikið beri á milli og raun ber vitni, þá stöðvar það ekki neitt. Bankinn virðist getað komið fram við okkur eins og honum sýnist. Hann getur sett okkur afarkosti í krafti aflsmunar – og hefur þegar gert það, og hent okkur út af heimili okkar áður en endanleg niðurstaða fæst. Það er mjög gott að vera banki á Íslandi en verra að vera almenningur.Margslungin flétta ólögmætra krafna Ég ætla að stikla á stóru yfir forsögu málsins en í stuttu máli þá er upphafleg krafa bankans ólögmæt, ofan á þá ólögmætu kröfu var framkvæmd uppboðs ólögmæt, og svo ofan á það eru útreikningar og kröfur Arion banka, ólögmæt. Aðeins nánar um þetta. Við tókum einu sinni lán hjá banka sem hét Frjálsi fjárfestingabankinn, sem síðan fór í hendurnar á Dróma og er svo núna komið til Arion banka. Lánið sem við tókum er hins vegar ekki lánið sem verið er að krefja okkur um. Það lán á ekkert sameiginlegt með láninu sem við tókum upphaflega og samkvæmt mjög skýrum og lögvörðum neytendarétti er bannað að breyta lánum eftir undirritun, neytenda í óhag. Það var samt gert við þúsundir lána og við höfum neitað að beygja okkur undir það, því ef banka- og stjórnmálamenn komast upp með slíka gjörninga gegn almenningi til að fela eigin mistök, þá eru engir samningar á Íslandi í dag pappírsins virði. Þetta er grundvallaratriði sem „þeir“ verða að bakka með og leiðrétta, því annars erum við sem þjóð, komin á mjög svo hættulegar brautir sem enginn veit hvert leiða okkur, þó ljóst sé að ekki geti þær leitt til góðs. Þetta er ólögmæti #1. Ólögmæti #2 er að uppboðið á heimili okkar var ólöglega framvæmt og gerðarbók sýslumanns fölsuð. Fyrir þessari alvarlegu fullyrðingu höfum við sönnun í formi upptöku þannig að við töldum það einungis formsatriði að fá uppboðinu hnekkt fyrir dómstólum. Það fór þó ekki svo. Hvorki Héraðsdómur né Hæstiréttur telja það skipta máli að lögformlegum ferlum sé fylgt þegar troðið er á réttindum neytenda og telja fölsun á gerðarbók léttvæga aðgerð. Við töpuðum á báðum dómsstigum og vorum einnig dæmd til að greiða málskostnað (aumingja fátæka) bankans. Það var hins vegar ólögmæti #3 sem nú var fyrir dómssólum, svokölluð úthlutunargerð eða krafa bankans.Kröfur út úr korti Þann 21. desember sl. var okkur birt kröfugerð Arion banka og okkur gefið fram til 5. janúar til að mótmæla henni. Krafan var upp á 62 milljónir og eignin þá þegar slegin bankanum á 60 milljónir. Þannig að samkvæmt úthlutunargerðinni ættum við að ganga út slypp og snauð fyrir það að hafa verið fórnarlömb auðgunarglæps. Við létum meta eignina af tveimur fasteignasölum sem mátu hana á 83 milljónir en auk þess fengum við góða menn til að leggjast yfir útreikninginn. Þeir voru fljótir að sjá það að stór hluti kröfu Arion banka væri vegna fyrndra vaxta auk þess sem fleira var hægt að týna til þó ekki væri það allt jafn augljóst. Í stuttu máli þá væru fyrndir vextir u.þ.b. 15 milljónir af kröfunni sem ætti því ekki að vera hærri en 45 milljónir en væri að auki tekið tillit til annarra þátta, sem ég ætla ekki að skýra hér, mætti vel reikna kröfuna niður í 32 milljónir. Það ber s.s. mikið á milli en hér skulum við aðeins skoða fyrndu vextina betur.Auðgunarbrot og fjárkúgun Það er skýrt í lögum að vextir fyrnast á fjórum árum sé ekki greitt af kröfum og kröfuhafi fari ekki í neinar aðgerðir. Um þetta hafa fallið dómar í Hæstarétti þannig að skýr dómafordæmi eru einnig fyrir hendi. Eigum við að trúa því að hámenntuðum og afskaplega vel launuðum lögfræðingum Arion banka sé ekki kunnugt um þessi lög eða þessa dóma? Er þetta fólk ekki starfi sínu vaxið? Er til of mikils mælst að þeir sem hafa það að aðalstarfi að reikna út (ólögmætar) kröfur bankans, kunni skil á svona grundvallaratriðum eins og því hvenær vextir fyrnast og viti um dómafordæmi þar að lútandi? Eða er kannski ekki um kunnáttuleysi að ræða heldur hreinlega einbeittan og mjög harðan brotavilja? Það er því miður ekki um aðra kosti að ræða; annað hvort er þetta fólk illa gefið og ekki starfi sínu vaxið, eða það er tilbúið til að brjóta lög á þeim sem illa geta varist öllum þunga bankans og gera það án þess að hugsa sig tvisvar um. Ég held að þetta fólk sé hvorki illa gefið né að það sé ekki starfi sínu vaxið. Ég held hins vegar að samvisku þess sé stórlega ábótavant og brotavilji þeirra einbeittur og að þau séu til í að rýja einstaklinga inn að skinninu í þágu bankans, enda skemmtilegt að taka þátt í partýinu og fá feita bónusa að launum. Þetta eru hrein og klár auðgunarbrot sem framin eru í krafti mikils aflsmunar á varnarlausu fólki. Hvað ætli þeir hafi brotið á mörgum með þessum hætti? Hvað ætli Arion banki hafi sett fram margar kröfur sem auk þess að vera kolólögmætar vegna laga um samningsrétt og neytendavernd, krefja fólk líka um greiðslu fyrndra vaxta? Skipta fórnarlömb þeirra tugum, hundruðum, eða jafnvel þúsundum?Hvert er raunverulegt virði Arion banka? Það er erfitt fyrir venjulegt fólk að fara í dómsmál, alveg sama um hvað málið snýst, þar sem því fylgir mikill kostnaður og það að fara í dómsmál við banka jaðrar við það að vera ómögulegt. Þar er ekki nóg með að þú sért að berjast við ofurefli í formi fjármagns og lögfræðingahers, heldur ertu einnig að berjast VIÐ dómstólana sjálfa, því eins og einn lögfræðingur sagði einu sinni við okkur hjónin „... dómstólar eru nú ekki hrifnir að því að dæma ykkur í vil“. Þessi orð hafa verið rækilega staðfest í okkar málum þannig að ljóst er að auk mikils kostnaðar er áhættan mikil og óvíst um ávinning. Það eru því margir sem ákveða að kyngja stolti sínu og láta brjóta á sér frekar en taka þennan erfiða slag og þar fyrir utan þá er það ekki á færi venjulegs fólks að átta sig á þeim frumskógi sem þessi „heimur“ er. Á þetta tvennt treystir bankinn; að #1 fólk viti ekki betur og #2 viti það betur, treysti það sér ekki í löng og kostnaðarsöm málaferli. Hvað skyldu margir eiga „feita“ skaðabótakröfu á Arion banka þegar þar að kemur? Er ekki ástæða fyrir stjórnvöld að kanna þessi mál frekar ÁÐUR en bankinn er seldur? Hvert er raunverulegt virði bankans þegar öll kurl koma til grafar? Er ekki full ástæða til að vara væntanlega kaupendur hans við því að stórar líkur séu á langvinnum málaferlum og háum skaðabótakröfum sem skipt gætu tugum milljarða? Hvað fleira vafasamt og ólögmætt ætli hafi átt sér stað á bakvið luktar dyr Arion banka? Hvar er Fjármálaeftirlitið? Á það ekki að sjá til þess að bankar starfi samkvæmt lögum? Og þar sem ekki er um að ræða einhverja sem ekki vita betur, heldur bara einbeittan brotavilja, á það þá ekki að svipta banka sem verður uppvís að svona alvarlegum brotum, starfsleyfi?Ég er bara að vinna vinnuna mína Hvað með einstaklingana sem fremja svona brot? „Banki“ gerir ekkert, það er fólk sem gerir þetta. Við dæmum þjófa í fangelsi án þess að hugsa okkur um tvisvar. Þeir hafa fæstir rænt neinu í líkingu við það sem þetta fólk er að stela af almenningi í krafti aflsmunar og kúgunar. Þetta fólk er að leika sér að lífum og afkomu almennings og þar er ekkert gefið eftir. Hvaða refsingu á fólk að hljóta sem, án þess að blikka auga rænir fólk tugmilljónum króna, bara af því það getur það og kemst yfirleitt upp með það? Er það afsökun fyrir lögbroti að „vera í vinnunni“? Hvar er héraðssaksóknari þegar almenningur þarf á honum að halda? Ég var fórnarlamb auðgunarbrots þegar ég skrifaði undir ólögmætt húsnæðislán og ég hef einnig leyft mér þau ósköp að neita að gefast upp. Fyrir þetta á að svipta mig aleigunni og samtals 60 ára ævistarfi okkar hjóna. Hvenær var refsilöggjöfin rýmkuð á Íslandi? Refsing mín er ekki í neinu samræmi við það brot mitt að hafa verið fórnarlamb auðgunarglæps þegar ég skrifaði undir húsnæðislán. Spurning hvort ekki sé hreinlega betra að vera dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð og vera laus eftir u.þ.b. 8 ár, en ganga í gegnum þetta helvíti í 10 ár án þess að sjái fyrir endann á því! Þeir sem þó urðu sannanlega valdir að milljarða tjóni, sátu inni á Kvíabryggju í nokkra mánuði, hafa haldið öllum sínum eigum, fljúga um í þyrlum, gera samninga við Reykjavíkurborg og lifa enn þá hinu ljúfa lífi. Hver borgar? Essa‘sú?Kýli á þjóðarsálinni sem þarf að rannsaka Ég ætla ekki að ræða hér stjórnmálamenninna sem gáfu bönkunum þetta veiðileyfi, en bið ykkur lesendur góðir, um að styðja kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að gerð verði „Rannsóknarskýrsla heimilanna“ um aðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins og afleiðingar þeirra fyrir heimili landsins. Það þarf að fara fram óháð rannsókn á því hvernig það gat gerst að framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið og dómsvaldið tóku sig saman um að brjóta lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings í þágu fjármálakerfisins, sem síðan hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Er hægt að vera á móti því að rannsókn fari fram? Þó ekki nema hluti þeirra brota sem Hagsmunasamtök heimilanna telja staðfest, hafi í raun og veru átt sér stað, þá á hver og einn þeirra einstaklinga sem fyrir þeim varð, kröfu á réttlæti og uppreist æru. Við sem þjóð, verðum að fá úr þessu skorið, svipta leyndinni af málum og fá þau upp á yfirborðið til að raunveruleg hreinsun geti átt sér stað. Við setjum ekki plástur á kýli. Við sprengjum þau og hreinsum, því fyrr fara þau ekki að gróa.Neytendavernd í molum Að öllu þessu sögðu er enn eftir stóra spurningin um neytendavernd. Af hverju þarf að fara fyrir dómstóla með jafn augljós brot á lögum sem þessum? Af hverju er sýslumaður ekki löngu búin að stoppa málið? Ef það er ekki hans hlutverk, hvert í ósköpunum er þá hlutverk sýslumanns? Er hans eina hlutverk að vera afgreiðslustofnun fyrir bankana og svipta fólk eigum sínum, alveg sama hvort kröfur bankanna séu löglegar eða ekki? Það þarf ekki lögmenntað fólk til þess! Ég gæti gert þetta án mikilla vandræða, hefði ég geð í mér til þess. Þegar ég mætti svo þar að auki breiða yfir mistök mín með því að skrifa það sem mér sýnist í gerðarbók, þá er þetta starf ekkert sérstaklega flókið.Er uppboð sem byggir á röngum kröfum gilt? Okkur hjónum var ekki kunnugt um fyrningu vaxta árið 2016 þegar við fengum tilboð í eignina upp á 62 milljónir. Hefðum við vitað þá að „réttmæt“ krafa væri rétt rúmar 40 milljónir í stað 60, hefðum við áreiðanlega selt eignina til að bjarga því sem bjargað varð. Við ákváðum þá að gera það ekki því #1 værum við ekki að fá neitt út úr því og #2 með því værum við að slíta skaðabótaréttinn sem við munum klárlega fara á eftir með fullum þunga ÞEGAR fúastoðirnar undir þessu kerfi brotna, þannig að við ákváðum að okkar hagsmunum væri betur borgið með því að láta stjórnvöld fullfremja glæpinn. En þá vissum við ekki að miðað við fyrningu vaxta ættum við að fá 20 milljónir til að byggja líf okkar upp að nýju! Það er s.s. búið að taka okkur í gegnum uppboð og svipta okkur ævistarfinu á grundvelli rangra krafna. Það er kaldhæðnislegt og eitthvað svo hræðilega rangt, að alveg sama hvernig bankinn hagar sér og alveg sama hvaða lög hann brýtur, alltaf græðir hann og hagnast á brotum sínum. Upphaflega veittu bankarnir ólögmæt lán en fórnarlömbum þessa auðgunarglæps hefur verið harðlega refsað fyrir að vera fórnarlömb og á meðan hefur bankinn stórgrætt á þessu lögbroti sínu. Síðan hafa óteljandi lögbrot verið framin af bankamönnum, embættismönnum og sýslumönnum í þessum málum, og alltaf græða bankarnir og alltaf hækka bónusanir. Það leikur enginn vafi á því að bankinn má ekki krefja fólk um fyrnda vexti og nú er fallinn enn einn dómurinn um það – Guð láti gott á vita, en samt mun bankinn miðað við allt og allt, enn og aftur græða á lögbroti sínu. Samkvæmt okkar upplýsingum er nefnilega nær því ómögulegt að ógilda uppboð. Alveg sama þó það hafi verið byggt á ólögmætri kröfu og ekki einu sinni þó málflutningur okkar og brot bankans yrði staðfest á öllum dómsstigum. Uppboðið mun standa. Og ekki nóg með það, því þó að Arion banki myndi selja eignina daginn eftir að við færum út fyrir 83 milljónir, þyrfti hann bara að miða „okkar hluta“ við 60 milljónir. Brotið myndi bara halda áfram og Arion banki svipta okkur 20 milljónum í viðbót.Hagnaður bankans yfir 2000% Förum yfir tölurnar. Bankinn fékk kröfuna okkar á góðu verði – sennilega ekki nema 10% af upphaflegri kröfu, s.s. 3 milljónir. Bara með því að fá upphaflega og löglega höfuðstólinn endurgreiddann vaxtalausan, væri hagnaður þeirra 1000%. Miðað við að krafa þeirra verði 42 milljónir er hagnaður þeirra 1300% og ef þeir svo selja eignina á 80 milljónir bætast 20 milljónir við vasa þeirra, eða um 700% í viðbót. Við myndum hins vegar standa eftir sl0079pp og snauð og horfa á eftir ævistarfinu í gráðugt gin bankans. Já svona virkar réttarríkið Ísland í dag og allir bara sáttir með það – er þagg‘i bara? Ég hef gert það einu sinni áður og ætla nú aftur að vitna í texta Björns Jörundar með hljómsveitinni Ný Dönsk í laginu Sökudólgur óskast. Ég hvet ykkur til að hlusta og athuga hvort stórkostlegur söngur Björns framkalli ekki smá ryk í augun þegar þið setjið textann í samhengi við þessi mál. Og öllu er á rönguna snúið öllu virðist vera á botninn hvolft og allt sem að er bara búið og gufað upp í loft Vill einhver skýra út hvað er að gerast? Hvað er að eiga sér stað? Segja mér við hvern er að sakast svo ég viti hvað er aðHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hver er raunveruleg staða bankans? Í vikunni unnum við hjónin sigur í héraðsdómi á Arion banka. Í dómnum var Arion banki dæmdur til að lækka kröfu sína á okkur um 19 milljónir eða nær því 1/3 af henni og greiða okkur 800 þúsund í málskostnað. Þetta er sætur sigur. Barátta okkar hefur staðið í nær 10 ár og fátt um fína drætti enda lög hönnuð með þarfir kröfuhafa í huga og þau lög sem eru það ekki, brýtur bankinn einfaldlega í krafti gífurlegs aflsmunar. Traust okkar á kerfinu og dómstólum, sem hafa því miður oft tekið sér stöðu með bönkunum í málum sem snúast um réttindi neytenda, er í algjöru lágmarki og því mikill léttir að dómari málsins hafi dæmt að lögum og tekið hagsmuni okkar, neytenda, fram yfir hagsmuni bankans.Hverju breytir þessi sigur? Þrátt fyrir léttinn og ánægjuna með sigurinn, þá er þetta eingöngu áfangasigur. Á þessu stigi breytir hann engu. Væntanlega áfrýjar bankinn til Landsréttar og vinnist málið þar mun hann væntanlega áfrýja aftur til Hæstaréttar auk þess sem við áskiljum okkur að sjálfsögðu rétt til áfrýjunar tapist málið í Landsrétti. Það er því væntanlega löng og kostnaðarsöm ganga framundan og, því miður, óvíst um niðurstöðu þó ÖLL lög séu okkar megin í málinu. Dómarar Hæstaréttar hafa nefnilega ekki alltaf dæmt samkvæmt lögum í málum sem snúa að réttindum neytenda og hreinlega látið eins og neytendarétturinn, sem allir aðrir dómstólar í Evrópu setja á stall ofar öðrum lögum, sé ekki til á Íslandi. Það hvernig Hæstiréttur hefur leyft sér að að taka sér stöðu með fjármálafyrirtækjum í dómum sínum er ein af ástæðum þess að þúsundir hafa misst heimili sín að ósekju og að fólk eins og við, séum enn þá að berjast fyrir því að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi okkar séu virt, tíu árum eftir hrun. Svo má ekki gleyma því að lögin um nauðungarsölur og aðfarir eru skrifuð af Markúsi Sigurbjörnssyni, sem svo situr í Hæstarétti og dæmir eftir þeim, með hagsmuni kröfuhafa í huga. Þannig að þrátt fyrir að málið sé fyrir dómstólum og þrátt fyrir að jafn mikið beri á milli og raun ber vitni, þá stöðvar það ekki neitt. Bankinn virðist getað komið fram við okkur eins og honum sýnist. Hann getur sett okkur afarkosti í krafti aflsmunar – og hefur þegar gert það, og hent okkur út af heimili okkar áður en endanleg niðurstaða fæst. Það er mjög gott að vera banki á Íslandi en verra að vera almenningur.Margslungin flétta ólögmætra krafna Ég ætla að stikla á stóru yfir forsögu málsins en í stuttu máli þá er upphafleg krafa bankans ólögmæt, ofan á þá ólögmætu kröfu var framkvæmd uppboðs ólögmæt, og svo ofan á það eru útreikningar og kröfur Arion banka, ólögmæt. Aðeins nánar um þetta. Við tókum einu sinni lán hjá banka sem hét Frjálsi fjárfestingabankinn, sem síðan fór í hendurnar á Dróma og er svo núna komið til Arion banka. Lánið sem við tókum er hins vegar ekki lánið sem verið er að krefja okkur um. Það lán á ekkert sameiginlegt með láninu sem við tókum upphaflega og samkvæmt mjög skýrum og lögvörðum neytendarétti er bannað að breyta lánum eftir undirritun, neytenda í óhag. Það var samt gert við þúsundir lána og við höfum neitað að beygja okkur undir það, því ef banka- og stjórnmálamenn komast upp með slíka gjörninga gegn almenningi til að fela eigin mistök, þá eru engir samningar á Íslandi í dag pappírsins virði. Þetta er grundvallaratriði sem „þeir“ verða að bakka með og leiðrétta, því annars erum við sem þjóð, komin á mjög svo hættulegar brautir sem enginn veit hvert leiða okkur, þó ljóst sé að ekki geti þær leitt til góðs. Þetta er ólögmæti #1. Ólögmæti #2 er að uppboðið á heimili okkar var ólöglega framvæmt og gerðarbók sýslumanns fölsuð. Fyrir þessari alvarlegu fullyrðingu höfum við sönnun í formi upptöku þannig að við töldum það einungis formsatriði að fá uppboðinu hnekkt fyrir dómstólum. Það fór þó ekki svo. Hvorki Héraðsdómur né Hæstiréttur telja það skipta máli að lögformlegum ferlum sé fylgt þegar troðið er á réttindum neytenda og telja fölsun á gerðarbók léttvæga aðgerð. Við töpuðum á báðum dómsstigum og vorum einnig dæmd til að greiða málskostnað (aumingja fátæka) bankans. Það var hins vegar ólögmæti #3 sem nú var fyrir dómssólum, svokölluð úthlutunargerð eða krafa bankans.Kröfur út úr korti Þann 21. desember sl. var okkur birt kröfugerð Arion banka og okkur gefið fram til 5. janúar til að mótmæla henni. Krafan var upp á 62 milljónir og eignin þá þegar slegin bankanum á 60 milljónir. Þannig að samkvæmt úthlutunargerðinni ættum við að ganga út slypp og snauð fyrir það að hafa verið fórnarlömb auðgunarglæps. Við létum meta eignina af tveimur fasteignasölum sem mátu hana á 83 milljónir en auk þess fengum við góða menn til að leggjast yfir útreikninginn. Þeir voru fljótir að sjá það að stór hluti kröfu Arion banka væri vegna fyrndra vaxta auk þess sem fleira var hægt að týna til þó ekki væri það allt jafn augljóst. Í stuttu máli þá væru fyrndir vextir u.þ.b. 15 milljónir af kröfunni sem ætti því ekki að vera hærri en 45 milljónir en væri að auki tekið tillit til annarra þátta, sem ég ætla ekki að skýra hér, mætti vel reikna kröfuna niður í 32 milljónir. Það ber s.s. mikið á milli en hér skulum við aðeins skoða fyrndu vextina betur.Auðgunarbrot og fjárkúgun Það er skýrt í lögum að vextir fyrnast á fjórum árum sé ekki greitt af kröfum og kröfuhafi fari ekki í neinar aðgerðir. Um þetta hafa fallið dómar í Hæstarétti þannig að skýr dómafordæmi eru einnig fyrir hendi. Eigum við að trúa því að hámenntuðum og afskaplega vel launuðum lögfræðingum Arion banka sé ekki kunnugt um þessi lög eða þessa dóma? Er þetta fólk ekki starfi sínu vaxið? Er til of mikils mælst að þeir sem hafa það að aðalstarfi að reikna út (ólögmætar) kröfur bankans, kunni skil á svona grundvallaratriðum eins og því hvenær vextir fyrnast og viti um dómafordæmi þar að lútandi? Eða er kannski ekki um kunnáttuleysi að ræða heldur hreinlega einbeittan og mjög harðan brotavilja? Það er því miður ekki um aðra kosti að ræða; annað hvort er þetta fólk illa gefið og ekki starfi sínu vaxið, eða það er tilbúið til að brjóta lög á þeim sem illa geta varist öllum þunga bankans og gera það án þess að hugsa sig tvisvar um. Ég held að þetta fólk sé hvorki illa gefið né að það sé ekki starfi sínu vaxið. Ég held hins vegar að samvisku þess sé stórlega ábótavant og brotavilji þeirra einbeittur og að þau séu til í að rýja einstaklinga inn að skinninu í þágu bankans, enda skemmtilegt að taka þátt í partýinu og fá feita bónusa að launum. Þetta eru hrein og klár auðgunarbrot sem framin eru í krafti mikils aflsmunar á varnarlausu fólki. Hvað ætli þeir hafi brotið á mörgum með þessum hætti? Hvað ætli Arion banki hafi sett fram margar kröfur sem auk þess að vera kolólögmætar vegna laga um samningsrétt og neytendavernd, krefja fólk líka um greiðslu fyrndra vaxta? Skipta fórnarlömb þeirra tugum, hundruðum, eða jafnvel þúsundum?Hvert er raunverulegt virði Arion banka? Það er erfitt fyrir venjulegt fólk að fara í dómsmál, alveg sama um hvað málið snýst, þar sem því fylgir mikill kostnaður og það að fara í dómsmál við banka jaðrar við það að vera ómögulegt. Þar er ekki nóg með að þú sért að berjast við ofurefli í formi fjármagns og lögfræðingahers, heldur ertu einnig að berjast VIÐ dómstólana sjálfa, því eins og einn lögfræðingur sagði einu sinni við okkur hjónin „... dómstólar eru nú ekki hrifnir að því að dæma ykkur í vil“. Þessi orð hafa verið rækilega staðfest í okkar málum þannig að ljóst er að auk mikils kostnaðar er áhættan mikil og óvíst um ávinning. Það eru því margir sem ákveða að kyngja stolti sínu og láta brjóta á sér frekar en taka þennan erfiða slag og þar fyrir utan þá er það ekki á færi venjulegs fólks að átta sig á þeim frumskógi sem þessi „heimur“ er. Á þetta tvennt treystir bankinn; að #1 fólk viti ekki betur og #2 viti það betur, treysti það sér ekki í löng og kostnaðarsöm málaferli. Hvað skyldu margir eiga „feita“ skaðabótakröfu á Arion banka þegar þar að kemur? Er ekki ástæða fyrir stjórnvöld að kanna þessi mál frekar ÁÐUR en bankinn er seldur? Hvert er raunverulegt virði bankans þegar öll kurl koma til grafar? Er ekki full ástæða til að vara væntanlega kaupendur hans við því að stórar líkur séu á langvinnum málaferlum og háum skaðabótakröfum sem skipt gætu tugum milljarða? Hvað fleira vafasamt og ólögmætt ætli hafi átt sér stað á bakvið luktar dyr Arion banka? Hvar er Fjármálaeftirlitið? Á það ekki að sjá til þess að bankar starfi samkvæmt lögum? Og þar sem ekki er um að ræða einhverja sem ekki vita betur, heldur bara einbeittan brotavilja, á það þá ekki að svipta banka sem verður uppvís að svona alvarlegum brotum, starfsleyfi?Ég er bara að vinna vinnuna mína Hvað með einstaklingana sem fremja svona brot? „Banki“ gerir ekkert, það er fólk sem gerir þetta. Við dæmum þjófa í fangelsi án þess að hugsa okkur um tvisvar. Þeir hafa fæstir rænt neinu í líkingu við það sem þetta fólk er að stela af almenningi í krafti aflsmunar og kúgunar. Þetta fólk er að leika sér að lífum og afkomu almennings og þar er ekkert gefið eftir. Hvaða refsingu á fólk að hljóta sem, án þess að blikka auga rænir fólk tugmilljónum króna, bara af því það getur það og kemst yfirleitt upp með það? Er það afsökun fyrir lögbroti að „vera í vinnunni“? Hvar er héraðssaksóknari þegar almenningur þarf á honum að halda? Ég var fórnarlamb auðgunarbrots þegar ég skrifaði undir ólögmætt húsnæðislán og ég hef einnig leyft mér þau ósköp að neita að gefast upp. Fyrir þetta á að svipta mig aleigunni og samtals 60 ára ævistarfi okkar hjóna. Hvenær var refsilöggjöfin rýmkuð á Íslandi? Refsing mín er ekki í neinu samræmi við það brot mitt að hafa verið fórnarlamb auðgunarglæps þegar ég skrifaði undir húsnæðislán. Spurning hvort ekki sé hreinlega betra að vera dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð og vera laus eftir u.þ.b. 8 ár, en ganga í gegnum þetta helvíti í 10 ár án þess að sjái fyrir endann á því! Þeir sem þó urðu sannanlega valdir að milljarða tjóni, sátu inni á Kvíabryggju í nokkra mánuði, hafa haldið öllum sínum eigum, fljúga um í þyrlum, gera samninga við Reykjavíkurborg og lifa enn þá hinu ljúfa lífi. Hver borgar? Essa‘sú?Kýli á þjóðarsálinni sem þarf að rannsaka Ég ætla ekki að ræða hér stjórnmálamenninna sem gáfu bönkunum þetta veiðileyfi, en bið ykkur lesendur góðir, um að styðja kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að gerð verði „Rannsóknarskýrsla heimilanna“ um aðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins og afleiðingar þeirra fyrir heimili landsins. Það þarf að fara fram óháð rannsókn á því hvernig það gat gerst að framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið og dómsvaldið tóku sig saman um að brjóta lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings í þágu fjármálakerfisins, sem síðan hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Er hægt að vera á móti því að rannsókn fari fram? Þó ekki nema hluti þeirra brota sem Hagsmunasamtök heimilanna telja staðfest, hafi í raun og veru átt sér stað, þá á hver og einn þeirra einstaklinga sem fyrir þeim varð, kröfu á réttlæti og uppreist æru. Við sem þjóð, verðum að fá úr þessu skorið, svipta leyndinni af málum og fá þau upp á yfirborðið til að raunveruleg hreinsun geti átt sér stað. Við setjum ekki plástur á kýli. Við sprengjum þau og hreinsum, því fyrr fara þau ekki að gróa.Neytendavernd í molum Að öllu þessu sögðu er enn eftir stóra spurningin um neytendavernd. Af hverju þarf að fara fyrir dómstóla með jafn augljós brot á lögum sem þessum? Af hverju er sýslumaður ekki löngu búin að stoppa málið? Ef það er ekki hans hlutverk, hvert í ósköpunum er þá hlutverk sýslumanns? Er hans eina hlutverk að vera afgreiðslustofnun fyrir bankana og svipta fólk eigum sínum, alveg sama hvort kröfur bankanna séu löglegar eða ekki? Það þarf ekki lögmenntað fólk til þess! Ég gæti gert þetta án mikilla vandræða, hefði ég geð í mér til þess. Þegar ég mætti svo þar að auki breiða yfir mistök mín með því að skrifa það sem mér sýnist í gerðarbók, þá er þetta starf ekkert sérstaklega flókið.Er uppboð sem byggir á röngum kröfum gilt? Okkur hjónum var ekki kunnugt um fyrningu vaxta árið 2016 þegar við fengum tilboð í eignina upp á 62 milljónir. Hefðum við vitað þá að „réttmæt“ krafa væri rétt rúmar 40 milljónir í stað 60, hefðum við áreiðanlega selt eignina til að bjarga því sem bjargað varð. Við ákváðum þá að gera það ekki því #1 værum við ekki að fá neitt út úr því og #2 með því værum við að slíta skaðabótaréttinn sem við munum klárlega fara á eftir með fullum þunga ÞEGAR fúastoðirnar undir þessu kerfi brotna, þannig að við ákváðum að okkar hagsmunum væri betur borgið með því að láta stjórnvöld fullfremja glæpinn. En þá vissum við ekki að miðað við fyrningu vaxta ættum við að fá 20 milljónir til að byggja líf okkar upp að nýju! Það er s.s. búið að taka okkur í gegnum uppboð og svipta okkur ævistarfinu á grundvelli rangra krafna. Það er kaldhæðnislegt og eitthvað svo hræðilega rangt, að alveg sama hvernig bankinn hagar sér og alveg sama hvaða lög hann brýtur, alltaf græðir hann og hagnast á brotum sínum. Upphaflega veittu bankarnir ólögmæt lán en fórnarlömbum þessa auðgunarglæps hefur verið harðlega refsað fyrir að vera fórnarlömb og á meðan hefur bankinn stórgrætt á þessu lögbroti sínu. Síðan hafa óteljandi lögbrot verið framin af bankamönnum, embættismönnum og sýslumönnum í þessum málum, og alltaf græða bankarnir og alltaf hækka bónusanir. Það leikur enginn vafi á því að bankinn má ekki krefja fólk um fyrnda vexti og nú er fallinn enn einn dómurinn um það – Guð láti gott á vita, en samt mun bankinn miðað við allt og allt, enn og aftur græða á lögbroti sínu. Samkvæmt okkar upplýsingum er nefnilega nær því ómögulegt að ógilda uppboð. Alveg sama þó það hafi verið byggt á ólögmætri kröfu og ekki einu sinni þó málflutningur okkar og brot bankans yrði staðfest á öllum dómsstigum. Uppboðið mun standa. Og ekki nóg með það, því þó að Arion banki myndi selja eignina daginn eftir að við færum út fyrir 83 milljónir, þyrfti hann bara að miða „okkar hluta“ við 60 milljónir. Brotið myndi bara halda áfram og Arion banki svipta okkur 20 milljónum í viðbót.Hagnaður bankans yfir 2000% Förum yfir tölurnar. Bankinn fékk kröfuna okkar á góðu verði – sennilega ekki nema 10% af upphaflegri kröfu, s.s. 3 milljónir. Bara með því að fá upphaflega og löglega höfuðstólinn endurgreiddann vaxtalausan, væri hagnaður þeirra 1000%. Miðað við að krafa þeirra verði 42 milljónir er hagnaður þeirra 1300% og ef þeir svo selja eignina á 80 milljónir bætast 20 milljónir við vasa þeirra, eða um 700% í viðbót. Við myndum hins vegar standa eftir sl0079pp og snauð og horfa á eftir ævistarfinu í gráðugt gin bankans. Já svona virkar réttarríkið Ísland í dag og allir bara sáttir með það – er þagg‘i bara? Ég hef gert það einu sinni áður og ætla nú aftur að vitna í texta Björns Jörundar með hljómsveitinni Ný Dönsk í laginu Sökudólgur óskast. Ég hvet ykkur til að hlusta og athuga hvort stórkostlegur söngur Björns framkalli ekki smá ryk í augun þegar þið setjið textann í samhengi við þessi mál. Og öllu er á rönguna snúið öllu virðist vera á botninn hvolft og allt sem að er bara búið og gufað upp í loft Vill einhver skýra út hvað er að gerast? Hvað er að eiga sér stað? Segja mér við hvern er að sakast svo ég viti hvað er aðHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun