Erlent

Brandari Trumps um holdafar leiðtoganna féll ekki í kramið hjá Kim

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Brandari Trumps laut að holdafari leiðtoganna tveggja. Kim virtist ekki skemmt.
Brandari Trumps laut að holdafari leiðtoganna tveggja. Kim virtist ekki skemmt. Vísir/Getty
Daufleg viðbrögð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, við brandara sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við sögulegan fund þeirra í nótt hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag.

Sjá einnig: Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim

Brandari Trumps laut að holdafari leiðtoganna tveggja en hann skaut því að ljósmyndurum við fundinn að þeir skyldu láta þá félaga líta út fyrir að vera „myndarlegir og grannir“.

Myndskeið af viðbrögðum Kim, sem sjá má hér að neðan, segir allt sem segja þarf en leiðtoganum stökk ekki bros. Ekki virðist um tungumálaörðugleika að ræða en túlkar voru Kim á reiðum höndum við fundinn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um útlit Kim en Bandaríkjaforseti hefur kallað einræðisherrann „lágvaxinn og feitan“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×