Innlent

Ráðherra skýtur á Miðflokkinn

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Sigríður Á. Andersen sendi Miðflokknum pillu.
Sigríður Á. Andersen sendi Miðflokknum pillu. VÍSIR/HANNA
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins sem kveður á um að húsnæðisverð skuli ekki reiknað með í útreikningi vísitölu neysluverðs.

Málinu var vísað til ríkisstjórnar á þingfundi í gær. Gramdist þingmönnum Miðflokksins það mjög og hótuðu málþófi. Sögðu þeir að frávísunartillagan stangaðist á við samkomulag um þinglok.

„Höggið á lánþega við bankahrunið hefði orðið miklu meira ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í vísitölunni. Verðtryggð lán hefðu þá hækkað um 22% í stað 15%,“ skrifar Sigríður á Facebook-síðu sinni og bætir við.

„Verðbólgan á þessu tímabili var stundum nefnd forsendubrestur. Hvað hefði hún verið nefnd ef hún hefði verið helmingi meiri?“


Tengdar fréttir

Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum

14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns.

Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn

Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×