Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:35 Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37