Verðlaunamæðgurnar: „Þessi kona hefur alltaf staðið við bakið á mér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:00 Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikskáld, hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í ár en Grímuverðlaunahátíðin fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum. Á sömu hátíð hlaut dóttir hennar, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, einnig Grímuna fyrir frammistöðu sína í sviðsverkinu Fólk, staðir, hlutir. Það er ekki á hverjum degi sem mæðgur hljóta virt verðlaun og því var brugðið á það ráð að heyra í þeim og mæla sér mót við þær. Það þurfti að ræða hin stóru og aðkallandi mál; lífið og listina. Guðrún bauð blaðamanni og tökumanni heim til sín í kaffiboð og bauð upp á alls kyns kræsingar. Þær bestu voru þó vitsmunalegs eðlis; lærdómarnir og viskan eftir margra áratuga reynslu á leiksviðinu. Í tilfelli Guðrúnar spannar leikferillinn heil 65 ár. Guðrún hefur því góða yfirsýn yfir sögu leiklistarinnar á Íslandi því hún hefur sjálf verið í aðalhlutverki og tekið beinan þátt í framþróun hennar.Sigrún Edda Björnsdóttir heldur mikið upp á móður sína en hún heldur á henni líka.Guðrún, heiðursverðlaunahafi Grímunnar, segir að þakklætisvotturinn hafi mikla þýðingu fyrir sig. „Að þau skuli ekkert vera búin að gleyma okkur sem vorum þarna í hitanum í gamla daga þegar Borgarleikhúsið var að rísa og allt þetta; að þau skuli gefa manni svona viðurkenningu, það er bara eins og faðmlag.“ Sigrún Edda er stolt af móður sinni og segir að hún hafi átt verðlaunin svo sannarlega skilið. Sigrún segir móður sína hafa veitt sér mikinn innblástur og ennfremur að hún hafi veitt sér góða leiðsögn þegar ljóst var að hún vildi feta leikhúsveginn. „Hún kenndi mér allt frá byrjun. Hún leiddi mig í leikhúsið og kynnti mig fyrir því og þeim töfrum sem það býður upp á. Leikhúsið var barnapían mín. Ég fylgdist með æfingum, ég kann mörg leikrit og söngva utan að og svo þegar ég ákvað að verða leikkona þá hefur þessi kona alltaf staðið við bakið á mér. Hún hefur mætt á allar frumsýningar ef hún hefur verið á landinu. Alltaf bíður mín pakki og orðsending inni í búningsherberginu mínu. Hún skrifar mér löng bréf, stundum kemst ekki allt á kortið af því hún þarf að segja svo margt og þá verða þau bara tvö eða þrjú og alltaf eitthvað sem yljar um hjartaræturnar.“Guðrún Ásmundsdóttir og Sigrún Edda eiga fallegt mæðgnasamband.vísir„Æ, Gunna, ekki fara í leikstjórn. Það er svo ókvenlegt“ Ferill Guðrúnar á leiksviðinu spannar sem fyrr segir 65 ár. Hún var ein af fyrstu konunum til að gegna hlutverki leikstjóra á Íslandi. Í ræðunni sem hún flutti á Grímuverðlaunahátíðinni afhjúpast kraftmikil kvennasaga þar sem Guðrún og Áróra Halldórsdóttir, leikkona, eru í aðalhlutverkum. Þær stofnuðu nefnd til þess að safna fyrir uppbyggingu nýrrar leikhúsbyggingar sem í dag er Borgarleikhúsið. Þær settu upp sýningar á gömlum revíum en sýningarnar en þó að sumir þættust vera yfir revíurnar hafnir voru þær allar uppseldar. Þegar Guðrún settist í leikstjórasætið fann hún allt í einu að viðmótið breyttist. Þegar hún leikstýrði sýningu um sögu leikfélagsins Upp með teppið Sólmundur, réði einn aðalleikarinn henni frá því að leikstýra og sagði: „Æ, Gunna, ekki fara í leikstjórn. Það er svo ókvenlegt.“ Guðrún segir þó að leikararnir sjálfir hafi ekki verið þeir erfiðustu að fást við innan leikhússins, þeir hafi látið til leiðast en það sama gilti ekki um tæknimennina. „Tæknimönnunum fannst ekki sniðugt að vera að hlusta á einhverja stelpu sem var vön að vera uppi á leiksviðinu. Það gerðist akkúrat ekki neitt,“ segir Guðrún um þau skipti sem hún til dæmis bað um tilfærslur á ljósum. Það var þá sem Guðrúnu varð ljóst að hún væri í vanda stödd og tíminn var naumur. Hún leitaði því til bestu vinkonu sinnar Helgu Valtýsdóttur sem réði henni heilt: „Elskan, veistu ekki að þú þarft að flörta við þá?“ Tvíefld og með orð Helgu í huga sneri Guðrún aftur í leikhúsið og gerði sig minni og kvenlegri þegar hún þurfti að biðja tæknimennina um eitthvað. „Fyrirgefðu, gæti ég fengið pínulítið svona meira ljós hérna hægra megin á sviðið?“ Það var þá sem tæknimennirnir gengu í verkið en ekki fyrr. Guðrún og aðrar kynsystur hennar í karllægum störfum þurftu að aðlaga sig að því sem hentaði karlmönnum í geiranum til þess að ögra ekki stöðu þeirra en Guðrún er líka ein þeirra sem ruddi brautina fyrir aðrar konur. „Þetta er liðin tíð. Nú horfum við á hverja konuna á fætur annarri brillera sem leikstjórar,“ segir Guðrún sem er vel inn í leikhúsheiminum í dag.Sigrún Edda Björnsdóttir túlkaði hvorki meira né minna en þrjár persónur í verkinu Fólk, staðir hlutir og hlaut Grímuverðlaun fyrir frammistöðu sína.Grímur BjarnasonFíkninni teflt á móti leikhúsinu Sigrún Edda var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir túlkun sína á, hvorki meira né minna en, þremur persónum í verkinu Fólk, staðir, hlutir sem fer fram á meðferðarstofnun og fjallar um fíkn og ólíkar birtingarmyndir hennar. Verkið hefur vakið sterk viðbrögð beggja vegna „fjórða veggjarins“ svokallaða því efni þess hreyfði mjög við leikhópnum. „Þegar við tókum við þessu verki fórum við öll að skoða samskipti okkar við aðra upp á nýtt og samskipti okkar við okkur sjálf; hvernig við hugsum. Við fórum í mikla og djúpa leit og ég held að við listamennirnir sem stóðum á sviðinu séum betri manneskjur á eftir og við finnum mjög sterkt fyrir þessari tengingu út í salinn og hver einasti áhorfandi upplifir á sinn hátt eitthvað fyrir sig að hugsa um; bæði fíklar og aðstandendur eða einhver sem hefur sett sig í það hlutverk að dæma fólk sem lendir í fíkn sem einhverja aumingja sem geta ekki plumað sig í tilverunni,“ segir Sigrún Edda sem bendir á að fíknin hefur mörg andlit. „Ég held það sé enginn sem ekki tengist fíkn á einhvern hátt og þá ekki endileg áfengisfíkn. Þetta er svo breitt hugtak. Þetta verk er svo vel skrifað, þetta er glitrandi texti að fást við og höfundurinn hefur kafað mjög djúpt og persónurnar eru vel skrifaðar, samtölin eru þannig að þau koma stöðugt á óvart og það er svona ný sýn oft á fíknina. Okkur hættir til að dæma mjög hart þá sem lenda verst í henni. Flest okkar tengjast einhverjum sem á við áfengis-eða vímuefnavanda að stríða.“ Fíknin geti birst í þrálátri kauphegðun og kynlífsfíkn. „Þetta er alls konar fíkn til þess að losa okkur við hversdaginn; til að horfast ekki í augu við hversdaginn eins og hann er. Þetta er flótti.“ Sigrún Edda segir að við séum öll í leit að einhvers konar innri friði. Við séum að leitast við að taka í sátt hinn gráa hversdagsleika. Að sögn Sigrúnar Eddu er þessi hversdagsleiki litríkur, séður með réttu sjónarhorni.Leiktextinn hreyfði við leikhópi Fólk, staðir, hlutir og knúði hann til umhugsunar.Grímur Bjarnason„Við erum með eitthvað í farteskinu, frá í Móðuharðindunum sem við þurfum að skoða og rannsaka. Alls konar munstur sem skapast í fjölskyldum sem við tökum með okkur úr fortíðinni og setjum yfir á börnin okkar; alls konar kröfur, kröfurnar til okkar sjálfra, við erum aldrei nógu góð. Í þessu verki Fólk, staðir, hlutir þá er leikhúsinu teflt á móti þessari fíkn og þessum flótta í eitthvað annað ástand og það að standa á sviði og að fá að vera einhver annar en maður er; segja setningar sem hafa verið skrifaðar af snillingum og láta klappa fyrir sér á hverju einasta kvöldi. Það er stórkostlegt vegna þess að maður fær hvíld frá leiðindunum í sjálfum sér og það er víma. Þegar við lesum góða bók og förum að samsama okkur með góðum skáldskap þá hverfum við frá okkur sjálfum og áhyggjum okkar og fáum að upplifa það besta. Þegar við hlustum á góða tónlist og lokum augunum þá upplifum við himnaríki,“ segir Sigrún Edda.Guðrún Ásmundsdóttir segir að Ragnar Kjartansson, sonur sinn, hafi teiknað mikið sem barn en bætir við að það hafi ekki verið neitt varið í teikningarnar. Þetta segir Guðrún meira af gríni en alvöru, enda mikill húmoristi.Vísir/Daníel RúnarssonListræn og lífleg fjölskylda Guðrún Ásmundsdóttir hefur ekki aðeins verið dóttur sinni innblástur því Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður, sonur hennar hefur einnig fetað hina listrænu slóð. Lagðirðu áherslu á listrænt uppeldi?„Nei, ég kunni ekki neitt nema að kela við þau. Ég hafði ekkert vit á uppeldi.“ Guðrún segir kímin frá því að í gegnum tíðina hafi erlendir blaðamenn spurt hana að því hvort hún hefði snemma orðið vör við mikla myndlistarhæfileika sonar síns og hvort hann hefði ekki verið góður í að teikna. „Jú, hann teiknaði mikið en ég verð að játa að mér fannst ekkert varið í það sem hann teiknaði og ég henti því öllu. Það er ekki til ein einasta mynd eftir Ragnar frá því hann var barn, það er voða sorglegt,“ segir Guðrún og skellihlær.Aðalstarfið að taka við gjöfum Mæðgurnar eiga það sameiginlegt að hafa leikið mikið í atvinnuleikhúsi. En hvert er viðhorf þeirra til listarinnar og hvernig nálgast þær hin mörgu og margvíslegu verkefni?„Það er þá kannski helst að vera heiðarlegur gagnvart verkefnunum, þau eru mismunandi. Að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Láta sér þykja vænt um það sem maður fær upp í hendurnar. Stundum fær maður gullmola og stundum ekki en maður reynir alltaf að leggja sig allan fram í hlutina, hvernig svo sem þeir eru og gera það besta úr því sem er.Gömul mynd af mæðgunum.Mitt aðalstarf hefur verið að taka við gjöfum, taka við textum sem aðrir búa til og ég hef það að leiðarljósi að gera mitt besta svo þeir njóti sín sem best,“ segir Sigrún Edda en Guðrún, sem horfir aðdáunaraugum á dóttur sína, er sama sinnis. „Ég er náttúrulega innilega sammála þessari dóttur minni, hvað þýðir annað fyrir foreldri? Nei nei, ég meina það. Þetta er nákvæmlega út úr mínum huga.“ Þegar Guðrún horfir yfir farinn veg þá leitar hugurinn aftur til hins góða kennara, Lárusar Pálssonar, sem að því er séð verður, hefur haft mikil áhrif á hana því hún segir að leiðarljós sitt í gegnum leiklistarferilinn hafi verið að reyna að finna út hvernig húmor sögupersónurnar í verkinu hafa og hvernig þær gerir grín að sjálfum sér. „Það var manni mjög mikil hjálp þegar maður var að glíma við persónur sem lágu kannski ekki alveg næst manni. Svo var það annað sem hann kenndi okkur og ég hef alltaf haft í huga, líka þegar ég er að kenna, ég hef verið að kenna við Listaháskólann: Það sem skal gerast betur en vel, fer oft verr en illa,“ segir Guðrún sem í sinni túlkun leggur áherslu á að gera bara eins mikið og hún eigi innistæðu fyrir „og ekki ögn meira“. Sigrún grípur boltann á lofti og botnar setningu móður sinnar: „Það eru til orð yfir þessi hugtök í dag sem voru ekki notuð þá og það er að hvíla í andartakinu og treysta því að maður sjálfur sé nóg.“ Gríman Tengdar fréttir Himnaríki og helvíti valin sýning ársins á Grímunni Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. 5. júní 2018 21:34 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikskáld, hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í ár en Grímuverðlaunahátíðin fór fram í Borgarleikhúsinu á dögunum. Á sömu hátíð hlaut dóttir hennar, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, einnig Grímuna fyrir frammistöðu sína í sviðsverkinu Fólk, staðir, hlutir. Það er ekki á hverjum degi sem mæðgur hljóta virt verðlaun og því var brugðið á það ráð að heyra í þeim og mæla sér mót við þær. Það þurfti að ræða hin stóru og aðkallandi mál; lífið og listina. Guðrún bauð blaðamanni og tökumanni heim til sín í kaffiboð og bauð upp á alls kyns kræsingar. Þær bestu voru þó vitsmunalegs eðlis; lærdómarnir og viskan eftir margra áratuga reynslu á leiksviðinu. Í tilfelli Guðrúnar spannar leikferillinn heil 65 ár. Guðrún hefur því góða yfirsýn yfir sögu leiklistarinnar á Íslandi því hún hefur sjálf verið í aðalhlutverki og tekið beinan þátt í framþróun hennar.Sigrún Edda Björnsdóttir heldur mikið upp á móður sína en hún heldur á henni líka.Guðrún, heiðursverðlaunahafi Grímunnar, segir að þakklætisvotturinn hafi mikla þýðingu fyrir sig. „Að þau skuli ekkert vera búin að gleyma okkur sem vorum þarna í hitanum í gamla daga þegar Borgarleikhúsið var að rísa og allt þetta; að þau skuli gefa manni svona viðurkenningu, það er bara eins og faðmlag.“ Sigrún Edda er stolt af móður sinni og segir að hún hafi átt verðlaunin svo sannarlega skilið. Sigrún segir móður sína hafa veitt sér mikinn innblástur og ennfremur að hún hafi veitt sér góða leiðsögn þegar ljóst var að hún vildi feta leikhúsveginn. „Hún kenndi mér allt frá byrjun. Hún leiddi mig í leikhúsið og kynnti mig fyrir því og þeim töfrum sem það býður upp á. Leikhúsið var barnapían mín. Ég fylgdist með æfingum, ég kann mörg leikrit og söngva utan að og svo þegar ég ákvað að verða leikkona þá hefur þessi kona alltaf staðið við bakið á mér. Hún hefur mætt á allar frumsýningar ef hún hefur verið á landinu. Alltaf bíður mín pakki og orðsending inni í búningsherberginu mínu. Hún skrifar mér löng bréf, stundum kemst ekki allt á kortið af því hún þarf að segja svo margt og þá verða þau bara tvö eða þrjú og alltaf eitthvað sem yljar um hjartaræturnar.“Guðrún Ásmundsdóttir og Sigrún Edda eiga fallegt mæðgnasamband.vísir„Æ, Gunna, ekki fara í leikstjórn. Það er svo ókvenlegt“ Ferill Guðrúnar á leiksviðinu spannar sem fyrr segir 65 ár. Hún var ein af fyrstu konunum til að gegna hlutverki leikstjóra á Íslandi. Í ræðunni sem hún flutti á Grímuverðlaunahátíðinni afhjúpast kraftmikil kvennasaga þar sem Guðrún og Áróra Halldórsdóttir, leikkona, eru í aðalhlutverkum. Þær stofnuðu nefnd til þess að safna fyrir uppbyggingu nýrrar leikhúsbyggingar sem í dag er Borgarleikhúsið. Þær settu upp sýningar á gömlum revíum en sýningarnar en þó að sumir þættust vera yfir revíurnar hafnir voru þær allar uppseldar. Þegar Guðrún settist í leikstjórasætið fann hún allt í einu að viðmótið breyttist. Þegar hún leikstýrði sýningu um sögu leikfélagsins Upp með teppið Sólmundur, réði einn aðalleikarinn henni frá því að leikstýra og sagði: „Æ, Gunna, ekki fara í leikstjórn. Það er svo ókvenlegt.“ Guðrún segir þó að leikararnir sjálfir hafi ekki verið þeir erfiðustu að fást við innan leikhússins, þeir hafi látið til leiðast en það sama gilti ekki um tæknimennina. „Tæknimönnunum fannst ekki sniðugt að vera að hlusta á einhverja stelpu sem var vön að vera uppi á leiksviðinu. Það gerðist akkúrat ekki neitt,“ segir Guðrún um þau skipti sem hún til dæmis bað um tilfærslur á ljósum. Það var þá sem Guðrúnu varð ljóst að hún væri í vanda stödd og tíminn var naumur. Hún leitaði því til bestu vinkonu sinnar Helgu Valtýsdóttur sem réði henni heilt: „Elskan, veistu ekki að þú þarft að flörta við þá?“ Tvíefld og með orð Helgu í huga sneri Guðrún aftur í leikhúsið og gerði sig minni og kvenlegri þegar hún þurfti að biðja tæknimennina um eitthvað. „Fyrirgefðu, gæti ég fengið pínulítið svona meira ljós hérna hægra megin á sviðið?“ Það var þá sem tæknimennirnir gengu í verkið en ekki fyrr. Guðrún og aðrar kynsystur hennar í karllægum störfum þurftu að aðlaga sig að því sem hentaði karlmönnum í geiranum til þess að ögra ekki stöðu þeirra en Guðrún er líka ein þeirra sem ruddi brautina fyrir aðrar konur. „Þetta er liðin tíð. Nú horfum við á hverja konuna á fætur annarri brillera sem leikstjórar,“ segir Guðrún sem er vel inn í leikhúsheiminum í dag.Sigrún Edda Björnsdóttir túlkaði hvorki meira né minna en þrjár persónur í verkinu Fólk, staðir hlutir og hlaut Grímuverðlaun fyrir frammistöðu sína.Grímur BjarnasonFíkninni teflt á móti leikhúsinu Sigrún Edda var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir túlkun sína á, hvorki meira né minna en, þremur persónum í verkinu Fólk, staðir, hlutir sem fer fram á meðferðarstofnun og fjallar um fíkn og ólíkar birtingarmyndir hennar. Verkið hefur vakið sterk viðbrögð beggja vegna „fjórða veggjarins“ svokallaða því efni þess hreyfði mjög við leikhópnum. „Þegar við tókum við þessu verki fórum við öll að skoða samskipti okkar við aðra upp á nýtt og samskipti okkar við okkur sjálf; hvernig við hugsum. Við fórum í mikla og djúpa leit og ég held að við listamennirnir sem stóðum á sviðinu séum betri manneskjur á eftir og við finnum mjög sterkt fyrir þessari tengingu út í salinn og hver einasti áhorfandi upplifir á sinn hátt eitthvað fyrir sig að hugsa um; bæði fíklar og aðstandendur eða einhver sem hefur sett sig í það hlutverk að dæma fólk sem lendir í fíkn sem einhverja aumingja sem geta ekki plumað sig í tilverunni,“ segir Sigrún Edda sem bendir á að fíknin hefur mörg andlit. „Ég held það sé enginn sem ekki tengist fíkn á einhvern hátt og þá ekki endileg áfengisfíkn. Þetta er svo breitt hugtak. Þetta verk er svo vel skrifað, þetta er glitrandi texti að fást við og höfundurinn hefur kafað mjög djúpt og persónurnar eru vel skrifaðar, samtölin eru þannig að þau koma stöðugt á óvart og það er svona ný sýn oft á fíknina. Okkur hættir til að dæma mjög hart þá sem lenda verst í henni. Flest okkar tengjast einhverjum sem á við áfengis-eða vímuefnavanda að stríða.“ Fíknin geti birst í þrálátri kauphegðun og kynlífsfíkn. „Þetta er alls konar fíkn til þess að losa okkur við hversdaginn; til að horfast ekki í augu við hversdaginn eins og hann er. Þetta er flótti.“ Sigrún Edda segir að við séum öll í leit að einhvers konar innri friði. Við séum að leitast við að taka í sátt hinn gráa hversdagsleika. Að sögn Sigrúnar Eddu er þessi hversdagsleiki litríkur, séður með réttu sjónarhorni.Leiktextinn hreyfði við leikhópi Fólk, staðir, hlutir og knúði hann til umhugsunar.Grímur Bjarnason„Við erum með eitthvað í farteskinu, frá í Móðuharðindunum sem við þurfum að skoða og rannsaka. Alls konar munstur sem skapast í fjölskyldum sem við tökum með okkur úr fortíðinni og setjum yfir á börnin okkar; alls konar kröfur, kröfurnar til okkar sjálfra, við erum aldrei nógu góð. Í þessu verki Fólk, staðir, hlutir þá er leikhúsinu teflt á móti þessari fíkn og þessum flótta í eitthvað annað ástand og það að standa á sviði og að fá að vera einhver annar en maður er; segja setningar sem hafa verið skrifaðar af snillingum og láta klappa fyrir sér á hverju einasta kvöldi. Það er stórkostlegt vegna þess að maður fær hvíld frá leiðindunum í sjálfum sér og það er víma. Þegar við lesum góða bók og förum að samsama okkur með góðum skáldskap þá hverfum við frá okkur sjálfum og áhyggjum okkar og fáum að upplifa það besta. Þegar við hlustum á góða tónlist og lokum augunum þá upplifum við himnaríki,“ segir Sigrún Edda.Guðrún Ásmundsdóttir segir að Ragnar Kjartansson, sonur sinn, hafi teiknað mikið sem barn en bætir við að það hafi ekki verið neitt varið í teikningarnar. Þetta segir Guðrún meira af gríni en alvöru, enda mikill húmoristi.Vísir/Daníel RúnarssonListræn og lífleg fjölskylda Guðrún Ásmundsdóttir hefur ekki aðeins verið dóttur sinni innblástur því Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður, sonur hennar hefur einnig fetað hina listrænu slóð. Lagðirðu áherslu á listrænt uppeldi?„Nei, ég kunni ekki neitt nema að kela við þau. Ég hafði ekkert vit á uppeldi.“ Guðrún segir kímin frá því að í gegnum tíðina hafi erlendir blaðamenn spurt hana að því hvort hún hefði snemma orðið vör við mikla myndlistarhæfileika sonar síns og hvort hann hefði ekki verið góður í að teikna. „Jú, hann teiknaði mikið en ég verð að játa að mér fannst ekkert varið í það sem hann teiknaði og ég henti því öllu. Það er ekki til ein einasta mynd eftir Ragnar frá því hann var barn, það er voða sorglegt,“ segir Guðrún og skellihlær.Aðalstarfið að taka við gjöfum Mæðgurnar eiga það sameiginlegt að hafa leikið mikið í atvinnuleikhúsi. En hvert er viðhorf þeirra til listarinnar og hvernig nálgast þær hin mörgu og margvíslegu verkefni?„Það er þá kannski helst að vera heiðarlegur gagnvart verkefnunum, þau eru mismunandi. Að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Láta sér þykja vænt um það sem maður fær upp í hendurnar. Stundum fær maður gullmola og stundum ekki en maður reynir alltaf að leggja sig allan fram í hlutina, hvernig svo sem þeir eru og gera það besta úr því sem er.Gömul mynd af mæðgunum.Mitt aðalstarf hefur verið að taka við gjöfum, taka við textum sem aðrir búa til og ég hef það að leiðarljósi að gera mitt besta svo þeir njóti sín sem best,“ segir Sigrún Edda en Guðrún, sem horfir aðdáunaraugum á dóttur sína, er sama sinnis. „Ég er náttúrulega innilega sammála þessari dóttur minni, hvað þýðir annað fyrir foreldri? Nei nei, ég meina það. Þetta er nákvæmlega út úr mínum huga.“ Þegar Guðrún horfir yfir farinn veg þá leitar hugurinn aftur til hins góða kennara, Lárusar Pálssonar, sem að því er séð verður, hefur haft mikil áhrif á hana því hún segir að leiðarljós sitt í gegnum leiklistarferilinn hafi verið að reyna að finna út hvernig húmor sögupersónurnar í verkinu hafa og hvernig þær gerir grín að sjálfum sér. „Það var manni mjög mikil hjálp þegar maður var að glíma við persónur sem lágu kannski ekki alveg næst manni. Svo var það annað sem hann kenndi okkur og ég hef alltaf haft í huga, líka þegar ég er að kenna, ég hef verið að kenna við Listaháskólann: Það sem skal gerast betur en vel, fer oft verr en illa,“ segir Guðrún sem í sinni túlkun leggur áherslu á að gera bara eins mikið og hún eigi innistæðu fyrir „og ekki ögn meira“. Sigrún grípur boltann á lofti og botnar setningu móður sinnar: „Það eru til orð yfir þessi hugtök í dag sem voru ekki notuð þá og það er að hvíla í andartakinu og treysta því að maður sjálfur sé nóg.“
Gríman Tengdar fréttir Himnaríki og helvíti valin sýning ársins á Grímunni Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. 5. júní 2018 21:34 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Himnaríki og helvíti valin sýning ársins á Grímunni Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. 5. júní 2018 21:34