Hleður íslenska landsliðið lofi og segir það fyrirmynd minni þjóða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 11:47 Kunnugleg sjón úr leiknum í gær. Vísir/Vilhelm „Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30