Eigandi þriggja kílóa af kókaíni ófundinn Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2018 08:00 Allir skipverjar hafa enn réttarstöðu sakbornings. Vísir/VIlhelm Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira