Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:21 Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Vísir/ Jói K Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30