Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira