Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. júní 2018 20:30 Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“ Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15