Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Pawel Bartosek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. vÍSIR/ANTON Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13