Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2018 08:00 Þegar Fréttablaðið bar að garði voru dyr Iðnó læstar. Hluti af barnum virðist hafa verið færður til en hluti er enn til staðar í anddyrinu. Vísir/ERNIR Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00