Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 07:54 Enn er skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/Egill Leiguverð og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað minna en launavísitala undanfarna 12 mánuði, ef marka má nýja mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Að sögn skýrsluhöfunda er þetta í fyrsta skipti síðan í júní 2016 sem 12 mánaða hækkun launa er meiri en hækkun bæði leigu- og íbúðaverðs. Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. Í skýrslunni segir jafnframt að á sama tíma og hægt hefur á hækkun fasteignaverðs hafa vextir á íbúðalánum haldið áfram að lækka. „Þegar tekið er tillit til beggja þátta, þ.e. þróunar íbúðaverðs og vaxta, er greiðslubyrði af lánum vegna kaupa á dæmigerðri íbúð á höfuðborgarsvæðinu í mörgum tilfellum minni nú en ef sama íbúð hefði verið keypt fyrir ári síðan,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs um útgáfu skýrslunnar. Fólk sem kaupir íbúð til þess að leigja hana út og fjármagnar kaupin með íbúðaláni þurfi því „í mörgum tilfellum“ að greiða minna í vexti nú en það hefði gert fyrir ári síðan. Þrátt fyrir það hefur leiguverð haldið áfram að hækka undanfarið ár enda er skortur á leiguhúsnæði. Nánar upplýsingar um skýrsluna, sem og skýrsluna sjálfa, má nálgast á vef Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Leiguverð og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað minna en launavísitala undanfarna 12 mánuði, ef marka má nýja mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Að sögn skýrsluhöfunda er þetta í fyrsta skipti síðan í júní 2016 sem 12 mánaða hækkun launa er meiri en hækkun bæði leigu- og íbúðaverðs. Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. Í skýrslunni segir jafnframt að á sama tíma og hægt hefur á hækkun fasteignaverðs hafa vextir á íbúðalánum haldið áfram að lækka. „Þegar tekið er tillit til beggja þátta, þ.e. þróunar íbúðaverðs og vaxta, er greiðslubyrði af lánum vegna kaupa á dæmigerðri íbúð á höfuðborgarsvæðinu í mörgum tilfellum minni nú en ef sama íbúð hefði verið keypt fyrir ári síðan,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs um útgáfu skýrslunnar. Fólk sem kaupir íbúð til þess að leigja hana út og fjármagnar kaupin með íbúðaláni þurfi því „í mörgum tilfellum“ að greiða minna í vexti nú en það hefði gert fyrir ári síðan. Þrátt fyrir það hefur leiguverð haldið áfram að hækka undanfarið ár enda er skortur á leiguhúsnæði. Nánar upplýsingar um skýrsluna, sem og skýrsluna sjálfa, má nálgast á vef Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira