Fótbolti

Gylfi byrjar og verður fyrirliði á móti Gana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að ná sér að fullu af meiðslunum og verður með annað kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að ná sér að fullu af meiðslunum og verður með annað kvöld. vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson verður í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Gana á Laugardalsvellinum á morgun.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, hóf blaðamannafundinn sinn í dag á því að tilkynna það að allir leikmenn séu leikfærir nema fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson,

Heimir sagði líka frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni byrja leikinn á morgun og að hann muni bera fyrirliðabandið í leiknum. Kári Árnason var fyrirliði í leiknum á móti Noregi en Gylfi kom þá inná sem varamaður.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa frá því að hann meiddist á hné í mars.

Heimir sagði líka frá því að staðan á Aroni Einari Gunnarssyni væri góð og að hann verði klár í fyrsta leik á HM á móti Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×