Fimmtíu líffæragjafar gáfu 186 líffæri síðastliðinn áratug Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 8. júní 2018 08:00 Í svari frá Landspítalanum segir að flest líffæri hafi verið gefin árið 2015. Vísir/vilhelm Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15
Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00