Erlent

Dennis Rodman á leið til Singapúr

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong-un og Dennis Rodman.
Kim Jong-un og Dennis Rodman. Vísir/EPA
Körfuboltaleikmaðurinn fyrrverandi, Dennis Rodman, mun ferðast til Singapúr og vera viðstaddur fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa.

Rodman hefur ferðast til Norður-Kóreu og myndað vinskap við Kim. Hann hefur sömuleiðis keppt í raunveruleikaþætti Trump, „Celebrity Apprentice“ og gerði það árið 2013.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að Rodman muni ekki koma að fundinum með opinberum hætti. Hann ferðist á eigin vegum og ekki á vegum ríkisins.

Rafmyntarfyrirtækið PotCoin mun fjármagna ferð Rodman til Singapúr, en fyrirtækið hefur þegar fjármagnað ferðir hans til Norður-Kóreu. Fyrirtækið var stofnað í kanada árið 2014 og er markmiðið þess að veita fyrirtækjum sem selja og rækta maríjúana bankaþjónustu.

Talsmaður fyrirtækisins sagði Washington Post í gær að forsvarsmenn þess teldu að Rodman ætti friðarverðlaun skilið, ásamt þeim Trump og Kim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×