Erlent

Fundu 2.800 ára gamlar fornminjar vegna kjarrelda

Samúel Karl Ólason skrifar
Allar fornminjar Grikklands eru í eigu ríkisins samkvæmt lögum.
Allar fornminjar Grikklands eru í eigu ríkisins samkvæmt lögum. Vísir/EPA
Slökkviliðsmenn sem unnu að því að slökkva kjarreld í Grikklandi í gær fundu um 200 fornminjar sem búið var að fela í kjarrinu. Elstu fornminjarnar eru um 2.800 ára gamlar. Ekki liggur fyrir hver hafði falið fenginn þarna en um ólöglegt athæfi er að ræða þar sem fornminjar Grikklands eru í eigu ríkisins samkvæmt lögum.

Menningarmálaráðuneyti Grikklands segir að munirnir hafi verið hreinsaðir og komið fyrir í poka áður en þeir voru faldir. Þá virtist sem að viðgerðir hafi verið framkvæmdar á nokkrum þeirra. Munirnir munu ekki hafa skemmst mikið í eldinum að öðru leyti en að einhverjar reykskemmdir hafi orðið.

Að mestu er um að ræða hluti úr leir, eins og vasa og styttur.

Ráðuneytið segir að umfangsmikil smyglstarfsemi eigi sér stað á svæðinu þar sem munirnir fundust. Lögreglan vinni nú að því að finna þá sem hafi safnað og falið fornminjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×