90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2018 14:30 Yoel Romero of þungur. Vísir/Getty UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2 MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sjá meira
UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00