Flugvél strákanna minni en stefnt var að Kolbeinn Tumi Daðason í Keflavík skrifar 9. júní 2018 11:08 Ferðatöskur eru í fjölmörgum sætum um borð í vélinni þar sem farangursrýmin eru full. Vísir/Kolbeinn Tumi Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira