Erlent

Handtekinn vegna morðsins á þýskri stúlku

Andri Eysteinsson skrifar
Ali Bashar var handtekinn í Írak, grunaður um morðið á Susönnu Feldman.
Ali Bashar var handtekinn í Írak, grunaður um morðið á Susönnu Feldman. Vísir/EPA
Íraskur hælisleitandi, Ali Bashar, sem flúði Þýskaland eftir að unglingsstúlka fannst myrt hefur verið handtekinn í heimalandi sínu en þetta kemur fram á vef BBC.

Hinn tvítugi Bashar var handtekinn af lögreglu á heimaslóðum hans í Duhok héraði eftir að þýsk yfirvöld höfðu óskað eftir aðstoð. Bashar flúði Þýskaland eftir að lík hinnar 14 ára gömlu Susönnu Feldman frá Mainz fannst við lestarteina í útjaðri borgarinnar Wiesbaden.

Þ
ýska lögreglan hefur gefið það út að stúlkunni hefði verið nauðgað og er talið að hún hafi verið kyrkt.

Írösk og Þýsk yfirvöld hafa gefið það út að Ali Bashar verði framseldur til Þýskalands og að réttað verði yfir honum þar. Í yfirlýsingu sinni sagðist innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, vera hæstánægður með að hinn grunaði yrði leiddur fyrir þýskan dómstól. 

Mikil reiði greip um sig í Þýskalandi þegar yfirvöld gáfu út að Bashar hafði tekist að flýja land ásamt fjölskyldu sinni. 

Málið hefur endurvakið gagnrýni á stefnum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í innflytjendamálum. Stjórnendur öfga-hægri flokksins (AfD) hafa kallað eftir afsögn Merkel í kjölfar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×