Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 11:16 Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. visir/vilhelm Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf „Þetta er kapall sem að einhverju leyti einfaldast í gær með því að einn flokkur í borgarstjórn [Sósíalistaflokkur íslands] sagðist ekki hafa áhuga á völdum. Sem talsmaður frjálslyndrar markaðshyggju þá hoppa ég hæð mína í loft upp yfir því að vita að Sósíalistarnir hafi ekki áhuga á að stjórna borginni,“ segir Pawel og bætir við að Viðreisn sé „tilbúin að vinna með öllum en ef þau hafa ekki áhuga á að vinna með neinum þá verða þau að eiga það við sína kjósendur hvort það sé rétt ákvörðun.“ Pawel sagðist vera bundinn trúnaði og gæti hvorki sagt til um það við hvaða flokka Viðreisn ræðir í dag né hvenær. Hann sagði þó að dagskráin sé ekki mjög þétt í dag og að fulltrúar hinna ýmsu flokka ræddust við símleiðis. „Það er ekkert rosalegt að frétta frá mínum vígstöðvum. Það eru bara þreifingar í gangi og fólk er bara að bíða eftir að eitthvað skýrist, í rauninni.“Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Hann hlaut 8,2% atkvæða og er í lykilstöðu til að mynda meirihluta.Vísir/rakel ósk sigurðardóttirAðspurður segir Pawel að helsta ásteytingarefni Viðreisnar og Miðflokks séu skipulags-og samgöngumálin „Ágreiningurinn milli Viðreisnar og Miðflokksins í þessum kosningum – ég myndi kannski ekki túlka hann sem frjálslyndi og víðsýni beinlínis – er mjög skýr um það hvort stefna þéttingu byggðar og gildandi aðalskipulags sé rétt, eins og við í Viðreisn töldum, eða hvort hún sé röng eins og Miðflokkurinn var á og keyrði mjög fast á [í kosningabaráttunni]. Það er ágreiningspunkturinn í þá áttina,“ segir Pawel sem bætir við að það sé talsverður hugmyndafræðilegur munur hvað þetta varðar en að flokkarnir séu sammála um að það sé brýnt að sýna ráðahag í rekstri borgarinnar. Sá orðrómur hefur komist á kreik að Viðreisn hygðist ráða ópólitískan borgarstjóra. Pawel tók af öll tvímæli um það. „Ef við förum út í formlegar viðræður þá er allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin, það er bara augljóst. Meirihlutinn féll og það þarf að mynda nýjan með einhverju móti. Við höfum hvorki sett afarkosti í neinu af þessum efnum né gefið neitt eftir. Það er svo langt því frá að fulltrúar Viðreisnar séu í einhverjum óformlegum viðræðum við flokka að nefna einhver nöfn sem hafa verið orðuð. Það er slúður,“ ítrekar Pawel. Hann segir að lokum að þau mál sem séu efst á blaði hjá Viðreisn í viðræðum um myndun meirihluta séu meðal annars atvinnumál og menntamál en Pawel vill að það komi skýrt fram flokkurinn setji hinum flokkunum enga afarkosti. „Það eru atvinnumálin og uppbygging; að gera Reykjavík að samkeppnishæfari borg þannig að það sé betra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að starfa í Reykjavík og skapa fjölbreytt störf fyrir vel menntað fólk. Við leggjum líka talsverða áherslu á skólamál, við höfum náttúrulega verið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að menntun barna og við höfum öðruvísi áherslur þar. Við viljum bæði bæta kjörin en við viljum líka efla faglegt sjálfstæði skólanna.“ Spurður hvort flokkarnir sem eigi í óformlegum viðræðum hafi gefið sér einhvern tímaramma svarar Pawel neitandi en segir þó að það væri langbest að flokkarnir væru búnir að mynda meirihluta fyrir 11. júní þegar nýir borgarfulltrúar taka sæti. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf „Þetta er kapall sem að einhverju leyti einfaldast í gær með því að einn flokkur í borgarstjórn [Sósíalistaflokkur íslands] sagðist ekki hafa áhuga á völdum. Sem talsmaður frjálslyndrar markaðshyggju þá hoppa ég hæð mína í loft upp yfir því að vita að Sósíalistarnir hafi ekki áhuga á að stjórna borginni,“ segir Pawel og bætir við að Viðreisn sé „tilbúin að vinna með öllum en ef þau hafa ekki áhuga á að vinna með neinum þá verða þau að eiga það við sína kjósendur hvort það sé rétt ákvörðun.“ Pawel sagðist vera bundinn trúnaði og gæti hvorki sagt til um það við hvaða flokka Viðreisn ræðir í dag né hvenær. Hann sagði þó að dagskráin sé ekki mjög þétt í dag og að fulltrúar hinna ýmsu flokka ræddust við símleiðis. „Það er ekkert rosalegt að frétta frá mínum vígstöðvum. Það eru bara þreifingar í gangi og fólk er bara að bíða eftir að eitthvað skýrist, í rauninni.“Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Hann hlaut 8,2% atkvæða og er í lykilstöðu til að mynda meirihluta.Vísir/rakel ósk sigurðardóttirAðspurður segir Pawel að helsta ásteytingarefni Viðreisnar og Miðflokks séu skipulags-og samgöngumálin „Ágreiningurinn milli Viðreisnar og Miðflokksins í þessum kosningum – ég myndi kannski ekki túlka hann sem frjálslyndi og víðsýni beinlínis – er mjög skýr um það hvort stefna þéttingu byggðar og gildandi aðalskipulags sé rétt, eins og við í Viðreisn töldum, eða hvort hún sé röng eins og Miðflokkurinn var á og keyrði mjög fast á [í kosningabaráttunni]. Það er ágreiningspunkturinn í þá áttina,“ segir Pawel sem bætir við að það sé talsverður hugmyndafræðilegur munur hvað þetta varðar en að flokkarnir séu sammála um að það sé brýnt að sýna ráðahag í rekstri borgarinnar. Sá orðrómur hefur komist á kreik að Viðreisn hygðist ráða ópólitískan borgarstjóra. Pawel tók af öll tvímæli um það. „Ef við förum út í formlegar viðræður þá er allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin, það er bara augljóst. Meirihlutinn féll og það þarf að mynda nýjan með einhverju móti. Við höfum hvorki sett afarkosti í neinu af þessum efnum né gefið neitt eftir. Það er svo langt því frá að fulltrúar Viðreisnar séu í einhverjum óformlegum viðræðum við flokka að nefna einhver nöfn sem hafa verið orðuð. Það er slúður,“ ítrekar Pawel. Hann segir að lokum að þau mál sem séu efst á blaði hjá Viðreisn í viðræðum um myndun meirihluta séu meðal annars atvinnumál og menntamál en Pawel vill að það komi skýrt fram flokkurinn setji hinum flokkunum enga afarkosti. „Það eru atvinnumálin og uppbygging; að gera Reykjavík að samkeppnishæfari borg þannig að það sé betra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að starfa í Reykjavík og skapa fjölbreytt störf fyrir vel menntað fólk. Við leggjum líka talsverða áherslu á skólamál, við höfum náttúrulega verið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að menntun barna og við höfum öðruvísi áherslur þar. Við viljum bæði bæta kjörin en við viljum líka efla faglegt sjálfstæði skólanna.“ Spurður hvort flokkarnir sem eigi í óformlegum viðræðum hafi gefið sér einhvern tímaramma svarar Pawel neitandi en segir þó að það væri langbest að flokkarnir væru búnir að mynda meirihluta fyrir 11. júní þegar nýir borgarfulltrúar taka sæti.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00