Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 5-0 | Stjörnumenn völtuðu yfir Þróttara Þór Símon Hafþórsson skrifar 30. maí 2018 22:15 Stjörnumenn fagna í sumar. vísir/daníel Stjarnan mætti Þrótti í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í fótbolta í blíðskapar veðri í Garðabænum. Leikurinn fór hægt af stað og í raun gerðist ekkert fyrsta hálftíma leiksins. Fyrsta skot leiksins kom eftir góðar 25 mínútur og var það ekki sérlega merkilegt. En það dró svo til tíðinda á 36. mínútu er Stjarnan fékk aukaspyrnu og Hilmar Árni átti fyrirgjöf beint á kollinn á Baldri Sig sem skoraði af stuttu færi. Vörn Þróttara í einhverjum vandræðum þar því Baldur var bókstaflega einn á auðum sjó í markteig liðsins. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Guðmundur Steinn við marki fyrir Stjörnuna er hann skoraði af stuttu færi eftir fallega sókn þar sem hann og Heiðar Ægis léku sín á milli. Staðan 2-0 í hálfleik. Stjarnan fór leikandi létt í gegnum seinni hálfleikinn þar sem Guðmundur Steinn bætti við tveimur mörkum af stuttu færi og innisglaði þrennu sína áður en Hilmar Árni kláraði dæmið með skallamarki á lokamínútum leiksins. 5-0 sigur Stjörnunnar því staðreynd og er liðið því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.Afhverju vann Stjarnan? Bara mikill gæðamunur á þessum tveimur liðum. Eitt lið er spáð toppbaráttu í Pepsi deildinni en hitt er í næst efstu deildinni, Inkasso. Þróttur er með fínt lið fyrir þá deild en Stjarnan var í kvöld og er heilt yfir bara nokkrum númerum of stórir.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn var frábær fyrir framan markið og skoraði þrennu og einnig vill ég sérstaklega nefna Sölva Snæ, 2001 módel, sem kom inn á 57. mínútu fyrir Guðjón Baldvinsson og frískaði svo sannarlega upp á leikinn. Staðan var þá 2-0 en leikurinn endaði 5-0 og þó svo að Sölvi hafi ekki átt beinan þátt að marki þá lífgaði hann upp leik sem hafði verið ansi daufur fyrsta klukkutíman. Spennandi efni þarna á ferð. Hilmar Árni var einnig góður en það er ekkert nýtt.Hvað gekk illa? 5-0 hljómar mjög vel en þetta var engin stórskemmtun. Fyrsti hálftíminn er einn leiðinlegasti hálftími af knattspyrnu sem ég hef séð. Á 26. mínútu kom fyrsta skot leiksins. Það segir sitt.Hvað gerist næst? Þróttur mætir Magna á Grenivík en Stjarnan á erfiðan nágrannaslag framundan í Kópavoginum gegn Breiðablik. Alvöru slagur þar á ferð.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Flóðgáttirnar opnuðust í seinni hálfleik Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Mjög ánægður að vera kominn áfram í 8-liða úrslit. Leikurinn spilaðist vel fyrir okkur. Þetta var rólegt fyrsta hálftíman. Svo opnuðust flóðgáttirnar í seinni hálfleik og okkur gekk vel að skora,“ sagði Rúnar en fyrsti hálftími leiksins gekk brösuglega hjá heimamönnum en fyrsta skot leiksins kom á 26. mínútu og þá voru það Þróttarar sem áttu það. „Það er stutt síðan við spiluðum síðast. Áttum hörkuleik gegn Grindavík þannig menn voru stífir og þreyttir en við komumst yfir það,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Guðmunds Steins. „Hann spilaði vel og gaman að sjá spila vel í þessari stöðu. Hann kann alveg að skora mörk.“ Aðspurður hvort hann héldi að samanlögð vegalengd marka Guðmundar hefði náð að vítapunktinum skellti Rúnar upp úr en sagði þessi mörk vera einmitt það sem hefði vantað í Stjörnuna. „Það þarf að klára þessi færi. Við höfum fengið mörg svona færi og ekki klárað þau. Hann er maður á réttum stað og getur klárað.“ Gulli tók við Þrótturum fyrir tímabiliðvísir/heimasíða ÞróttarGunnlaugur Jónsson: Þeir gengu á lagið „Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega fyrir utan þessi mörk sem við fengum á okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttara eftir 5-0 skell liðsins gegn Stjörnunni. „Þeir voru ekki að opna okkur framan af. Fyrsta markið kemur eftir fast leikatriði og svo skoruðu þeir úr skyndisókn. Mér fannst ganga nokkuð vel,“ sagði Gunnlaugur en Stjarnan átti erfitt updráttar gegn þéttum Þrótturum framan af leik. „Það fór mikil orka í fyrri hálfleikinn og að lenda tveimur mörkum undir í fyrri dró tennurnar úr okkur í þeim seinni og þeir gengu á lagið,“ sagði Gunnlaugur sem segir að sínir menn verði að vera fljótir að ná sér eftir tapið en Þróttur á næst leik á sunnudaginn. „5-0 eru alltof háar tölur. Ég vona að við náum mönnum upp á tærnar strax á morgun. Næsti leikur er gegn Magni á Grenivík núna á sunnudaginn og þar þurfum við að vera með öll ljós kveikt.“Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom til Stjörnunnar í veturMynd/Fésbókarsíða StjörnunnarGuðmundur Steinn: Dirk Kuyt er glæsilegur gæi „Ég vil í raun skora svona mörk. Maður getur skorað endalaust af svona mörkum. Maður nær ekki oft að flengja honum inn af 30 metrunum,“ sagði Guðmundur Steinn, leikmaður Stjörnunnar, sem skoraði þrennu í öruggum 5-0 sigri liðsins á Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld. Þrennan kom öll af stuttu færi og sagði undirritaður við Guðmund að það væri eilítill Dirk Kuyt fnykur af öllum mörkunum hans. „Það er bara fínt. Hann er glæsilegur gæi og við kvörtum ekki yfir því,“ sagði Guðmundur kátur í bragði. Aðspurður hvernig hann metur sínar fyrstu mánuði hjá Stjörnunni er hann bjartsýnn á framhaldið en Guðmundur Steinn spilaði með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar. „Við höfum lent í smá vandræðum með að klára leiki í sumar. Allt of mikið af jafnteflum en það er samt stígandi í þessu hjá okkur og á meðan það er svoleiðis þá höfum við engar áhyggjur.“ Guðmundur Steinn skoraði mark gegn Grindvíkingum í síðustu umferð. Eða svo segir sagan því markið náðist ekki á mynd. Aðspurður hvort hann væri ekki bjartsýnn á að sjá allavega eitt mark í sjónvarpinu á morgun var hann kokhraustur. „Voru þið á myndavélinni? Þá hlýtur þetta að vera í lagi,“ sagði Guðmundur Steinn, enda var aðal myndatökumaðurinn á svæðinu í kvöld, Böddi „The Great“. Engar áhyggjur Guðmundur. Íslenski boltinn
Stjarnan mætti Þrótti í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í fótbolta í blíðskapar veðri í Garðabænum. Leikurinn fór hægt af stað og í raun gerðist ekkert fyrsta hálftíma leiksins. Fyrsta skot leiksins kom eftir góðar 25 mínútur og var það ekki sérlega merkilegt. En það dró svo til tíðinda á 36. mínútu er Stjarnan fékk aukaspyrnu og Hilmar Árni átti fyrirgjöf beint á kollinn á Baldri Sig sem skoraði af stuttu færi. Vörn Þróttara í einhverjum vandræðum þar því Baldur var bókstaflega einn á auðum sjó í markteig liðsins. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Guðmundur Steinn við marki fyrir Stjörnuna er hann skoraði af stuttu færi eftir fallega sókn þar sem hann og Heiðar Ægis léku sín á milli. Staðan 2-0 í hálfleik. Stjarnan fór leikandi létt í gegnum seinni hálfleikinn þar sem Guðmundur Steinn bætti við tveimur mörkum af stuttu færi og innisglaði þrennu sína áður en Hilmar Árni kláraði dæmið með skallamarki á lokamínútum leiksins. 5-0 sigur Stjörnunnar því staðreynd og er liðið því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.Afhverju vann Stjarnan? Bara mikill gæðamunur á þessum tveimur liðum. Eitt lið er spáð toppbaráttu í Pepsi deildinni en hitt er í næst efstu deildinni, Inkasso. Þróttur er með fínt lið fyrir þá deild en Stjarnan var í kvöld og er heilt yfir bara nokkrum númerum of stórir.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn var frábær fyrir framan markið og skoraði þrennu og einnig vill ég sérstaklega nefna Sölva Snæ, 2001 módel, sem kom inn á 57. mínútu fyrir Guðjón Baldvinsson og frískaði svo sannarlega upp á leikinn. Staðan var þá 2-0 en leikurinn endaði 5-0 og þó svo að Sölvi hafi ekki átt beinan þátt að marki þá lífgaði hann upp leik sem hafði verið ansi daufur fyrsta klukkutíman. Spennandi efni þarna á ferð. Hilmar Árni var einnig góður en það er ekkert nýtt.Hvað gekk illa? 5-0 hljómar mjög vel en þetta var engin stórskemmtun. Fyrsti hálftíminn er einn leiðinlegasti hálftími af knattspyrnu sem ég hef séð. Á 26. mínútu kom fyrsta skot leiksins. Það segir sitt.Hvað gerist næst? Þróttur mætir Magna á Grenivík en Stjarnan á erfiðan nágrannaslag framundan í Kópavoginum gegn Breiðablik. Alvöru slagur þar á ferð.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Flóðgáttirnar opnuðust í seinni hálfleik Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Mjög ánægður að vera kominn áfram í 8-liða úrslit. Leikurinn spilaðist vel fyrir okkur. Þetta var rólegt fyrsta hálftíman. Svo opnuðust flóðgáttirnar í seinni hálfleik og okkur gekk vel að skora,“ sagði Rúnar en fyrsti hálftími leiksins gekk brösuglega hjá heimamönnum en fyrsta skot leiksins kom á 26. mínútu og þá voru það Þróttarar sem áttu það. „Það er stutt síðan við spiluðum síðast. Áttum hörkuleik gegn Grindavík þannig menn voru stífir og þreyttir en við komumst yfir það,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Guðmunds Steins. „Hann spilaði vel og gaman að sjá spila vel í þessari stöðu. Hann kann alveg að skora mörk.“ Aðspurður hvort hann héldi að samanlögð vegalengd marka Guðmundar hefði náð að vítapunktinum skellti Rúnar upp úr en sagði þessi mörk vera einmitt það sem hefði vantað í Stjörnuna. „Það þarf að klára þessi færi. Við höfum fengið mörg svona færi og ekki klárað þau. Hann er maður á réttum stað og getur klárað.“ Gulli tók við Þrótturum fyrir tímabiliðvísir/heimasíða ÞróttarGunnlaugur Jónsson: Þeir gengu á lagið „Leikurinn var virkilega kaflaskiptur. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega fyrir utan þessi mörk sem við fengum á okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttara eftir 5-0 skell liðsins gegn Stjörnunni. „Þeir voru ekki að opna okkur framan af. Fyrsta markið kemur eftir fast leikatriði og svo skoruðu þeir úr skyndisókn. Mér fannst ganga nokkuð vel,“ sagði Gunnlaugur en Stjarnan átti erfitt updráttar gegn þéttum Þrótturum framan af leik. „Það fór mikil orka í fyrri hálfleikinn og að lenda tveimur mörkum undir í fyrri dró tennurnar úr okkur í þeim seinni og þeir gengu á lagið,“ sagði Gunnlaugur sem segir að sínir menn verði að vera fljótir að ná sér eftir tapið en Þróttur á næst leik á sunnudaginn. „5-0 eru alltof háar tölur. Ég vona að við náum mönnum upp á tærnar strax á morgun. Næsti leikur er gegn Magni á Grenivík núna á sunnudaginn og þar þurfum við að vera með öll ljós kveikt.“Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom til Stjörnunnar í veturMynd/Fésbókarsíða StjörnunnarGuðmundur Steinn: Dirk Kuyt er glæsilegur gæi „Ég vil í raun skora svona mörk. Maður getur skorað endalaust af svona mörkum. Maður nær ekki oft að flengja honum inn af 30 metrunum,“ sagði Guðmundur Steinn, leikmaður Stjörnunnar, sem skoraði þrennu í öruggum 5-0 sigri liðsins á Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld. Þrennan kom öll af stuttu færi og sagði undirritaður við Guðmund að það væri eilítill Dirk Kuyt fnykur af öllum mörkunum hans. „Það er bara fínt. Hann er glæsilegur gæi og við kvörtum ekki yfir því,“ sagði Guðmundur kátur í bragði. Aðspurður hvernig hann metur sínar fyrstu mánuði hjá Stjörnunni er hann bjartsýnn á framhaldið en Guðmundur Steinn spilaði með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar. „Við höfum lent í smá vandræðum með að klára leiki í sumar. Allt of mikið af jafnteflum en það er samt stígandi í þessu hjá okkur og á meðan það er svoleiðis þá höfum við engar áhyggjur.“ Guðmundur Steinn skoraði mark gegn Grindvíkingum í síðustu umferð. Eða svo segir sagan því markið náðist ekki á mynd. Aðspurður hvort hann væri ekki bjartsýnn á að sjá allavega eitt mark í sjónvarpinu á morgun var hann kokhraustur. „Voru þið á myndavélinni? Þá hlýtur þetta að vera í lagi,“ sagði Guðmundur Steinn, enda var aðal myndatökumaðurinn á svæðinu í kvöld, Böddi „The Great“. Engar áhyggjur Guðmundur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti