Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 3-2 | Valsmenn slógu bikarmeistarana úr leik Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2018 20:30 Patrick Pedersen. vísir/vilhelm Valur vann góðan sigur, 3-2, á ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en Tobias Thompsen skoraði sigurmark Valsara. Sindri Björnsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu einnig fyrir Val í kvöld. Þeir Sigurður Grétar Benónýsson og Kaj Leo gerðu mörk ÍBV.Af hverju fór vann Valur ? Þeir áttu í raun sigurinn alveg skilið. Liðið skapaði sér urmul af færum og skoruðu þrjú mörk. Valsmenn þurfa að nýta færin betur. ÍBV fékk einnig nokkur mörg færi og liðið hefði hæglega getað farið áfram í kvöld. Það var kannski smá meistarabragur yfir Valsliðinu, að þeir hafi náð að sigla þessu í hús.Hverjir stóðu upp úr? Sindri Björnsson var frábær í liði Vals í kvöld. Fengið fá tækifæri í sumar og nýtti sitt heldur betur í dag. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Þvílík frammistaða. Kaj Leo var einnig flottur í liði ÍBV. Hvað gekk illa? Skotnýting leikmanna hjá báðum liðum var ekki góð og menn verða einfaldlega að gera betur þegar þeir fá færi, því sum færin voru mjög góð. Bæði lið þurfa jafnvel að sýna aðeins meiri ró á boltann og taka betri ákvarðanir. Valsmenn þurfa nauðsynlega að skoða hvernig þeir eru að fara með þessi færi sín. Í fyrri áttu þeir að ganga frá þessum leik.Hvað er framundan? Fjölnismenn taka á móti Valsmönnum í næstu umferð í Pepsi-deildinni en það er KR hjá íBV. Ólafur: Skítsama hvernig við vinnum„Þetta var erfitt í kvöld. Eyjamenn voru fínir eins og við en datt sem betur fer okkar megin,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Við gleymum okkur augnablik og þeir fá færi og skora, það er bara svoleiðis í fótbolta,“ segir Óli um þessi tvö mörk sem ÍBV skoraði á stuttum tíma á Valsmenn og komust 2-1 yfir. „Við hefðum viljað klára þennan leik í venjulegum leiktíma en ég er ánægður með niðurstöðuna. Út á það gengur þetta. Mér er skítsama hvernig við gerum þetta, bara að vinna er það sem skiptir máli.“ Ólafur segist hafa sérstakan áhuga á þessari bikarkeppni. „Þetta er frábær keppni og gaman að komast í bikarúrslitaleikinn. Sem er stærsti leikur ársins og við ætlum þangað.“ Kristján: Dómgæslan vond„Framlegð leikmanna var mjög góð í kvöld. Við bitum frá okkur í seinni hálfleik og framkvæmdum leikinn nokkuð vel. Í fyrsta markinu bökkum við allt of mikið,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið. „Heilt yfir er ég sáttur og þeir áttu lítið svar við okkur í seinni hálfleik. Við erum bara of mikið í bakkgírnum.“ Eyjamenn fengu góð skallafæri undir lok leiksins en nýttu þau ekki. „Menn hefðu mátt vera grimmari í boltann og vera mættir betur á svæðið. Það hefði verið mjög sætt að jafna leikinn og fara með þetta eitthvað lengra. Mér fannst dómgæslan vond í dag. Mér fannst hann afskaplega mikla samúð með rauða liðinu í dag.“ Pepsi Max-deild karla
Valur vann góðan sigur, 3-2, á ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en Tobias Thompsen skoraði sigurmark Valsara. Sindri Björnsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu einnig fyrir Val í kvöld. Þeir Sigurður Grétar Benónýsson og Kaj Leo gerðu mörk ÍBV.Af hverju fór vann Valur ? Þeir áttu í raun sigurinn alveg skilið. Liðið skapaði sér urmul af færum og skoruðu þrjú mörk. Valsmenn þurfa að nýta færin betur. ÍBV fékk einnig nokkur mörg færi og liðið hefði hæglega getað farið áfram í kvöld. Það var kannski smá meistarabragur yfir Valsliðinu, að þeir hafi náð að sigla þessu í hús.Hverjir stóðu upp úr? Sindri Björnsson var frábær í liði Vals í kvöld. Fengið fá tækifæri í sumar og nýtti sitt heldur betur í dag. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Þvílík frammistaða. Kaj Leo var einnig flottur í liði ÍBV. Hvað gekk illa? Skotnýting leikmanna hjá báðum liðum var ekki góð og menn verða einfaldlega að gera betur þegar þeir fá færi, því sum færin voru mjög góð. Bæði lið þurfa jafnvel að sýna aðeins meiri ró á boltann og taka betri ákvarðanir. Valsmenn þurfa nauðsynlega að skoða hvernig þeir eru að fara með þessi færi sín. Í fyrri áttu þeir að ganga frá þessum leik.Hvað er framundan? Fjölnismenn taka á móti Valsmönnum í næstu umferð í Pepsi-deildinni en það er KR hjá íBV. Ólafur: Skítsama hvernig við vinnum„Þetta var erfitt í kvöld. Eyjamenn voru fínir eins og við en datt sem betur fer okkar megin,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Við gleymum okkur augnablik og þeir fá færi og skora, það er bara svoleiðis í fótbolta,“ segir Óli um þessi tvö mörk sem ÍBV skoraði á stuttum tíma á Valsmenn og komust 2-1 yfir. „Við hefðum viljað klára þennan leik í venjulegum leiktíma en ég er ánægður með niðurstöðuna. Út á það gengur þetta. Mér er skítsama hvernig við gerum þetta, bara að vinna er það sem skiptir máli.“ Ólafur segist hafa sérstakan áhuga á þessari bikarkeppni. „Þetta er frábær keppni og gaman að komast í bikarúrslitaleikinn. Sem er stærsti leikur ársins og við ætlum þangað.“ Kristján: Dómgæslan vond„Framlegð leikmanna var mjög góð í kvöld. Við bitum frá okkur í seinni hálfleik og framkvæmdum leikinn nokkuð vel. Í fyrsta markinu bökkum við allt of mikið,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið. „Heilt yfir er ég sáttur og þeir áttu lítið svar við okkur í seinni hálfleik. Við erum bara of mikið í bakkgírnum.“ Eyjamenn fengu góð skallafæri undir lok leiksins en nýttu þau ekki. „Menn hefðu mátt vera grimmari í boltann og vera mættir betur á svæðið. Það hefði verið mjög sætt að jafna leikinn og fara með þetta eitthvað lengra. Mér fannst dómgæslan vond í dag. Mér fannst hann afskaplega mikla samúð með rauða liðinu í dag.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti