Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Þór 4-5 | Þór sló Fjölni út í vítaspyrnukeppni Skúli Arnarson skrifar 30. maí 2018 22:00 vísir/bára Það var loksins leikið í góðu veðri í dag þegar Fjölnir og Þór mættust í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismenn hafa farið vel af stað í Pepsi deildinni og sitja í fimmta sæti með 9 stig eftir sex leiki á meðan Þór situr í fimmta sæti í Inkasso deildinni með sjö stig eftir fjóra leiki. Leikurinn fór af stað með látum því að strax eftir um hálfa mínútu fékk Ignacio Echevarria frábært færi þegar Alvaro Calleja renndi boltanum fyrir fætur Echevarria sem skaut boltanum yfir af um 5 metra færi. Næstu mínútur á eftir voru rólegar en Þórsmenn voru þó að valda usla í vörn Fjölnismanna með sendingum aftur fyrir vörn þeirra þar sem Calleja, framherji Þórs, var gjarnan kominn á sprettinn. Þórsarar fengu nokkur fín færi sem þeir náðu ekki að klára en það lá mark í loftinu. Það var svo á 42.mín sem Echevarria komst í gegnum vörn Fjölnis og kláraði færið framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Staðan verðskuldað orðin 1-0 fyrir Þór. Fjölnismenn áttu í stökustu vandræðum með að ná að tengja saman sendingar framarlega á vellinum og það var ljóst í hálfleik að Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, þyrfti að blása lífi í sína menn. Seinni hálfleikurinn var vægast sagt ekki mikil skemmtun. Það gerðist í raun lítið markvert fram að 87.mín. Þá var boltanum rent út á Valmir Berisha, framherja Fjölnis, sem skoraði með laglegu skoti og jafnaði leikinn fyrir Fjölni á síðustu stundu og framlenging niðurstaðan. Framlengingin var langt frá því að vera meiri skemmtun en seinni hálfleikur venjulegs leiktíma og það er skemmst frá því að segja að það var ekkert skorað í framlengingunni og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar fékk Hallvarður Óskar Sigurðsson, sem fæddur er árið 1999, það mikilvæga hlutverk að taka fimmtu spyrnu Fjölnis sem jafnframt hefði dugað til að sigra vítaspyrnukeppnina en spyrna hans var slök og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs sem einnig er fæddur árið 1999, varði hana. Því næst tók varamaður Þórs, Jakob Snær Árnason, spyrnu sem hann skoraði úr og ljóst að Fjölnir þyrftu að skora úr næstu spyrnu til að halda vítakeppninni gangandi. Það kom í hlut varamannsins Igor Jugovic að taka sjöttu spyrnu Fjölnis en hana varði Aron Birkir og þar með var ljóst að Þór væri að fara í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Frábær stund fyrir ungan markvörð Þórs.Afhverju vann Þór? Þór var betri aðilinn í dag og það hefði verið gífurlega svekkjandi ef að Þórsarar hefðu farið norður án sætis í átta liða úrslitin. Betri spilamennska í dag var þó ekki ástæðan fyrir sigri Þórs heldur einfaldlega sterkari taugar og þrjár varðar vítaspyrnur hjá Aroni.Hverjir stóðu upp úr? Það gefur auga leið að segja að Aron Birkir hafi staðið upp úr í dag vegna þess að hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni sem tryggði Þór áframhaldandi veru í Mjólkurbikarnum þetta árið. Varnarmenn Þórs áttu einnig góðan dag í dag og náðu að halda sterku Fjölnisliði í skefjum alveg fram að 87.mín.Hvað gekk illa? Fjölnisliðið spilaði illa í heild sinni í dag og voru í raun heppnir að komast í vítaspyrnukeppnina. Þeir áttu mjög erfitt með að senda boltann á samherja og sköpuðu sér ekki nægilega mörg færi. Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, hefur átt talsvert betri leiki á ferlinum og hann vill líklega gleyma þessum sem fyrst.Hvað gerist næst? Fjölnir mætir Val á Extra-vellinum næstkomandi mánudag í Pepsi deildinniog þurfa þeir að skila talsvert betri frammistöðu í þeim leik ætli þeir sér að eiga séns. Þór kemur aftur suður í höfuðborgina til að leika við ÍR á laugardaginn næstkomandi og geta þeir hæglega byggt ofan á frammistöðu sína hér í dag. Með spilamennsku eins og þeir sýndu fyrstu 60 mínútur leiksins ættu þeir að geta keppt um að spila í deild þeirra bestu næsta sumar en það má lítið útaf að bregða vegna þess að hópur Þórs er ekki breiður.vísir/báraLárus Orri: Ég er gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega ánægður, bæði með að vera kominn áfram og með leikmennina mína í dag. Við vorum öflugir fyrstu 60 mínútur leiksins,“ sagði Lárus Orri, þjálfari Þórs, eftir dramatíkina í dag. Lárus var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna í dag, sérstaklega framan af. „Við héldum skipulaginu vel og náðum að koma skyndisóknum á þá. Við náðum að halda aftur að Fjölni sem eru með gífurlega öflugt lið og marga flotta fótboltastráka og hafa verið að spila vel það sem af er. Mínir menn komu bara vel stemmdir inn í þennan leik og spiluðu vel fyrstu 60.“ „Það var vitað mál að Fjölnir eru með gott lið og að þeir myndu koma á okkur og við héngum á þessu síðustu mínúturnar í venjulegum leiktíma og svo í framlengingunni.“ Lárus lagði áherslu á að hlúa að mannskapnum eftir langan leik í dag. „Þetta hefur byrjað ágætlega hjá okkur en við erum með mjög lítin hóp svo að núna verðum við að drífa okkur heim og hlúa að mannskapnum og mæta aftur hérna til Reykjavíkur á laugardaginn þar sem við eigum mjög erfiðan leik á móti ÍR.“vísir/báraÓlafur Páll: Nú er bikarkeppnin bara búin og deildin er svo annað mál Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var að vonum pirraður í leiks lok. „Ég er gríðarlega svekktur, fyrst og fremst að detta út úr bikarkeppninni á þessu stigi keppninnar og á heimavelli.“ Hann var alls ekki ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en taldi Fjölni þó hafa átt að fá víti. „Við vorum mjög slakir sérstaklega í fyrri hálfleik og hefðum getað verið meira undir. Hinsvegar í seinni hálfleik þá finnst mér að við hefðum átt að fá allavega tvö víti en við kannski áttum ekkert skilið úr þessum leik miðað við hvernig við mættum inn í hann.“ Hann hafði ekki miklar áhyggjur af framhaldinu. „Ég hugsa fyrst og fremst að nú er bikarkeppnin bara búin og deildin er svo annað mál. Við þurfum að mæta gíraðir á mánudaginn á móti Val.“Aron: Gerist ekki betra. „Þetta er bara geggjað, gaman að taka hérna Pepsi deildar lið og vinna þá í bikarnum,“ sagði hetja Þórs, Aron Birkir, eftir leik. Aron var, líkt og þjálfari sinn, ánægður með spilamennsku liðsins framan af. „Ég var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleiknum en svo dró aðeins af okkur í lokin en við hefðum getað verið miklu fleiri mörkum yfir í hálfleik.“ Markmaðurinn ungi var ekkert að stressa sig mikið þrátt fyrir að allt væri undir í vítaspyrnukeppni í lokin. „Ég var bara rólegur fyrir vítaspyrnukeppnina, maður hefur fengið nokkur ráð frá Sandor markmannsþjálfara þannig að það var ekkert stress.“ „Þetta var alveg geggjað, gerist ekki betra,“ sagði Aron svo um tilfinninguna þegar hann varði síðasta vítið og tryggði Þór áfram. Pepsi Max-deild karla
Það var loksins leikið í góðu veðri í dag þegar Fjölnir og Þór mættust í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismenn hafa farið vel af stað í Pepsi deildinni og sitja í fimmta sæti með 9 stig eftir sex leiki á meðan Þór situr í fimmta sæti í Inkasso deildinni með sjö stig eftir fjóra leiki. Leikurinn fór af stað með látum því að strax eftir um hálfa mínútu fékk Ignacio Echevarria frábært færi þegar Alvaro Calleja renndi boltanum fyrir fætur Echevarria sem skaut boltanum yfir af um 5 metra færi. Næstu mínútur á eftir voru rólegar en Þórsmenn voru þó að valda usla í vörn Fjölnismanna með sendingum aftur fyrir vörn þeirra þar sem Calleja, framherji Þórs, var gjarnan kominn á sprettinn. Þórsarar fengu nokkur fín færi sem þeir náðu ekki að klára en það lá mark í loftinu. Það var svo á 42.mín sem Echevarria komst í gegnum vörn Fjölnis og kláraði færið framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Staðan verðskuldað orðin 1-0 fyrir Þór. Fjölnismenn áttu í stökustu vandræðum með að ná að tengja saman sendingar framarlega á vellinum og það var ljóst í hálfleik að Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, þyrfti að blása lífi í sína menn. Seinni hálfleikurinn var vægast sagt ekki mikil skemmtun. Það gerðist í raun lítið markvert fram að 87.mín. Þá var boltanum rent út á Valmir Berisha, framherja Fjölnis, sem skoraði með laglegu skoti og jafnaði leikinn fyrir Fjölni á síðustu stundu og framlenging niðurstaðan. Framlengingin var langt frá því að vera meiri skemmtun en seinni hálfleikur venjulegs leiktíma og það er skemmst frá því að segja að það var ekkert skorað í framlengingunni og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar fékk Hallvarður Óskar Sigurðsson, sem fæddur er árið 1999, það mikilvæga hlutverk að taka fimmtu spyrnu Fjölnis sem jafnframt hefði dugað til að sigra vítaspyrnukeppnina en spyrna hans var slök og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs sem einnig er fæddur árið 1999, varði hana. Því næst tók varamaður Þórs, Jakob Snær Árnason, spyrnu sem hann skoraði úr og ljóst að Fjölnir þyrftu að skora úr næstu spyrnu til að halda vítakeppninni gangandi. Það kom í hlut varamannsins Igor Jugovic að taka sjöttu spyrnu Fjölnis en hana varði Aron Birkir og þar með var ljóst að Þór væri að fara í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Frábær stund fyrir ungan markvörð Þórs.Afhverju vann Þór? Þór var betri aðilinn í dag og það hefði verið gífurlega svekkjandi ef að Þórsarar hefðu farið norður án sætis í átta liða úrslitin. Betri spilamennska í dag var þó ekki ástæðan fyrir sigri Þórs heldur einfaldlega sterkari taugar og þrjár varðar vítaspyrnur hjá Aroni.Hverjir stóðu upp úr? Það gefur auga leið að segja að Aron Birkir hafi staðið upp úr í dag vegna þess að hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni sem tryggði Þór áframhaldandi veru í Mjólkurbikarnum þetta árið. Varnarmenn Þórs áttu einnig góðan dag í dag og náðu að halda sterku Fjölnisliði í skefjum alveg fram að 87.mín.Hvað gekk illa? Fjölnisliðið spilaði illa í heild sinni í dag og voru í raun heppnir að komast í vítaspyrnukeppnina. Þeir áttu mjög erfitt með að senda boltann á samherja og sköpuðu sér ekki nægilega mörg færi. Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis, hefur átt talsvert betri leiki á ferlinum og hann vill líklega gleyma þessum sem fyrst.Hvað gerist næst? Fjölnir mætir Val á Extra-vellinum næstkomandi mánudag í Pepsi deildinniog þurfa þeir að skila talsvert betri frammistöðu í þeim leik ætli þeir sér að eiga séns. Þór kemur aftur suður í höfuðborgina til að leika við ÍR á laugardaginn næstkomandi og geta þeir hæglega byggt ofan á frammistöðu sína hér í dag. Með spilamennsku eins og þeir sýndu fyrstu 60 mínútur leiksins ættu þeir að geta keppt um að spila í deild þeirra bestu næsta sumar en það má lítið útaf að bregða vegna þess að hópur Þórs er ekki breiður.vísir/báraLárus Orri: Ég er gríðarlega ánægður „Ég er gríðarlega ánægður, bæði með að vera kominn áfram og með leikmennina mína í dag. Við vorum öflugir fyrstu 60 mínútur leiksins,“ sagði Lárus Orri, þjálfari Þórs, eftir dramatíkina í dag. Lárus var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna í dag, sérstaklega framan af. „Við héldum skipulaginu vel og náðum að koma skyndisóknum á þá. Við náðum að halda aftur að Fjölni sem eru með gífurlega öflugt lið og marga flotta fótboltastráka og hafa verið að spila vel það sem af er. Mínir menn komu bara vel stemmdir inn í þennan leik og spiluðu vel fyrstu 60.“ „Það var vitað mál að Fjölnir eru með gott lið og að þeir myndu koma á okkur og við héngum á þessu síðustu mínúturnar í venjulegum leiktíma og svo í framlengingunni.“ Lárus lagði áherslu á að hlúa að mannskapnum eftir langan leik í dag. „Þetta hefur byrjað ágætlega hjá okkur en við erum með mjög lítin hóp svo að núna verðum við að drífa okkur heim og hlúa að mannskapnum og mæta aftur hérna til Reykjavíkur á laugardaginn þar sem við eigum mjög erfiðan leik á móti ÍR.“vísir/báraÓlafur Páll: Nú er bikarkeppnin bara búin og deildin er svo annað mál Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var að vonum pirraður í leiks lok. „Ég er gríðarlega svekktur, fyrst og fremst að detta út úr bikarkeppninni á þessu stigi keppninnar og á heimavelli.“ Hann var alls ekki ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en taldi Fjölni þó hafa átt að fá víti. „Við vorum mjög slakir sérstaklega í fyrri hálfleik og hefðum getað verið meira undir. Hinsvegar í seinni hálfleik þá finnst mér að við hefðum átt að fá allavega tvö víti en við kannski áttum ekkert skilið úr þessum leik miðað við hvernig við mættum inn í hann.“ Hann hafði ekki miklar áhyggjur af framhaldinu. „Ég hugsa fyrst og fremst að nú er bikarkeppnin bara búin og deildin er svo annað mál. Við þurfum að mæta gíraðir á mánudaginn á móti Val.“Aron: Gerist ekki betra. „Þetta er bara geggjað, gaman að taka hérna Pepsi deildar lið og vinna þá í bikarnum,“ sagði hetja Þórs, Aron Birkir, eftir leik. Aron var, líkt og þjálfari sinn, ánægður með spilamennsku liðsins framan af. „Ég var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og byrjunina á seinni hálfleiknum en svo dró aðeins af okkur í lokin en við hefðum getað verið miklu fleiri mörkum yfir í hálfleik.“ Markmaðurinn ungi var ekkert að stressa sig mikið þrátt fyrir að allt væri undir í vítaspyrnukeppni í lokin. „Ég var bara rólegur fyrir vítaspyrnukeppnina, maður hefur fengið nokkur ráð frá Sandor markmannsþjálfara þannig að það var ekkert stress.“ „Þetta var alveg geggjað, gerist ekki betra,“ sagði Aron svo um tilfinninguna þegar hann varði síðasta vítið og tryggði Þór áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti