Net eftirlitsmyndavéla verður til Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 08:00 Eftirlitsmyndavélar eru notaðar af lögregluembættum um allan heim. Henning Kaiser Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26