Gengið illa að manna og biðlistar yfirvofandi í heimahjúkrun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira