Umfjöllun og viðtöl: Kári - Víkingur R. 3-4 | Víkingar höfðu betur í framlengingu Einar Sigurvinsson skrifar 31. maí 2018 21:30 vísir/vísir Víkingur Reykjavík sigraði Kára í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og lauk með 4-3 sigri Víkinga eftir framlengingu. Strax á 3. mínútu leiksins fengu leikmenn Kára þrjú góð færi til þess að koma heimamönnum yfir í sömu sókninni. Serigne Mor Mbaye í marki Víkinga varði hins vegar frábærlega í þrígang. Á 19. mínútu leiksins komust Víkingar yfir með marki frá Örvari Eggertssyni. Leikmenn Kára voru hins vegar fljótir að svara og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ragnar Már Lárusson fyrir Kára. Víkingar voru töluvert meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættulegt færi. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Kári aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Víkinga. Páll Sindri Einarsson tók spyrnuna og skoraði með glæsilegu skoti upp í vinkilinn, óverjandi fyrir Serigne Mbaye í markinu. Einni mínútu síðar bætti Kári við þriðja marki sínu í leiknum. Andri Júlíusson nýtti sér þá vandræðagang í vörn Víkings og kom Kára í 3-1 rétt áður en flautað var til hálfleiks. Víkingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og tók það Davíð Örn Atlason ekki nema þrjár mínútur að minnka muninn í 3-2. En hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. Á 60. mínútu jafnaði Rick Ten Voorde leikinn fyrir Víkinga. Örvar Eggertsson átti þá góða fyrirgjöf af kantinum sem rataði beint á kollinn á Rick. Grípa þurfti til framlengingar og var það ekki fyrr á 113. mínútu leiksins sem Víkingar komust yfir. Nikolaj Hansen skallaði þá boltann til Alex Freys Hilmarssonar sem kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-3 fyrir Víkingum eftir hörkuleik.Af hverju vann Víkingur leikinn? Víkingar voru töluvert meira með boltann í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi. Þetta var samt sem áður gríðarlega jafn leikur og með smá heppni hefði Kári hæglega getað tryggt sér farseðilinn í 8-liða úrslitin. Víkingar sýndi mikinn karakter í síðari hálfleik og var greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að detta út úr bikarnum í þetta kvöldið. Að lokum gerðu þeir það sem til þurfti til og unnu leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Örvar Eggertsson var maður leiksins. Hann skoraði fyrsta markið auk þess að leggja upp jöfnunarmark Víkinga. Í liði Kára var Páll Sindri Einarsson gífurlega sterkur á miðjunni.Hvað gekk illa? Í tveimur marka Kára var varnarleikur Víkinga ekki upp á marga fiska og greinilegt að Sölva Geir Ottesen verður tekið fagnandi þegar hann mætir aftur í vörn liðsins í næsta leik.Hvað gerist næst? Víkingur fer til Akureyrar næsta sunnudag, þar sem liðið mætir KA í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. Sama dag tekur Kári á móti Tindastól í 2. deildinni. Logi: Þurftum aðeins að ræða saman í hálfleikLogi Ólafsson.vísir/ernir„Þetta er fyrst og fremst bara léttir. Að fara héðan með sigur og komast í 8-liða úrslit. Það er fyrsta tilfinningin sem kemur upp eftir svona erfiðan leik. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Mjög vel þjálfuðu liði, mjög skipulögðu liði. Sem að svona kom okkur svolítið í opna skjöldu,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkings í leikslok. „Við skoruðum mark og þá héldu menn kannski að þetta væri bara komið. Svo myndi þetta bara rúlla inn, hvert á fætur öðru. En þeir bara komu tvíefldir til baka og skora þrjú góð mörk.“ „Við þurftum eitthvað aðeins að ræða saman í hálfleik. Menn þurftu aðeins að spýta í lófana, sem að var niðurstaðan. Mér fannst við góðir í seinni hálfleik, lengst af. Framlengingin var erfið en ég er bara fyrst og fremst ánægður með að við höfum komist áfram.“ Aðspurður hvort hann hafi búist við auðveldari leik svarar hann neitandi. „Nei ég bjóst ekki við því. Ég var búinn að vara menn við því að hér væri á ferðinni gott lið með piltum sem mér skilst að eigi marga unglingalandsleiki að baki. En þetta eru bara strákar sem æfa eins og lið í efri deildum. Þeir eru í góðu formi, mjög skipulagðir og sprækir.“ Logi gerði átta breytingar á byrjunarliði Víkinga frá síðasta leik. Hann telur þó að megnið af þeim breytingum hafi verið nauðsynlegar. „Við erum með marga menn meidda sem gátu ekki spilað. Þetta kom mest niður á vörninni okkar þar sem Jörgen, Halldór Smári og Sölvi þurftu allir á hvíld að halda. Sumt af þessu var bara nauðsynlegt. En svo treystum við bara þessum ungu strákum. Aron kemur inn í miðvörðinn og sýnir það að stærðin er ekki allt í þessu.“ Arnþór Ingi Kristinsson fór af velli eftir aðeins 28. mínútna leik. Logi segir að þau meiðsli séu ekki alvarleg. „Hann er með skurð framan á leggnum. Ég hélt nú að menn sem eru fæddir og uppaldir hér þyldu nú eitthvað smávegis og gætu klárað leikinn. En hann gat það ekki,“ segir Logi að lokum. Lúðvík: Fúlt að ná ekki að klára þetta„Ég er svekktur auðvitað, að hafa ekki náð að vinna þetta. Þetta var hrikalega flottur leikur hjá okkur,“ segir Lúðvík Gunnarsson, þjálfari Kára, í leikslok. „Við komumst í góða stöðu í fyrri hálfleiknum en fáum á okkur mark heldur snemma í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur halda aðeins lengur út. Þá held ég að við hefðum farið langt með að klára þetta í venjulegum leiktíma.“ Hann segir að það aldrei hafi verið neitt annað í stöðunum en að leggja leikinn upp til sigurs í kvöld. „Bikarinn er þannig, þetta er bara einn leikur. Ég taldi okkur eiga séns. Eins og þú sást í dag þá áttum við bara ágætis möguleika. Við skorum góð mörk, þeir gera það auðvitað líka en þeir voru svolítið að beita löngum boltum. „Við vorum í smá basli með það. Það er það sem felldi okkur í dag. En bikarleikur er bara bikarleikur, við áttum fína möguleika og vorum ekkert langt frá því að fara áfram.“ Fyrirgjafir inn í teig Kára voru oftar en ekki uppskrift Víkinga að mörkum sínum í dag. Lúðvík segir að þar hafi gestirnir verið sterkari. „Ég held að þeir hafi skorað öll mörkin sín með því að koma með góðan bolta inn í teig og unnu þar fyrsta og annan bolta. Ég gef þeim kredit fyrir það, að spila á sínum styrkleikum.“ Hann er þó á heildina litið ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Gríðarlega. Þetta er súrsætt. Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Flottur leikur, frábær stuðningur. Fullt af fólki hérna, sem er bara geggjað. En á sama tíma pínu fúlt að ná ekki að klára þetta,“ segir Lúvík að lokum. Íslenski boltinn
Víkingur Reykjavík sigraði Kára í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og lauk með 4-3 sigri Víkinga eftir framlengingu. Strax á 3. mínútu leiksins fengu leikmenn Kára þrjú góð færi til þess að koma heimamönnum yfir í sömu sókninni. Serigne Mor Mbaye í marki Víkinga varði hins vegar frábærlega í þrígang. Á 19. mínútu leiksins komust Víkingar yfir með marki frá Örvari Eggertssyni. Leikmenn Kára voru hins vegar fljótir að svara og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ragnar Már Lárusson fyrir Kára. Víkingar voru töluvert meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættulegt færi. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Kári aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Víkinga. Páll Sindri Einarsson tók spyrnuna og skoraði með glæsilegu skoti upp í vinkilinn, óverjandi fyrir Serigne Mbaye í markinu. Einni mínútu síðar bætti Kári við þriðja marki sínu í leiknum. Andri Júlíusson nýtti sér þá vandræðagang í vörn Víkings og kom Kára í 3-1 rétt áður en flautað var til hálfleiks. Víkingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og tók það Davíð Örn Atlason ekki nema þrjár mínútur að minnka muninn í 3-2. En hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. Á 60. mínútu jafnaði Rick Ten Voorde leikinn fyrir Víkinga. Örvar Eggertsson átti þá góða fyrirgjöf af kantinum sem rataði beint á kollinn á Rick. Grípa þurfti til framlengingar og var það ekki fyrr á 113. mínútu leiksins sem Víkingar komust yfir. Nikolaj Hansen skallaði þá boltann til Alex Freys Hilmarssonar sem kláraði færið vel. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-3 fyrir Víkingum eftir hörkuleik.Af hverju vann Víkingur leikinn? Víkingar voru töluvert meira með boltann í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi. Þetta var samt sem áður gríðarlega jafn leikur og með smá heppni hefði Kári hæglega getað tryggt sér farseðilinn í 8-liða úrslitin. Víkingar sýndi mikinn karakter í síðari hálfleik og var greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að detta út úr bikarnum í þetta kvöldið. Að lokum gerðu þeir það sem til þurfti til og unnu leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Örvar Eggertsson var maður leiksins. Hann skoraði fyrsta markið auk þess að leggja upp jöfnunarmark Víkinga. Í liði Kára var Páll Sindri Einarsson gífurlega sterkur á miðjunni.Hvað gekk illa? Í tveimur marka Kára var varnarleikur Víkinga ekki upp á marga fiska og greinilegt að Sölva Geir Ottesen verður tekið fagnandi þegar hann mætir aftur í vörn liðsins í næsta leik.Hvað gerist næst? Víkingur fer til Akureyrar næsta sunnudag, þar sem liðið mætir KA í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. Sama dag tekur Kári á móti Tindastól í 2. deildinni. Logi: Þurftum aðeins að ræða saman í hálfleikLogi Ólafsson.vísir/ernir„Þetta er fyrst og fremst bara léttir. Að fara héðan með sigur og komast í 8-liða úrslit. Það er fyrsta tilfinningin sem kemur upp eftir svona erfiðan leik. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Mjög vel þjálfuðu liði, mjög skipulögðu liði. Sem að svona kom okkur svolítið í opna skjöldu,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkings í leikslok. „Við skoruðum mark og þá héldu menn kannski að þetta væri bara komið. Svo myndi þetta bara rúlla inn, hvert á fætur öðru. En þeir bara komu tvíefldir til baka og skora þrjú góð mörk.“ „Við þurftum eitthvað aðeins að ræða saman í hálfleik. Menn þurftu aðeins að spýta í lófana, sem að var niðurstaðan. Mér fannst við góðir í seinni hálfleik, lengst af. Framlengingin var erfið en ég er bara fyrst og fremst ánægður með að við höfum komist áfram.“ Aðspurður hvort hann hafi búist við auðveldari leik svarar hann neitandi. „Nei ég bjóst ekki við því. Ég var búinn að vara menn við því að hér væri á ferðinni gott lið með piltum sem mér skilst að eigi marga unglingalandsleiki að baki. En þetta eru bara strákar sem æfa eins og lið í efri deildum. Þeir eru í góðu formi, mjög skipulagðir og sprækir.“ Logi gerði átta breytingar á byrjunarliði Víkinga frá síðasta leik. Hann telur þó að megnið af þeim breytingum hafi verið nauðsynlegar. „Við erum með marga menn meidda sem gátu ekki spilað. Þetta kom mest niður á vörninni okkar þar sem Jörgen, Halldór Smári og Sölvi þurftu allir á hvíld að halda. Sumt af þessu var bara nauðsynlegt. En svo treystum við bara þessum ungu strákum. Aron kemur inn í miðvörðinn og sýnir það að stærðin er ekki allt í þessu.“ Arnþór Ingi Kristinsson fór af velli eftir aðeins 28. mínútna leik. Logi segir að þau meiðsli séu ekki alvarleg. „Hann er með skurð framan á leggnum. Ég hélt nú að menn sem eru fæddir og uppaldir hér þyldu nú eitthvað smávegis og gætu klárað leikinn. En hann gat það ekki,“ segir Logi að lokum. Lúðvík: Fúlt að ná ekki að klára þetta„Ég er svekktur auðvitað, að hafa ekki náð að vinna þetta. Þetta var hrikalega flottur leikur hjá okkur,“ segir Lúðvík Gunnarsson, þjálfari Kára, í leikslok. „Við komumst í góða stöðu í fyrri hálfleiknum en fáum á okkur mark heldur snemma í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur halda aðeins lengur út. Þá held ég að við hefðum farið langt með að klára þetta í venjulegum leiktíma.“ Hann segir að það aldrei hafi verið neitt annað í stöðunum en að leggja leikinn upp til sigurs í kvöld. „Bikarinn er þannig, þetta er bara einn leikur. Ég taldi okkur eiga séns. Eins og þú sást í dag þá áttum við bara ágætis möguleika. Við skorum góð mörk, þeir gera það auðvitað líka en þeir voru svolítið að beita löngum boltum. „Við vorum í smá basli með það. Það er það sem felldi okkur í dag. En bikarleikur er bara bikarleikur, við áttum fína möguleika og vorum ekkert langt frá því að fara áfram.“ Fyrirgjafir inn í teig Kára voru oftar en ekki uppskrift Víkinga að mörkum sínum í dag. Lúðvík segir að þar hafi gestirnir verið sterkari. „Ég held að þeir hafi skorað öll mörkin sín með því að koma með góðan bolta inn í teig og unnu þar fyrsta og annan bolta. Ég gef þeim kredit fyrir það, að spila á sínum styrkleikum.“ Hann er þó á heildina litið ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Gríðarlega. Þetta er súrsætt. Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Flottur leikur, frábær stuðningur. Fullt af fólki hérna, sem er bara geggjað. En á sama tíma pínu fúlt að ná ekki að klára þetta,“ segir Lúvík að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti